Nesfréttir - 01.02.2014, Blaðsíða 3

Nesfréttir - 01.02.2014, Blaðsíða 3
Íþrótta- og tómstundaþing á Seltjarnarnesi ÍTS 1. mars í Valhúsaskóla kl. 9-12 Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness (ÍTS) boðar til þings laugardaginn 1. mars næstkomandi um íþrótta- og tómstundamál í bænum. Það er hlutverk ÍTS að hlúa að og styðja við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga á Seltjarnarnesi, skapa rétt umhverfi fyrir afreksíþróttafólk og að almenningur finni eitthvað við sitt hæfi. Framundan er stefnumótunarvinna á sviði íþrótta- og tómstundamála og er þetta þing fyrsta skrefið í þeirri útgáfu. Stefnumótunin fjallar um öll málefni íþrótta- og tómstunda í víðasta skilningi og unnið verður reglubundið með verkefnið með markmiðasetningu, úrvinnslu og eftirfylgni. ÍTS óskar eftir þátttöku allra aðildarfélaga á Seltjarnarnesi svo að sem flest sjónarmið mismunandi félaga komi fram. Einnig er vonast til þess að foreldrar, iðkendur og aðrir íbúar, sem áhuga hafa á íþrótta- og tómstundamálum og vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri mæti til þess að hafa áhrif á stefnumótunina. Þingið verður haldið í Valhúsaskóla og hefst kl. 9 og stendur til kl. 12. Boðið verður uppá morgunkaffi kl. 8:30. Barnagæsla er í boði meðan á þinginu stendur. Fundarstjórn verður í höndum Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.