Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 18
L öng og glæst saga Rómar gerir borgina ólíka öllum öðrum áfangastöðum. Það kemur gestum oft á óvart þegar gengið er um göturnar hversu mikið er af merkum sögu- legum minjum og þegar minnst var- ir og gengið er fyrir horn blasir við musteri eða gosbrunnur sem flestir ættu að þekkja úr skólabókunum. Þess vegna getur verið gaman að ganga einfaldlega af stað, án þess endilega að hafa fastmótaða hug- mynd um hvert leiðin liggur. Mið- bæjarsvæðið er ekki svo stórt og að ganga frá Hringleikahúsinu í suð- austri til Vatíkansins í norðvestri tekur varla 45 mínútur. Þar á milli má finna Circo Massimo-kappreiða- brautina, hið íðilfagra torg Piazza Venezia, Trevi-gosbrunninn og hið stórfenglega Panþeon-hof, svo að- eins séu nefnd nokkur dæmi. Gott er að verja einum löngum degi í að þræða gamla bæinn aust- an Tíber. Óvíða er sagan jafn áþreifanleg. Heilsað upp á Frans Vatíkanið eitt og sér útheimtir nær heilan dag. Má byrja á Péturskirkj- unni, glæstu hjarta kaþólsku kirkj- unnar, fagurfræðilegt meistaraverk í hólf og gólf. Sistínska kapellan ein og sér er ferðarinnar virði og gott að gefa sér góðan tíma til að upplifa meistaraverk Michelangelos sem prýðir loftið. Þegar Vatíkanið er heimsótt er vissara að gæta þess að klæðast hæfilega íhaldssömum fatnaði. Þeir sem mæta á svæðið í stuttum pils- um, stuttbuxum, ermalausum bolum eða með hatt á höfði geta vænst þess að vera ekki hleypt inn í kirkjubyggingar og söfn. Kisurnar í rústunum Dýravinir á vappi um gamla bæinn ættu að staldra við hjá torginu Largo di Torre Argentina. Þar hef- ur verið grafið niður á rústir fjög- urra rómverskra mustera og leifar Pompei-leikhússins. Það var á þess- um stað sem Júlíus Sesar var ráð- inn af dögum árið 44 f.Kr. en núna eru rústirnar heimili aragrúa heim- ilislausra katta. Á dagvinnutíma má heimsækja kisurnar en sjálfboða- liðar hugsa um skinnin og gefa þeim mat. WOW-air flýgur beint á Róm á föstudögum frá 26. júní til 28. ágúst. Þá selja ýmsar ferðaskrif- stofur sérferðir með viðkomu í Róm. Piazza di Spagna fyrir neðan Spænsku tröppurnar er staður sem iðar af mannlífi, sér í lagi á góðviðrisdögum. RÓM Þar sem sagan er við hvert fótmál ÞEKKTUSTU BYGGINGAR OG HOF RÓMAR ERU Á LITLU SVÆÐI OG HÆGT AÐ SKOÐA MIKIÐ Á STUTTUM TÍMA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ferðalög og flakk Scusi signore *Ítalskan er fallegt mál og ekki erfitt að ná tök-um á einföldustu undirstöðuatriðum. Per fa-vore, prego, grazie, buongiorno og bonasera eru orð og frasar sem allir kannastvið. Smá „scusi“ hér og þar og menn erunánast orðnir ítalskir. Þeir sem hafa grunn íspænsku eða frönsku hafa raunar enga afsök- un fyrir að reyna ekki að slá ögn um sig á ítölsku þegar pantað er á veitingastað. Flestir sem heimsækja Vatíkanið byrja á Pét- urskirkjunni en eiga svo í basli með að finna sjálft listasafn Vatíkansins. Safnið er eitt það merkasta í heiminum og má ekki vanta í ferð- ina. Inn af Péturskirkjunni er lítið safn eða sýning, sem ekki er peninganna virði að skoða. Hið eina sanna listasafn Vatíkansins er smáspöl frá kirkj- unni. Ef staðið er andspænis kirkj- unni þarf að halda til hægri og fylgja virkisveggnum í tíu mínútur eða svo. Panþeon er mikill geim- ur og hið mesta undur að svona stórvirki hafi verið byggt fyrir rösk- lega tvö þúsund árum. Péturskirkjan er bygging sem fyllir gesti andakt. Morgunblaðið/Ómar AUÐVELT AÐ VILLAST Leitin að safni Vatíkansins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.