Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Matur og drykkir V ið erum vinir sem höfum verið að fara á skíði saman og í fjall- göngur en upphaflega kynntumst við konurnar í hópnum þegar við fórum saman í detox fyrir einhverjum árum. Síðan kallaði Kolla okkur saman í mikla matveislu þar sem matreiðslubókin góða var kynnt til sögunnar,“ segir Ásdís Olsen um hópinn sem hittist hjá henni síðastliðið sunnudagskvöld. Hópurinn hittist að meðaltali einu sinni í mánuði og fyrirkomulagið er á þann veg að einn tekur að sér að kaupa inn hverju sinni og bjóða heim en allir hjálpast að við eldamennskuna. Hópurinn hefur tekið miklu ástfóstri við ákveðna matreiðslubók og er alltaf að elda upp úr henni, einkum vegna þess að þar er hráefnið og fæðan eins upprunalegt og hægt er en Ásdís segir að Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni sé afar umhugað um að allir borði hollt og passar upp á sitt fólk. Bókin sem þau elda upp úr kall- ast Orð, krydd og krásir eftir Kristínu Þóru Harðardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur, en uppskriftirnar tengjast fornum tíma, eldaðar í anda tíma biblíunnar og með sams konar hráefni og var til þá. „Eldamennskan tekur oft dálítinn tíma og krefst smáundirbúnings. Til dæmis var byrjað að útbúa jógúrtostinn daginn áður. Oft er því byrjað að borða svolítið seint en það er ekkert verra, við erum að læra svo mikið og Kolla hefur verið óspör á að kenna okkur í gegnum tíðina hvernig við gerum fæðuval okkar hollara og náttúrulegra. Um daginn áskotnaðist Kollu villtur og þá var fundinn matseðill í bókinni í kringum það. Núna völdum við veislu gleðinnar, kúrbít og papriku í forrétt, kjúkling í aðalrétt og í eftirrétt voru fylltar döðlur. Borðahald hefst alltaf á því að lesin er sagan úr biblíunni sem fylgir matseðlinum. Þetta eru mjög skemmtilegar samverustundir,“ segir Ásdís og bætir við að það sé oft eitthvað öðruvísi gert í boðunum. „Á sunnudaginn fórum við í leik sem ég nota sjálf mjög mikið sem ég kalla „Hvað var skemmtilegast í vikunni eða í dag?“. Þetta er fastur liður þegar ég fæ allt liðið mitt í mat og börnin sjá til þess að leikurinn gleym- ist ekki. Þannig fáum við að heyra af lífi hvert annars og beinum athygl- inni að því sem er ánægjulegt í lífi okkar og við viljum deila. Þetta er góð æfing fyrir allan aldur,“ segir Ásdís sem er Mindfulnesskennari hjá Ham- ingjuhúsinu en hún kennir einnig lífsleikni í Háskóla Íslands. Ásdís segist vera mikill gestgjafi og hefur mikla ánægju af því að hafa fólkið sitt í kringum sig. Hún á svokallað „raclette“, sem er grillpanna sem er stillt á mitt borðið og allir grilla saman mat í sætum sínum; kjöt, grænmeti og fleira. Ásdís mælir með græjunni fyrir skemmtilegar sam- verustundir. Matarklúbburinn nýtur þess að elda saman og gefa sér nægan tíma í eldhúsinu. Dóttir Ásdísar, hún Álfheið- ur, útbýr sódavatnið. MATARBOÐ HJÁ ÁSDÍSI OLSEN Fjallgöngur, skíði og oft matur * Eldamennskantekur oft dálít-inn tíma og krefst smáundirbúnings. Til dæmis var byrj- að að útbúa jógúrt- ostinn daginn áður. Oft er því byrjað að borða svolítið seint en það er ekk- ert verra. ÁSDÍS OLSEN BAUÐ GÓÐUM HÓPI FÓLKS Á HEIMILI SITT Í GARÐABÆ UM SÍÐUSTU HELGI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is JÓGÚRTOSTURINN 2 dósir af lífrænni jógúrt Setjið jógúrtina í grisju og látið dreypa af henni í skál í kæli í um sól- arhring. Þá verður osturinn eftir í grisjunni. FYLLTAR DÖÐLUR Jógúrtosturinn (sjá að ofan) 2 msk. smátt skorinn blaðlaukur börkur af ½ appelsínu salt og pipar eftir smekk 24 ferskar döðlur Blandið blaðlauknum saman við jóg- úrtostinn. Saltið og piprið eftir smekk og rífið börk af hálfri appels- ínu saman við. Best er að nota mjúk- ar döðlur en þá þarf að taka steininn úr þeim. Fyllið döðlurnar með 1-2 tsk. af ostinum. Fallegt er að rífa appelsínubörk yfir áður en rétturinn er borinn fram. Döðlur með jógúrtosti Hjálpast að við að fylla döðl- urnar með jógúrtostinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.