Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 44
Morgunblaðið/Eva Björk Landsliðshópurinn 2015 er samheldinn. Hér eru á ferðinni jákvæðir og traustir strákar. Það að minnst er af frumkvæði og mest af stöðugleika býður ákveðinni hættu heim. Hver er hún? Jú, að landsliðið festist um of í fyrirsjáanlegu og klunna- legu leikskipulagi. Hinn staðfasti (Naut, Ljón, Sporðdreki, Vatnsberi) er traustur og áreið- anlegur í hegðun. En það er til þess að gera auð- velt að reikna hann út. Hann bregður ekki út af vananum. Hann kemur ekki á óvart. Sem sagt, Aron, þú sem landsliðsþjálfari þarft að gæta þess að sveigjanleiki sé til staðar. Þú þarft sömuleiðis að koma með nýjar og óvæntar lausnir þegar við á. Hópurinn sem þú ert með í höndunum hefur tilhneigingu til að festast í kunnuglegu fari. Ef hlutirnir ganga ekki upp, ekki láta liðið hjakka í sama farinu. Vertu snöggur að koma með nýtt skipulag. Leiðtoginn svalur nagli Guðjón Valur Sigurðsson er fæddur 8. ágúst 1979, kl. 23.30, í Reykjavík. Hann er Ljón með Tungl í Vatn- bera og Rísandi í Tví- bura. Hann er orkubolti í 2. veldi og í þokkabót með gífurlegan sprengikraft. Va … búmm eins og eldsprengja yfir völl- inn og boltinn í netinu. Um leið er hann ekkert bullshit náungi; svalur og málefnalegur. Mikill fjölskyldumaður og prívat- maður. Það sem gerir Guðjón Val að þeim snill- ingi sem hann er í handbolta er að hann býr yfir samblandi af styrk og sveigjanlegri snerpu, Ljóni og Tvíbura. Vonarstjarnan hæfi- leikaríkt ljúfmenni Aron Pálmarsson er fæddur 19. júlí 1990. Hann er Krabbi með Tungl í Tvíbura og Mars í Nauti. Aron er rólegur og ljúfur strákur, nokkuð dulur gagnvart ókunnugum, en hress og launstríðinn meðal vina. Hann er hæfi- leikaríkur og býr yfir mikilli seiglu, en getur átt til að vera seinn í gang. Hann þarf því að hita vel upp til að ná orkunni á skrið. Þegar slíkt ger- ist þá fær ekkert stöðvað hann. Landsliðsþjálfarinn samviskusamur pabbi Aron Kristjánsson landliðs- þjálfari er fæddur 14. júlí 1972. Krabbi með Tungl í Meyju. Hann er rólegur og frekar varkár í grunneðli, samviskusamur, duglegur og nákvæmur. Aron er skipulagður og frum- legur í hugsun og mál- tjáningu. Þegar Krabb- inn er stjórnandi þá tekur hann ósjálfrátt að sér pabbahlutverk. Strákarnir okkar verða strákarnir hans. Aron gætir þess að öllum líði vel og hugsi vel um svefn og hvíld, ekki síður en æfingar. ÞEGAR HÓPURINN ER SKOÐAÐUR Í HEILD ÞÁ SÉST AÐ MEIRIHLUTI LANDSLIÐSMANNA ER FÆDDUR AÐ VOR- OG SUMARLAGI. HVORKI MEIRA NÉ MINNA EN 12 AF 17. FRUMEFNABLANDAN ER NOKKUÐ JÖFN. STERKAST ER LOFT, FRUMEFNI SAMSTARFS. FRUMEFNI TILFINNINGA, VATNIÐ, ER VEIKAST. STÖÐUGLEIKI INNAN HÓPSINS ER GÓÐUR. LJÓNIÐ ER RÁÐANDI MERKI. ÞAÐ MÁ ÞVÍ SEGJA AÐ LJÓNIÐ GUÐJÓN VALUR SIGURÐS- SON SÉ ANDLIT LANDSLIÐSINS Í FLEIRI EN EINUM SKILNINGI. Stjörnukort Guðjóns Vals Sigurðssonar Sumarmenn Íslands Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Ljónið (23. júlí til 23. ágúst) Ljónið er yfirleitt hreint og beint í framkomu og falslaust. Það hefur tilhneigingu til að draga að sér athygli og lenda í miðri hringrás atburða. Það sækir oft í störf sem gera það áberandi, eða eru þess eðlis að það verð- ur að þungamiðju umhverfisins. Ljónið er viljasterkt, fast fyrir, stöðugt og ákveðið þegar það hefur á annað borð tekið afstöðu til mála. Það býr yfir sannfæringarkrafti og ágætum stjórnunarhæfileikum. Það er einnig oft á tíðum kraftmikið og stórtækt. Oft taka Ljón sig til og framkvæma það sem aðrir létu sig ekki dreyma um að væri mögulegt. Þess á milli getur Ljónið tekið dugleg letiköst, enda kann það því vel að sleikja sólina og njóta lífsins. q 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 Hrúturinn er hvatvís stríðsmaður. Nautið er seigur varnar- og miðju- maður. Tvíburinn er lipur miðjumað- ur og spildreifari. Krabbinn er út- sjónarsamur varnar- og sóknarmaður. Ljónið er leiðtogi og eldhugi. Meyj- an er vinnuhestur. Vogin er sam- skiptamaður og leikstjórnandi. Sporðdrekinn er varnarmaður og grimmur stríðsmaður. Bogmaður er eldsnöggur sóknarmaður. Stein- geitin er leiðtogi og skipuleggjandi. Vatnsberinn er maður sérverkefna. Fiskurinn er óútreiknanlegur svig- maður. Almennt þegar merkin eru skoðuð þá er mesta snerpan og beinskeytnin í frumkvæðu merkjunum Hrúti, Krabba, Vog og Steingeit. Stöðugu merkin, Naut, Ljón, Sporð- dreki og Vatnsberi, eru föst fyrir og oft á tíðum hálfgerðir klumpar. Þeim er því oft stillt upp í miðju varnar þar sem hart er barist. Breytilegu merkin, Tvíburi, Meyja, Bogmaður og Fiskur, eru sveigjanleg og lipur í hreyfingu og oft sett þar sem þar sem líkamlegrar fimi er krafist, svo sem þegar skjótast þarf fljótt inn af lín- unni og þess háttar. STJÖRNUMERKIN Í ÍÞRÓTTUM Arnór Atlason (St. Raphael), 23. júlí 1984 Bjarki Már Gunnarsson (Aue), 10. ágúst 1988 Guðjón Valur Sigurðsson (Barcelona), 8. ágúst 1979 Sigurbergur Sveinsson (HC Erlangen), 12. ágúst 1987 Aron Kristjánsson, 14. júlí 1972 Alexander Petersson (Rhein-Neckar Löwen), 2. júlí 1980 Aron Pálmarson (THW Kiel), 19. júlí 1990 Björgvin Páll Gústavsson (Die Bergische), 24. maí 1985 Róbert Gunnarsson (Paris Handball), 22. maí 1980 Vignir Svavarsson (HC Midtjylland ApS), 20. júní 1980 Gunnar Steinn Jónsson (Gummersbach), 4. maí 1987 Stefán Rafn Sigurmannsson (R-N Löwen), 19. maí 1990 Arnór Þór Gunnarsson (Die Bergische), 23. október 1987 Kári Kristján Kristjánsson (Valur), 28. október 1984 Ásgeir Örn Hallgrímsson (Nimes), 17. febrúar 1984 Sverre Andreas Jakobsson (Akureyri), 8. febrúar 1977 Aron Rafn Eðvarðsson (Eskilstuna), 1. september 1989 Snorri Steinn Guðjónsson (Selestat Alsace), 17. október 1981 q o n p r s t w STRÁKARNIR OKKAR 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.