Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 16
Hvernig á að ræða hryðjuverk og stríð við börn? V oðaverkin í Frakklandi og Nígeríu, átök um víða veröld; í Sýr- landi, Úkraínu, ebóla og fréttaflutningur og umræður af öllu þessu ná auðveld- lega eyrum barna og unglinga. Sum börn virðast ekki láta það trufla sig við daglegan leik og störf meðan önnur geta orðið mjög spurul og jafnvel sýnt kvíðamerki og hræðslu. Og oft fylgja spurn- ingar; Hvað er ebóla? Hvað er hryðjuverk? Af hverju er stríð? Jóhann Thoroddsen sálfræðingur segir mikilvægt að vera heið- arlegur þegar rætt er við börn án þess að flækja hlutina og best að halda sig við einfaldar útskýringar. En þá sé líka vissara að vera búin að velta fyrir sér sínum eigin hug- myndum um til dæmis stríð. „Upplifun barna af því sem er í gangi í heiminum er frá- brugðin að því leyti að þau hafa ekki sömu mögu- leikana og við hin fullorðnu til að vinna úr þess- um upplýsingum. Við getum róað okkur sjálf og sagt sem svo að þetta sé að gerast í Mið-Austur- löndum en ekki á Austfjörðum en eftir því sem börn eru yngri, því minna átta þau sig á fjarlægðum. Fyrir þeim getur stríð nánast ver- ið uppi í Breiðholti eða í Vest- urbænum,“ segir Jóhann. Þar að auki hafa börn mjög tak- markaða getu til að upplifa tilfinn- ingalegan sársauka ef þau verða mjög kvíðin eða hrædd að sögn Jóhanns en sjálfur veit hann um börn sem ganga um með kvíða í maganum í tengslum við atburði nýliðinna vikna. „Við fullorðna fólkið getum sagt við okkur; þetta er bara kvíði og áttað okkur á að það sé eðlilegt að upplifa hann og hvernig á að tak- ast á við hann. Þetta geta þau ekki. Þar af leiðandi sjáum við mismunandi hegðun þar sem sum börn draga sig inn í skel meðan önnur verða óróleg; eiga erfitt með að sofa og upplifa martraðir og fleira. Þess vegna eru upplýsingar til barnanna svo mikilvægar.“ Miklu skiptir þó að rétt sé farið að. „Við setjumst ekki niður á fjöl- skyldufundi og segjum; „Nú ræð- um við hryðjuverk og stríð.“ Það er betri leið að svara þeim spurn- ingum sem koma upp í kjölfar at- burðar eða ef börnin sýna merki kvíða eða óróleika að spyrja út í af hverju það er. Og ef það er út af heimsatburðum er góð þumalputt- aregla að spyrja hvað það er sem börnin vilja vita og hvað það er sem veldur áhyggjunum í tengslum við atburðinn.“ Jóhann nefnir sem dæmi að þegar efnahagshrunið varð hafi margir foreldrar upplifað að börn- in þeirra væru óróleg og áhyggju- full. „Ég man að ég sagði við föður sex ára gamals drengs, sem var greinilega áhyggjurfullur, að spyrja drenginn hvað hann vildi fá að vita í tengslum við það sem var að gerast. Hann gerði það og fað- irinn sagði seinna við mig að þetta mál hefði leysts mjög vel. Son- urinn vildi einfaldlega fá að vita hvort hann fengi jólagjöf. Það var hægt að svara því: „Já, auðvitað,“ og þá var þetta búið. Þannig að oft á tíðum er mjög einfalt að losa um þessa hnúta og spurningarnar eru kannski helst af því tagi að velta fyrir sér hvað verði um þau sjálf, foreldra, systkini og svo framvegis.“ Jóhann segir að það sé ein- staklingsbundið hversu mikið börn og unglingar séu að velta hlutum fyrir sér eins og til dæmis morð- unum í París í síðustu viku. „Sumir krakkar taka mikið eftir þessu meðan öðrum gæti ekki staðið meira á sama. Mikilvægt er fyrir uppalendur að fylgjast með hegðun og umræðum barnanna en ekki vera endilega að ræða þessa hluti að fyrra bragði. Þá er líka mikilvægt að við höldum sjálf ró okkar og sýnum stillingu og séum ekki að gefa út ýktar og öfga- kenndar yfirlýsingar. Krakkar sem eru orðnir 10-12 ára eru skilj- anlega farnir að spá meira í þessa hluti. Þau spyrja kannski beint út af hverju er stríð. Mér finnst oft gott að spyrja á móti: „Hvað held- ur þú?“ Ef þau segjast ekki vita það reyni ég að útskýra eftir því hvað við á, til dæmis að það sé vegna ágreinings um landsvæði, trú eða stjórnmál. En það er líka mikilvægt að tala um alvarleika stríðsins, að þar deyi fullorðnir og börn og að stríð leysi engan vanda. Fullorðnir eiga að geta leyst málin á friðsaman hátt. Og auðvitað vakna þá fleiri vangaveltur – af hverju í ósköp- unum við getum þá ekki leyst þau.“ Það sem Jóhann segir að hræði líka börn er þegar þau gera sér grein fyrir því að börn deyja – í stríði eða úr ebólu og átta sig þá um leið að börn á Íslandi geti líka dáið. „Í því tilfelli til er rétt að draga úr óttanum með því að segja þeim að það geti vel verið að ebóla komi til Íslands en hún geti aldrei orðið að faraldri eins og í Afríku. Það hafi til dæmis Landlæknir gefið út. UMRÆÐA VIÐ BÖRN UM STRÍÐ Getty Images/Wavebreak Media JÓHANN THORODDSEN SÁLFRÆÐINGUR SEGIR ENGA ÁSTÆÐU TIL AÐ SLÖKKVA Á ÚTVARPSFRÉTTUM ÞEGAR FLUTTAR ERU FRÉTTIR AF ÞVÍ SEM ER Í GANGI Í HEIMINUM TIL AÐ VERNDA BÖRN. MIKILVÆGARA SÉ AÐ VERA TILBÚINN AÐ SVARA SPURNINGUM BARNANNA EF ÞÆR DÚKKA UPP. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Jóhann Thoroddsen sálfræðingur. 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Fjölskyldan Þótt það sé mánuður í öskudag er ekki úr vegi að byrja að spá íbúninga fyrir ungviðið. Bæði eru búningarnir í meira úrvali meðan tíminn er til stefnu og hægt að gera hagstæðari kaup. Þá þarf ekki minni fyrirvara ef það á að leggjast í heimagerð og saumaskap. Aldrei of snemmt að vera hagsýnn * Eftir því sem börn eru yngri, þvíminna átta þau sig á fjarlægðum. Fyrir þeim getur stríð nánast verið uppi í Breiðholti eða í Vesturbænum.  Forstöðukona einnar virt- ustu góðgerðarstofnunar fyrir syrgjandi börn í Bretlandi, Gi- anna Daly hjá Winston Wish, sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph í vikunni að þegar fréttir af stríði eða hryðjuverk- um væru út um allt ættu for- eldrar ekki að forðast að út- skýra fyrir börnum ef þau vildu fá svör við ein- hverju sem skyti upp kollinum hjá þeim.  Það væri mikilvægt því börn tala sín á milli og geta slengt fram upplýs- ingum sem eru hræð- andi og rangar á leik- vellinum og gert hvert annað kvíðin.  Eins og Jóhann Thoroddsen sálfræðingur bendir á til hliðar er mikilvægt að sýna stillingu þegar svör eru gefin til barna og ekki þarf að fara út í að ræða þessi mál nema börn sýni óróleika eða kvíða eða þau biðji um svör eða virðist vera að velta þessum hlutum mikið fyrir sér.  Jafnframt vera styðjandi og leiðrétta ranghugmyndir, spyrja hvað þau viti og hvað þau vilji vita án þess að dæla fram of miklum upplýs- ingum um málið. Einföld svör henta oftast best.  Daly segir mik- ilvægt að gera börnum grein fyrir að lag- anna verðir fram- fylgi því að tryggja frið og gefa þeim þannig ró. ERLENDIS ER UMRÆÐA Börn geta hrætt hvert annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.