Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 51
draumnum eitt tækifæri í viðbót. „Ég mun aldrei gleyma tilfinningunni þegar við kom- um til baka út í janúar 2011. Okkur leið eins og við værum aleinar í heiminum og tækni- lega séð vorum við ekki með neitt í hönd- unum þrátt fyrir alla þessa vinnu. En við komum okkur fljótt á fætur á ný og snerum bökum saman. Við höfðum samband við alla sem við höfðum unnið með þarna úti, fórum á fundi út um allt og enduðum loks með nýj- an umboðsmann, Darryl Farmer,“ segir Steinunn. „Þarna vorum við komnar í fýlu út í allt og alla og í hálfgerðum uppreisnarham gáf- um við meðal annars út lagið Monster, eat me, sem olli miklu fjaðrafoki hérna heima. Við vissum alveg hvað við vorum að gera og höfðum eiginlega bara gaman af því að hneyksla. En eftir á að hyggja skiljum við alveg að þetta hafi farið öfugt ofan í ein- hverja,“ segir Klara og hlær. Þær eru þó allar sammála um að þetta hafi verið skemmtilegt tímabil, þar sem þær unnu meðal annars með teyminu Stopwaitgo sem þær segja að hafi verið eins og bræður sínir alla tíð síðan. Hættar sem The Charlies Segja má að frá síðari hluta árs 2012 hafi margt breyst. Klöru bauðst að taka þátt í Eurovision árið 2013, sem var í fyrsta skipti sem einhver þeirra hafði unnið ein allan þennan tíma. Á svipuðum tíma féll faðir Ölmu frá og við tók tímabil sem reyndi mik- ið á þær allar sem einstaklinga, vinkonur og samstarfsfélaga. Frá árinu 2013 hefur stefnt í endalok stúlknabandsins The Charlies, þó að það sé ekki fyrr en nú fyrst sem ákvörðunin liggur endanlega fyrir. Þær hafa ákveðið að ljúka því tímabili formlega, en munu þó allar vinna áfram í tónlist og halda áfram að búa saman. Eins segja þær nánast sjálfgefið að þær muni að einhverju marki starfa saman að verkefnum þegar þar að kemur. S: „Það er töluvert síðan við áttuðum okk- ur á því að hæfileikar okkar liggja á ólíkum sviðum, þó að þeir skarist líka. Allt þetta margra ára ferli hefur skerpt á því. Ég hef lengi fundið að mig langar mest að vinna að því að koma tónlist á framfæri og er að fara að stofna fyrirtæki með Soffíu Kristínu Jónsdóttur. Fyrirtækið mun heita Iceland Sync og mun meðal annars sérhæfa sig í að koma íslensku efni til Bandaríkjanna. Við erum þegar byrjaðar að vinna með nokkrum listamönnum, en það þarf varla að taka það fram að ég mun að sjálfsögðu vilja vinna með Ölmu og Klöru í að koma þeirra efni á framfæri.“ A: „Ég vil einbeita mér að því að semja tónlist fyrir aðra, en mun líka syngja eitt- hvað sjálf. Hluti af því verður tónlist sem verður væntanlega ólík því sem við höfum gert saman, en það verður að fá að koma dálítið í ljós með tímanum.“ K: „Ég mun fyrst og fremst halda áfram að syngja og er komin með drög að plötu, sem ég vona að Íslendingar fái að heyra fyrstir von bráðar.“ ,,En við munum áfram búa saman og verða ráðgjafar hver annarrar á öllum svið- um. Svo eigum við auðvitað hund saman líka, þannig að þetta er alls ekki hjónaskiln- aður,“ segir Alma og uppsker hlátur fyrir. Margir kynnu að líta svo á að það sem þær Alma, Steinunn og Klara lögðu af stað með hafi ekki gengið upp og því hljóti von- brigði þeirra að vera mikil. En það þarf ekki langan tíma með þeim stöllum til að átta sig á að þær líta hlutina allt öðrum augum. Ferðalagið er stóri sigurinn „Það væri auðvitað hægt að horfa á þetta út frá einhverju endatakmarki sem ekki hafi orðið að veruleika, en fyrir okkur hefur þetta fyrst og fremst verið stórkostlegt ferðalag og er enn. Við erum búnar að halda okkur á floti í tæp 5 ár í borg sem er senni- lega sú erfiðasta í heimi fyrir listamenn og við missum aldrei sjónar á því að það er stórsigur í sjálfu sér. Við höfum búið þrjár saman í pínulítilli íbúð allan þennan tíma og vinskapurinn hefur styrkst gríðarlega á þessum árum,“ segir Steinunn og Alma tek- ur undir: „Við erum alls ekki búnar að fá nóg eða orðnar saddar. Okkur langar að halda þessu ævintýri áfram, þó að þessum hluta af því sé lokið. Þetta er lífið sem við viljum og við ætlum að halda því áfram á meðan það er það sem við viljum.“ Þær segjast verða varar við það þegar þær komi heim til Íslands að mörgum finn- ist þær eiga að fara að eignast börn, fara í vinnu eða fara að læra. ,,Læra hvað“??, seg- ir Klara með áherslu og bætir við: ,,Þetta er vinnan mín, námið mitt og það sem mig hef- ur alltaf dreymt að gera. Mér hefur alltaf fundist þessi hugmynd um að skilgreina hlutina út frá „meiki“ skrýtin. Ég hef gert allt það sem mig dreymdi um að gera sem lítil stelpa og meira til. Ef ég hefði sagt 12 ára Klöru hvað hún ætti eftir að upplifa, hvað hún ætti eftir að læra og hvar hún ætti eftir að búa hefði hún brosað allan hringinn! En þó að þær séu alls ekki komnar að endalokum Kaliforníu-ævintýrisins, vita þær allar að það mun ekki vara að eilífu. „Við erum búnar að vera svo rosalega nánar í það langan tíma að það er hreinlega mjög erfitt að hugsa til þess að þetta muni enda. Ef við myndum flytja í sundur væri það bara eins og að slíta sambúð. Tala nú ekki um að hætta að starfa saman á sama tíma. Við erum eiginlega búnar að vera í sleepover hjá hver annarri í 8 ár,“ segir Steinunn brosandi og bætir við: „Það sem segir mest er að þó að við séum að hætta sem band viljum við samt starfa saman áfram. Það segir eiginlega allt um hvað okk- ur líkar vel við hver aðra. Alma og Klara eru og verða mínir helstu ráðgjafar í lífinu.“ Klara tekur undir þetta: „Ég er núna í fyrsta skipti fyrir alvöru að fara að gefa út lög ein. Ég er auðvitað hrædd við það að mörgu leyti og þá eru þær mínir bestu ráð- gjafar sem er ómetanlegt að hafa sér við hlið.“ Rétt að lokum spyr ég þær út í það hvernig þeim líki að koma heim um jólin og hvort þær sjái Ísland í öðru ljósi eftir að hafa búið svo lengi erlendis. ,,Það er kalt,“ segir Steinunn og hlær, en bætir svo við að auðvitað jafnist fátt á við að fá að vera í faðmi fjölskyldunnar. „En við söknum þess allar að finna ís- lenskt sumar. Fjarlægðin er það mikil að við höfum bara komið einu sinni á ári síðan við fluttum og þá verður þessi árstími fyrir val- inu. En ég held að við séum allar að hugsa um að koma að sumri til næst,“ segir Klara. ,,En það góða við að koma um jólin er að maður nær að hitta alla og það er annars konar stemning yfir öllu,“ bætir Alma við. „Við vitum að við munum ekki búa í Los Angeles að eilífu, en samt er ég alls ekki viss um að ég vilji setjast aftur að á Íslandi strax og ég veit að stelpunum líður eins með það. En við erum auðvitað á allt öðrum stað en þegar við bjuggum hér síðast og það hef- ur mjög margt breyst. Ég held að við séum allar sammála um að okkur líði pínulítið eins og gestum í eigin landi,“ segir Steinunn og Klara grípur boltann á lofti: „Fólk sem ekki þekkir okkur heldur eflaust að við séum töluvert öðruvísi en við erum í raun, því að það þekkir okkur af því sem við vorum að gera 18 og 19 ára gamlar. ,,Þú ert allt öðru- vísi en ég hélt,“ er setning sem við heyrum oft. En það er bara skemmtilegt.“ * Fólk sem ekki þekkirokkur heldur eflaustað við séum töluvert öðruvísi en við erum í raun, því að það þekkir okkur af því sem við vorum að gera 18 og 19 ára gamlar. Steinunn, Emilía, Klara og Alma urðu á einni nóttu frægustu stelpur á Íslandi og héldu í kjölfarið síðan út í hinn stóra heim sem átti eftir að umturna lífi þeirra. Morgunblaðið/Ernir Þrjár konur tóku höndum saman og gáfu út sögu hljómsveitarinnar, Dröfn Þórisdóttir, útgef- andi hjá Vöku-Helgafelli, Marta María Jónasdóttir, blaðamaður skrifaði bókina um Nylon og Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði útlit Nylon-bókarinnar. Morgunblaðið/Frikki Stelpurnar sungu nokkur lög til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna árið 2008. Uppselt var á tónleikana, og rann allur aðgangseyrir, um þrjár milljónir króna, til styrktarfélagsins. Emilía hvarf frá hljómsveitinni eftir ævintýrið í Bretlandi og eftir urðu þrjár. Þegar hurð opnaðist að tónlistarheiminum í Bandaríkjunum ákvað tríóið að heita The Charlies. 18.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.