Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 49
18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 fólk á okkar aldri og eldra var að fylgjast vel með líka.“ Í gegnum tíðina hefur ekki beinlínis verið snobbað fyrir stráka- eða stelpuböndum í tónlistargeiranum, en stelp- urnar segjast ekki á nokkurn hátt hafa vilj- að breyta ímyndinni eða reyna að ganga í augun á þeim sem hafa á móti þessari teg- und af tónlist. „Við elskuðum sjálfar strákabönd og það var bara stórkostlegt að fá svo að upplifa það að fara á tónleikaferðalag með Westlife og öðrum böndum sem maður hafði fylgst með úr fjarlægð,“ segir Klara og bætir við að hún eigi enn eftir að hitta þann tónlistar- mann sem ekki langi að spila á stappfullum Wembley-leikvanginum! Árið 2006 höfðu stúlkurnar fjórar alfarið flust til Bretlandseyja, þar sem nú var stefnt á landvinninga á einum erfiðasta tón- listarmarkaði heimsins. Hörkuvinna og risatónleikar „Umgjörðin í kringum okkur úti var mjög góð strax frá fyrsta degi. Teymið var flott og hlutirnir voru í lagi. Við vorum langt frá því að vera ríkar, en okkur var búið þannig umhverfi að við gátum lifað af tónlistinni. Við bjuggum fyrsta árið aðallega á annars flokks hótelum og í rútu, en bara það að geta lifað af tónlistinni var algjörlega frá- bært,“ segir Steinunn. Ólíkt því sem margir sjá fyrir sér er líf langflestra tónlistarmanna langt frá því að vera uppfullt af glamúr og gengur miklu frekar út á mikinn aga og dugnað. A: „Við vorum á sama tíma og við vorum í tónleikaferðalagi á svokölluðum „School to- ur“, til að reyna að byggja upp markhóp ungra aðdáenda, þannig að við vöknuðum fyrir allar aldir til að setja á okkur kvöld- farðann og fórum svo í breska grunnskóla og sungum og dönsuðum.“ S: „Svo komu spurningar á eftir, þaðan fórum við oftar en ekki beint á útvarps- stöðvar og ef það var ekki tónleikaferðalag í gangi fóru kvöldin í ,,gigg“ á smærri stöð- um. Svona gekk þetta dag eftir dag og þetta var frá fyrsta degi brjáluð vinna og ekki al- veg sami glamúrinn og margir halda. Við sáum strax að það væri lítill tími fyrir djamm eða vitleysu ef dæmið ætti að ganga upp og ég held ég geti með góðri samvisku sagt að við höfum allar verið gríðarlega ein- beittar frá fyrsta degi.“ K: „Það var svo margt á þessu tímabili sem fékk mann til að sjá í fyrsta skipti fyrir alvöru hvað það væri að vera tónlistarmaður á stærri markaði. Við fórum til dæmis fljót- lega eftir að við komum til Bretlands inn á eina útvarpsstöð sem var heil bygging á stærð við turninn í Smáralind, en þjónaði samt bara litlum landshluta. Sama daginn fór maður kannski á fimm til tíu svona út- varpsstöðvar bara í þessum tiltekna lands- hluta. Þetta er töluvert annað en að fara bara á milli herbergja í Skaftahlíðinni með tónlistina sína.“ Á árunum 2006 og 2007 gekk stúlkunum í Nylon vel í Bretlandi. Þær spiluðu til að mynda margoft á Wembley sem upphit- unarband fyrir stærri sveitir og stigu á svið fyrir framan tíu til tuttugu þúsund manns kvöld eftir kvöld. Þær fór í allar helstu borgir í Englandi, Skotlandi og Írlandi og þær segjast að mörgu leyti hafa upplifað stóran hluta æskudrauma sinna í tónlist á þessu tímabili. Stærri hlutir virtust á næsta leiti. A: „Þegar Losing a Friend og Sweet Dreams komu út leið okkur eins og við vær- um að fara að meika það. Enda fór Sweet Dreams í efsta sæti á danslistanum í Bret- landi.“ En þegar stutt er í stóra tækifærið má *Þær eru allar sam-mála um að það hafiverið algjört lykilatriði að hafa hann sér við hlið þegar þær urðu á einni nóttu frægustu stelpur á Íslandi, án þess að hafa neina hugmynd um hvað slíkt hefði í för með sér. Morgunblaðið/Kristinn „Við erum búnar að vera svo rosalega nánar í það langan tíma að það er hreinlega mjög erfitt að hugsa til þess að þetta muni enda,“ segir Steinunn um náinn vinskap stelpnanna. „Ef við myndum flytja í sundur væri það bara eins og að slíta sambúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.