Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Ég er einn þeirra sem glöddust mikið við loklæknaverkfallsins. Við rekum ekki spítalaán lækna. Og góða spítala viljum við hafa með færustu læknum og öðru heilbrigðisstarfs- fólki, sem völ er á. Ég trúi því að hefði ekki sam- ist á forsendum sem læknar töldu ásættanlegar hefði straumur þeirra legið úr landi. Læknar höfðu þjóðina með sér. Eða eigum við að segja að heilbrigðiskerfið hafi haft þjóðina með sér. Og þannig held ég að það verði áfram svo lengi sem okkur tekst að varðveita hér heil- brigðiskerfi á forsendum sem þjóðin telur ásætt- anlegar. Slíkt kerfi mismunar ekki eftir efnahag og er greiðendum hagstætt. Margoft hefur komið fram í alþjóðlegum samanburðarskýrslum að ís- lenska almannakerfið nýtir hverja skattkrónu betur en gerist víðast hvar annars staðar. Ekki býr sú skattkróna aðeins til fjárhagslega hag- stætt kerfi heldur einnig gæðakerfi sem rís undir nafni. Þess vegna stöldruðum við án efa mörg við þegar það fylgdi samningslokunum í yfirlýs- ingum samningsaðila, að nú færi í hönd upp- stokkun á heilbrigðiskerfinu: „Opnað yrði fyrir ný rekstrarform.“ Hvað þýðir það? Þýðir það aukin einkavæðing? Sagt er að hið sama eigi að gilda utan spítala og innan. Hvað þýðir það? Hið sama fyrir sjúklinginn? Hið sama fyrir lækninn? Hið sama fyrir greiðandann? Á hann nú að borga það sama á spítalanum og hann gerir í Orkuhús- inu? Við þekkjum hvert er keppikefli núverandi stjórnvalda! Allt þetta þarf að ræða. Þetta er ekki einkamál þeirra sem sitja við samningaborð fjármálaráðu- neytisins og lækna. Í þjóðfélaginu sjáum við nú víða gömul mynst- ur taka á sig gamalkunn form. Kjarakúrvan er þannig á hraðskreiðri uppleið í fjármálakerfinu. Efri lögin þar að nýju komin með helmingi betri kjör en efstu lög heilbrigðiskerfisins. Gamal- kunnur hroki einnig að taka sig upp: „Við eigum þetta, við megum þetta.“ Kannski er ekki það alversta hve miklum auði er safnað í vasa einstaklinga til skamms tíma. Slæmt er það vissulega því minna er þá til skipt- anna. En það eru kerfisbreytingar til langframa sem eru verstar. Þegar auðlindirnar, orkan, vatn- ið, náttúrperlurnar – og svo einnig velferðarþjón- ustan er tekin undan handarjaðri almennings og ofurseld markaðslögmálunum. Frá þeim stað er stutt í þjóðfélag misréttis. Mönnum bregður við að sjá hvaða einstaklinga ríkisstjórnin velur til að hafa fyrir okkar hönd umsjón og eftirlit með fjármálakerfinu. Þar eru á ferðinni aðilar sem sjálfir eru á kafi í þessu sama kerfi með alla sína prívathagsmuni. Í heilbrigðis- kerfinu gildir hið sama að því leyti að valdir eru eftirlitsaðilar – varðmenn fyrir okkar hönd – sem kunnir eru af daðri við markaðshyggju – hin „nýju rekstrarform“ einsog einkavæðingin er kölluð á dulmáli. Það er vegna alls þessa að almenningur verður allar stundir að standa sína vakt. Þörf á að standa vaktina * Læknar höfðu þjóðinameð sér. Eða eigum viðað segja að heilbrigðiskerfið hafi haft þjóðina með sér. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona býr eins og margir vita í Santiago í Síle en þangað flutti hún eftir sigur í einni áhrifamestu söng- keppni Suður- Ameríku og starfar í tónlist- argeiranum þar ytra. Hera Björk nýtur lífs- ins í sólinni og gerir okkur Íslendinga græna af öf- und með sólarfærslum á twitter. Í vikunni skrifaði hún þar: „Er að reyna að hengja þvottinn út til þurrks, mjög erfitt starf, er í mikilli hættu á að það detti vínber í munninn á mér.“ Með þessu birti Hera Björk mynd af vínberjatré sem breiddi úr sér yfir þvottasnúr- unum hennar. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, laganemi og fyrrverandi formaður Heimdallar, var ein þeirra sem gagnrýndu ummæli Ás- mundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um múslima á Ís- landi er hún sagði átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur. Ásmundur ritaði þessi ummæli á Facebook en Áslaug Arna ritaði hins vegar á samfélagsmiðlinum Twitter og gagnrýndi þar með Facebook: „Ég elska Twitter, hér virðast ekki vera neinir rasistar, heldur málefnalegt fólk með mism. skoðanir. Ástæðan = hér er enginn yfir sextugt!“ Kastljósmaðurinn Sigmar Guðmundsson lét þessi orð falla á Facebook: „Í allri umræðunni um tjáningarfrelsið er hollt fyrir okkur að vita að það er lögbrot að segja að Marlboro-sígarettur séu með betra eftirbragði en Winston. Þetta er ekki arfur úr gamalli lög- gjöf heldur var þetta sérstaklega sett inn í lög árið 2002. Það má bara fjalla um tóbak til að vara sér- staklega við skaðsemi þess. Meiri- hluta alþingis þótti svona rosalega vænt um tjáningar- frelsið fyrir að- eins tólf árum.“ Íslendingar á samfélagsmiðlum og víðar glödd- ust yfir þeim fréttum að tón- skáldið Jóhann Jóhannsson hefði hlotið Golden Globe-verðlaun sem og tilnefningu til Óskars- verðlauna fyrir tónlist sína í kvik- myndinni The Theory of Everyt- hing. Einar Kárason rithöfundur skrifaði á Facebook eftir að tíð- indin bárust: „Hver er þessi Jó- hann Jóhannsson sem fékk Golden Globe? spurði ég, en fékk ekki svar. Nú les ég að hann komi úr hljómsveit- inni HAM. Það er ekki á það snilldarband logið!“ Upp spunnust umræður um fleiri tónlistarverk sem Jóhann Jóhannsson hefði komið nærri. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sagði að Jóhann hefði til dæmis átt stóran þátt í gerð þeirrar frábæru plötu Æ með Unun og rithöfundurinn Birna Anna Björnsdóttir minnti fólk á að hann gerði tónlistina við kvikmynd Silju Hauksdóttur; Dís, sem var byggð á samnefndri bók eftir þær Silju, Birnu Önnu og Oddnýju Sturludóttur. AF NETINU – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 4 4 1 5 9 20–70% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖR UM ELLINGSEN RISA- ÚTSALA COLUMBIA GO TO ÚLPA KVK stærði S–XL KK stærðir M–2XL Ýmsir litir 12.990KR. VERÐ ÁÐUR 24.690 KR. 47% AFSLÁTTUR ALLIR GRILL- AUKAHLUTIR 30% AFSLÁTTUR CAMPINGAZ FERÐAGASGRILL 2 brennarar 29.990KR. VERÐ ÁÐUR 49.390 KR. DEVOLD* 40% AFSLÁTTUR *ELDRI GERÐ AÐRAR DEVOLD VÖRUR 20% AFSLÁTTUR SOREL CHEYANNE KULDASKÓR Stærðir 40–48 17.295KR. VERÐ ÁÐUR 34.590 KR. 50% AFSLÁTTUR EASTON GÖNGUSTAFIR TRAIL AL3 6.990KR. VERÐ ÁÐUR 12.890 KR. OPIÐ Á SUNNUDAGINN KL. 12–16 Í REYKJAVÍK Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.