Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 39
saman til að matast, bíða hver eftir öðrum."1 Þessi ritningargrein á við hina heilögu kvöldmáltíð, þar sem neyzluefnin tákna líkama Krists (sbr. 24—25 v.). Fyrst og fremst er átt við þá staðreynd, að þeir, sem taka þátt í máltíð Drottins, eigi að skilja það, að þessi tákn eru annað og meira en brauð og vín. Með hjálp trú- arinnar má sjá í þeim líkama og blóð Krists. Ennfremur er ljóst af textanum, að einnig er átt við kirkju Krists, sem í dulrænum skilningi er líka líkami Krists. í næsta kapítula á eftir — þeim 12. — er talað um kirkjuna sem líkama Krists. Páll segir, að ef vér dæmum sjálfa oss, þá verðum vér ekki dæmdir. Hann sagði Korintumönnum að bíða hver eftir öðr- um, því að þeir væru limir á sama líkama. Vér verðum því að vera í sátt við bræð- ur vora, sem eru limir hins sama líkama og vér sjálfir. Fleira, sem hindrar lækningu. Auk þess, sem þegar hefur verið nefnt, skal nú minnzt á nokkur fleiri atriði, sem geta hindrað lækningu. Margt krist- ið fólk, sem sækir hinar fjölmennu lækn- ingasamkomur, er haldið langvarandi sjúkleika eða þrautum, sem ekki hafa batnað við hinar venjulegu bænir. Minnumst þá orða Biblíunnar, að „óverðskulduð formæling verður ekki að áhrínsorðum". — Orðskv. 26, 2. Upp- rætið orsökina. Sjúkdómurinn getur lát- ið undan lækningakraftinum, en sé or- sökin eftir, kann svo að fara, að þraut- irnar komi aftur. 1. Sumir þrá lækningu á líkama sín- 1) Þessi ritningargrein er lítið eitt öðru vísi í íslenzku Biblíunni en þeirri ensku. Þýð. um, en vilja ekki þjóna Guði. Vei, að til skuli vera fólk, sem vill ekki þjóna Guði, sem skapaði það og vill lækna það. Jesús sagði við manninn, sem hafði fengið lækningu: „Syndgaðu ekki fram- ar, til þess að þér vilji ekki annað verra til.“ Oss langar vissulega ekki til þess að sjá annað verra vilja þeim til, sem þegar eru þjáðir af einhverjum sjúkdómi. En Kristur gaf í skyn, að þess háttar ógæfa gæti dunið yfir þá, sem ekki gengju Guði á hönd og þjónuðu honum eftir að þeir væru orðnir heilir. Það er því miskunnarverk, að fresta fyrirbænum um lækningu, þangað til hinn sjúki maður hefur tileinkað sér nógu mikið af orði Guðs og sál hans er þess albúin að ganga Guði á hönd. Helgun er nauðsynleg, til þess að lækning megi takast. Þetta hefur sann- ast með ótvíræðum hætti á mállausum og heyrnarlausum mönnum, þar sem fjöldi fólks hefur verið saman kominn. Hinn daufdumbi maður er ónæmur þangað til hann hefur frelsast. En þeg- ar hann hefur sótt samkomurnar í nokkra daga og byggt svo upp trúna, að hann geti veitt frelsuninni viðtöku, þá hefur hann einnig fengið trúna á lækn- inguna. Síðan fer honum að batna, hann fer að geta heyrt hljómlist, söng og jafn- vel gang í úri. Segja má, að Guð ætlist til að hegðun vor sé í hlutfalli við þá fræðslu, sem vér höfum hlotið. Hann gerir hærri kröfur til kristinna manna en heiðingja. 2. Sumir fást ekki til að trúa, nema þeir fái fullkomna lækningu strax. Jesús sagði: „Þeir munu leggja hendur yfir sjúka, og þeir munu verða heilir." Sumir þurfa kraftaverk til þess að geta trúað. Þó er vitað, að jafnvel sumar lækningar Krists gerðust smám saman. DAGRENNING 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.