Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 48

Morgunblaðið - 03.01.2015, Page 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 ÚT SA LA10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUMHÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU Skákþing Reykjavíkur semhefst á morgun, hinn 4.janúar, er tileinkað Frið-riki Ólafssyni, fyrsta stór- meistara Íslendinga, sem verður áttræður hinn 26. janúar næst- komandi. Friðrik hefur alla tíð verið félagsmaður í Taflfélagi Reykjavíkur, en hann tók þátt í sínu fyrsta opinbera móti fyrir tæplega 70 árum. Það hlýtur að gleðja Friðrik og aðra velunnara elsta taflfélags landsins hversu vel er haldið á málum hjá TR um þessar mundir. Félagið hefur auð- vitað farið í gegnum hæðir og lægðir á langri ævi en félagsleg staða þess er sterk í dag. Það var stofnað aldamótaárið 1900 og hef- ur ávallt verið ein aðalkjölfestan í skáklífi Íslendinga. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Jón Viktor Gunnarsson, sem er skráð- ur til leiks ásamt mörgum sterk- um skákmönnum á borð við Björn Þorfinnsson, Omar Salama, Þor- varð Fannar Ólafsson og Sævar Bjarnason. Tveir gamlir TR-ingar eiga einnig stórafmæli í þessum mán- uði; Ólafur H. Ólafsson og Bragi Kristjánsson verða báðir 70 ára hinn 8. janúar næstkomandi. Ólaf- ur og Bragi áttu stóran þátt í vexti og viðgangi TR á löngu tímabili, ekki síst eftir að TR eignaðist sitt eigið húsnæði við Grensásveg. Ólafur fór fyrir mikl- um breytingum á starfsemi TR, sem fólust í mögnuðu barna- og unglingastarfi frá því um miðjan áttunda áratuginn. Bragi beitti sér fyrir skákkennslu og þjálfun ungra skákmanna og kvenna og var um tíma skólastjóri Skákskóla Íslands. Ólafur var býsna sterkur skákmaður og átti t.d. sæti í liði Íslands á heimsmeistaramóti stúd- enta ári 1971, en það ár varð hann í 2. sæti í meistaraflokki á Skák- þingi Íslands. Hann dró mjög úr taflmennsku eftir að hann settist í stjórn TR. Bragi Kristjánsson var einn af fremstu skákmönnum Ís- lands á sjöunda áratugnum; átti sæti í ólympíuliði okkar árin 1964 og 1968, varð Skákmeistari Reykjavíkur árið 1968 og tefldi á nokkrum af fyrstu Reykjavíkur- skákmótunum, Meðfram sat hann oft í stjórnum þessara móta. Skipulag Reykjavíkurmótsins 1968 var þannig til mikillar fyrir- myndar, en þar réðst TR í útgáfu vandaðs bæklings á ensku um mótshaldið. Bragi stóð sig vel á þessu Reykjavíkurmóti, sem hald- ið var vorið 1968 í minningu Will- ards Fiske, og var sérstaklega hættulegur þegar hann fékk að beita Sikileyjarvörn. Hann vann þennan ágæta fulltrúa Bandaríkj- anna á sannfærandi hátt: William Addison – Bragi Kristjánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. f4 Be7 8. Bf3 0-0 9. 0-0 Dc7 10. Kh1 Rc6 11. Rde2 b5 12. a3 Bb7 13. g4 d5! Árás á væng skal svarað með árás á miðborði! Þó að Scheven- ingen-afbrigði Sikileyjarvarnar- innar hafi ekki verið mjög þróað á þessum tíma teflir Bragi óaðfinnanlega 14. exd5 Had8 15. g5 Rxd5 16. Rxd5 exd5 17. Rc3 Ra5 18. f5 Rc4! Lætur sér fátt um finnast þó að f-peðið virki ógnandi. 19. f6 Bc5 20. fxg7 Hfe8! Menn svarts standa allir vel til sóknar og hvítur er sérstaklega veikur fyrir á hornlínunni a8-h1. 21. Re2 d4 22. Bf4 Bxf3 23. Hxf3 Dc6 24. Rg1 24. … Re3! Góður leikur en aðrir vænlegir kostir voru 24. … d3 og 24. …Rxb2. 25. Dd3 Hd5 26. He1 Bb6 27. c3 Opnar stöðuna enn meira. Eitt- hvert hald var í 27. h4. 27. … dxc3 28. Dxc3 Hc5 29. Db3 Hf5! – og hvítur gafst upp. Engin vörn fyrirfinnst við hótuninni 30. .. Hxf4 o.s.frv. Stórafmæli Taflfélagsmanna Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.isc Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Erkifjendur Friðrik Ólafsson og danski stórmeistarinn Bent Larsen háðu marga hildi á skákborðinu. mbl.is alltaf - allstaðar Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morg- unblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem lið- urinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.