Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 41
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Þ að er ótrúlega auðvelt að upplifa sig sem algeran farþega í mánuði þar sem fullkomna fólkið er á hnef- anum að reyna að framfylgja sín- um ómótstæðilegu háklassa ára- mótaheitum. Þeir sem ætla bara að halda áfram með líf sitt upp- lifa sig sem minnihlutahóp. Að láta sér detta í hug að fara upp úr gömlum hjólförum í svartasta skemmdeginu, frosti, hálku og úrkomu, er ekkert sér- staklega vænleg hugmynd. Fólk myndi aldrei kaupa sér bíl eða hús í þessu myrkri nema hafa séð hvernig það lítur út í dags- birtu. Ein góð vinkona hafði reyndar orð á því að þetta væri algerlega besti tími ársins til að selja lúið dót á bland.is. Aðallega vegna þess að það sæist ekki hvað dótið væri í slæmu ásig- komulagi í öllu myrkrinu … en það er nú önnur saga. September er tíminn til að taka til í tilverunni. Þá eru allir hressir eftir sumarfríið, mögu- lega með nokkrar freknur og blik í augum eftir öll ævintýrin, grillveislurnar og gleðina. Í jan- úar á einhvern veginn enginn breik í það sem hægt er að framkvæma í september. Þegar fólk kvíðir fyrir vís- areikningi jólanna og hugsar ekki skýrt eftir allt hangi- kjötsátið er ekki hægt að bjóða andlegri heilsu upp á að reyna að gera eitt- hvað nýtt, ferskt og spennandi. Meðan á öllum þess- um hamagangi stendur hjá fullkomna fólkinu er mamma alveg í fullri vinnu við að reyna að lifa þennan janúar af án þess að kála sér. Henni létti reyndar stórlega þegar Sigríður Klingen- berg heimsótti hana í vinnuna og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu – þetta væri bara hin óheppilega tunglstaða sem framkallaði glundroðann og til- finningadrungann hjá mannfólk- inu. Hún minntist líka á að þessi tunglstaða gerði okkur sér- staklega þreytt og pirruð. Hún bætti því við að það væri engin ástæða til að örvænta því það yrði næst fullt tungl 3. febrúar og þá færi landið nú aldeilis að rísa. Þangað til mætti fólk bara alveg slaka á. Svo færði hún mömmu hamingjustein sem mun gera það að verkum að ferðum mömmu á rönguna mun vonandi fækka til muna. Það væri líka fínt ef hamingjusteinninn myndi gera það að verkum að mamma færi ekki alltaf grenja ef það er ekki allt eftir hennar höfði (svo- lítið vandræðalegt að verða reglulega eins og fimm ára sem fær ekki nammi í matvörubúð- inni þegar raunaldur er 37 ára). Þá rifjaðist það upp fyrir mömmu að stjörnuspek- ingurinn Susan Miller hafði einmitt minnst á það í sínum spám á astrology zone að janúar myndi ekki gefa tón- inn fyrir 2015. Þetta yrði alveg fínt ár þótt það byrjaði leiðinlega og mannfólkið væri extra mikið á röng- unni. Auðvitað er ekkert að því að leggjast í híði en það skiptir líka máli að halda áfram með líf sitt og hætta ekki að gera það sem fólk er vant að gera dagsdaglega. Það er líka ágætt að minna sig á það hvað færir fólki raunverulega gleði og ánægju. Það er auðvit- að fínt að auka aðeins D- vítamínskammtinn, borða vetr- arlegan mat sem yljar, drekka te og fara mjög mikið í heita pottinn. En það skiptir líka máli að fá hjartað til að slá og hreyfa sig, halda áfram að lyfta heilum hesti í bekkpressunni og dæla í sig grænum drykkjum og svona. Þetta hljómar kannski allt ægilega „boring“ en þá er ágætt að minna sig á það að ef sam- ferðafólkið er skemmtilegt og gefandi þá er allt hægt. Svo má ekki gleyma því að bráðum kemur vor og einhvern tímann kemur vonandi sumar … martamaria@mbl.is Fljótandi D- vítamín frá Now. Að koma í veg fyrir að kála sér … Sigríður Klingenberg segir að allt lagist 3.febrúar. Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Nýir litir Býttaðu á gömlum baukum og frískaðu upp á skipulagið. Þú getur fyllt með bréfaklemmum, perlum og hinu og þessu. Stór kostar 600 kall og báðar minni útgáfurnar kosta 300 kr. stykkið. Allir þrír koma í fjórum litum. Baukabýtti Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Hvern ætlar þú að gleðja í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.