Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 4
* Ekki var hægt að höfða mál á hend-ur Jumdon Micro Finance þar semfélagið finnst ekki. Þjóðmál Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Huldueigandi finnst ekki E ina heimildin sem til er um það að smálánafyr- irtækið Hraðpeningar hafi verið selt félagi að nafni Jumdon Finance Ltd. á Kýpur er ársreikningur Hraðpeninga frá árinu 2011, sá síð- asti sem félagið hefur skilað hér á landi. Engar frekari upplýsingar hafa verið veittar um það þegar allt hlutafé Hraðpeninga var selt til kýpverska huldufélagsins, sem raunar er nefnt Jumdon Micro Fin- ance Ltd. í ársreikningi en það virðist vera eitt og hið sama og Jumdon Finance Ltd. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum er ekkert sem bendir til þess að félagið Jumdon Finance hafi nokkra starfsemi eða skrifstofur á Kýpur. Þar í landi er félaginu skylt að skila ársreikningum en það hef- ur félagið ekki gert. Tengiliður Jumdon Finance á Kýpur er lög- fræðistofa á nafni George Y. Yangou LLC en þegar haft var samband við hana fengust engar upplýsingar um starfsemina, og borið er við þagnarskyldu. Félagið Jumdon Finance var stofnað á árinu 2011, sama ár og það á að hafa keypt Hraðpeninga. Jumdon Finance er einnig eigandi smálánafyrirtækisins Múla ehf. auk þess sem Hraðpeningar eiga allt hlutafé í smálánafyrirtækinu 1909 ehf. Saman starfa þessi þrjú fyr- irtæki undir merkjum félags sem kallast Neytendalán ehf. Í stuttu samtali við blaðamann sagðist Skorri Rafn ekki hafa nein tengsl við Jumdon, en eins og fram kom í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins hinn 3. janúar sl. þá var sama félag, þ.e. Jumdon Finance, á bak við smálánafyrirtæki Skorra Rafns í Króatíu sem starfaði þar til lögum um neytendalán þar í landi var breytt í lok árs 2012. Hann vildi ekki útskýra þessi tengsl í samtali við blaðamann en benti á Óskar Þorgils Stefánsson, núverandi fram- kvæmdastjóra Hraðpeninga, þegar óskað var upplýsinga um Jumdon Finance eða Hraðpeninga. Stofnendur ekki lengi í stjórn Skorri Rafn Rafnsson, Sverrir Ein- ar Eiríksson og Gísli Rúnar Rafns- son (sem mun ekki vera skyldur Skorra þrátt fyrir að bera sama föðurnafn) stofnuðu Hraðpeninga í lok ársins 2009. Stofnendurnir þrír tóku upphaflega sæti í stjórn Hrað- peninga samkvæmt ákvörðun á fundi þeirra hinn 16. desember 2009. Aðeins tæpum mánuði síðar, í janúar 2010 höfðu Gísli Rúnar Rafnsson og Sverrir Einar Eiríks- son vikið úr stjórn og Skorri Rafn var skráður stjórnarmaður, pró- kúruhafi og framkvæmdastjóri fé- lagsins. Varamaður hans í stjórn var Þorgeir Þorgeirsson. Í desember 2010 var skráningu félagsins breytt þannig að Skorri Rafn var áfram stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins en bróðir hans Fjölvar Darri Rafnsson kom inn sem vara- maður í stjórn. Engar breytingar í stjórn þótt skipt væri um eiganda Síðasti ársreikningur sem Hraðpen- ingar skiluðu inn hér á landi var fyrir árið 2011. Þessi ársreikningur er í raun eina heimildin sem til er um það að Jumdon Finance hafi eignast allt hlutafé í fyrirtækinu. Þegar nýir eigendur taka við fyr- irtæki er algengt að þeir vilji fá völdin í sínar hendur. Svo var ekki í tilviki Jumdon Finance því árið sem það félag á að hafa eignast allt hlutafé í Hraðpeningum, 2011, varð engin breyting á stjórnarsetu, pró- kúruhöfum eða framkvæmdastjórn Hraðpeninga. Skorri Rafn Rafnsson var stjórnarmaður, framkvæmda- stjóri og prókúruhafi frá því í des- ember 2010 og fram í mars 2012. Engin breyting varð á því þrátt fyrir að allt hlutafé í félaginu hefði skipt um eigendur. Næst var gerð breyting á stjórn- arfundi í mars 2012 en þá tók Fjöl- var Darri sæti sem stjórnar- formaður Hraðpeninga og meðstjórnandi var skráður Óskar Þorgils Stefánsson sem jafnframt tók þá við sem framkvæmdastjóri félagsins. Prókúruumboð var í kjöl- far þessa fundar í mars 2012 sett í hendur á Fjölvari Darra auk Skorra Rafns, sem þó vék sæti úr stjórn. Ári síðar, í apríl 2013 vék Fjölvar Darri úr stjórn og prókúruumboð hans og Skorra Rafns var jafnframt fellt niður. Í þeirra stað var nú Óskar Þorgils Stefánsson einn með prókúruumboð fyrir Hraðpeninga auk þess að vera stjórnarmaður og framkvæmdastjóri en varamaður hans í stjórn var og er enn Atli Finndal Heimisson. Hraðpeningar er líkt og önnur hlutafélög skráð í fyrirtækjaskrá og þar er Jumdon Finance Ltd. skráð sem eigandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá embætti ríkisskattstjóra þá er þó engrar staðfestingar leitað á því að erlend félög sem skráð eru eigendur að fyrirtækjum sem starfa hér á landi séu í raun til. Ef félög setji í ársskýrslu að eignarhald hafi breyst, líkt og Hraðpeningar gerðu árið 2011, þá er í raun engin þörf talin á að leita staðfestingar á þeirri breytingu. Minikredit, sem kalla má nokk- urs konar systurfélag Hraðpeninga og var einnig í eigu Skorra Rafns og Jumdon Finance, lagðist af um leið og breytingar á lögum um neytendalán sem króatíska þingið samþykkti tóku gildi í lok ársins 2012. Í umfjöllun á bls.14 er rýnt í króatíska löggjöf um neytendalán. Sami maður var framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og prókúruhafi Hraðpeninga þegar allt hlutafé var selt til Jumdon Finance. Engin breyt- ing varð á þeirri tilhögun við söluna. Morgunblaðið/Golli ENGAR UPPLÝSINGAR FÁST UM JUMDON FINANCE Á KÝPUR SEM SKRÁÐ ER EIGANDI HRAÐPENINGA. FÉLAGIÐ VIRÐIST EKKI HAFA NEINA STARFSEMI, TENGILIÐUR ÞESS Á KÝPUR VEITIR ENGAR UPPLÝSINGAR OG FÉLAGIÐ HEFUR EKKI SKILAÐ ÁRSREIKNINGUM Á KÝPUR. HRAÐPENINGAR HAFA EKKI SKIL- AÐ ÁRSREIKNINGUM HÉR Á LANDI FRÁ 2011 ÞEGAR SAGT VAR AÐ JUMDON HEFÐI TEKIÐ YFIR ALLT HLUTAFÉ. LÖGMAÐUR MANNS SEM HÖFÐAÐ HEF- UR MÁL Á HENDUR SKORRA RAFNI RAFNSSYNI OG HRAÐPENINGUM SEGIR ENGIN GÖGN LIGGJA FYRIR UM AÐ JUMDON FINANCE SÉ YFIRHÖFUÐ TIL. Deilur standa yfir fyrir dóm- stólum um eignarhald Hraðpen- inga. Einn af stofnendum þess, Sverrir Einar Eiríksson, hefur höfðað mál á hendur Skorra Rafni Rafnssyni og Hraðpen- ingum ehf. og sakar hann um að hafa sölsað félagið undir sig með ólögmætum hætti. Stefna var lögð fram hinn 26. júní í fyrra en Skorri Rafn hefur farið fram á frávísun á þeim grundvelli að stefna hefði átt Jumdon Finance Ltd. einnig fyrir dóminn, en ekki aðeins sér og Hraðpeningum ehf. Héraðs- dómur Reykjavíkur tók frávís- unarkröfuna fyrir hinn 7. janúar síðastliðinn en úrskurður hefur ekki verið kveðinn upp. Lögmaður stefnanda, Skúli Sveinsson hdl., segir það hafa reynst ógerlegt að stefna Jum- don Finance þar sem engar upp- lýsingar liggi fyrir um félagið. Ekki sé hægt að stefna félagi sem er ekki til. „Lögð er fram áskorun í stefn- unni um að veittar séu upplýs- ingar um Jumdon Finance. Þeir segja að Jumdon Finance sé eig- andi og það félag sé skráð á Kýp- ur en hafa hins vegar ekki lagt fram nein gögn um það félag. Það liggja í raun engin gögn fyrir um að þetta félag sé yfirhöfuð til,“ segir Skúli í samtali við blaðamann. Svara engu um Jumdon Finance Blaðamaður hefur ítrekað reynt að ná í Óskar Þorgils Stefánsson, framkvæmdastjóra og stjórn- armann Hraðpeninga, og sent honum tölvupósta með fyr- irspurnum um eignarhald Jum- don Finance en engin svör feng- ið. Varamaður hans í stjórn, Atli Finndal Heimisson, vísaði á Ósk- ar þegar blaðamaður náði tali af honum en vildi sjálfur engar upp- lýsingar veita um Jumdon Fin- ance. Sagði að allar fyrirspurnir yrðu að fara gegnum Óskar. Ekki hægt að stefna félagi sem ekki er til . Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.