Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 52
Viskígerð | 2. hluti 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.1. 2015 F yrir viku birtist hér í blaðinu grein um heim- sókn undirritaðs til skosku viskígerðarinnar Bruichladdich á eyjunni Islay sem liggur undan vest- urströnd Skotlands. Þar var stiklað á stóru í sögu fyrirtækisins og helstu vörðurnar á vegi þess rakt- ar. Í seinni greininni um ferðina til Islay verður farið yfir hinn eig- inlega tilgang ferðarinnar – að fylgja eftir hönnuðinum Sruli Recht, sem hefur um árabil búið og starfað á Íslandi sem fata- og vöruhönnuður. Meðal hans nýjustu verka er hönnun á nýrri gerð af viskíglasi – betra viskíglasi – og því lá leiðin til Islay. Þar hittum við fyrir bruggmeistarann Jim McEwan, sem er höfundur hinna ýmsu afurða Bruichladdich. Sem „master distiller“ er það kunnátta hans sem segir til um hvernig fara skuli að við „hina fljótandi gull- gerðarlist“, kúnstina sem getur af sér hinar mögnuðu viskígerðir sem hafa skapað Bruichladdich ríka sérstöðu hin seinni ár og orðið þess valdandi að húsið hefur marg- oft verið valið „Distillery of the Year“ á undanförnum árum. Það er því óhætt að segja að allt hafi verið lagt undir með því að bera hönnun glassins undir Jim. Hann er eldri en tvævetur í brans- anum, hefur unnið við viskígerð í 53 ár og er með réttu nefndur goð- sögn í faginu. Það má því bóka að umsögn hans er gulls ígildi þegar viskí er annars vegar og ekki laust við spennu í gestunum þegar til Islay er komið. Við blasir að svar Jim verður afdráttarlaust enda er hann fagmaður sem á fáa sína líka þegar viskígerð er annars vegar. Að búa til betra viskíglas ÞAÐ ER KUNNARA EN FRÁ ÞURFI AÐ SEGJA AÐ TIL AÐ NJÓTA GÓÐRA VEIGA ER RÉTTA GLASIÐ LYKILATRIÐI. ÞETTA Á VIÐ UM BJÓR, LÉTTVÍN OG SÍÐAST EN EKKI SÍST STERKA DRYKKI EINS OG VISKÍ. EINHVERJIR KUNNA AÐ HALDA AÐ EKKERT SÉ NÝTT UNDIR SÓLINNI Í ÞEIM FRÆÐUM EN VITI MENN, JAFNVEL FAGMENN MEÐ HÁLFRAR ALDAR REYNSLU GETA REKIST Á EITTHVAÐ NÝTT – OG BETRA. Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Markmið þessa hönnunarverkefnis var að finna út hvernig ég gæti látið tumbler fara með viskí eins og smökkunarglas, eða þá að láta smökkunarglas líta út eins og tumbler. Hver sem lausnin væri þá yrði fólk að geta dreypt á viskíinu og notið bragðeiginleika þess til fulls um leið og það horfir á fólkið í kringum sig og nýtur félagsskaparins,“ segir Sruli Recht um viskíglasið sem hann hefur þróað. Ljósmynd/Raphael Recht Jim McEwan, sem er maðurinn á bak við viskígerðina hjá Bruic- hlhaddich, er með þekktustu og virtustu einstaklingunum á sínu sviði. Hann starfaði um árabil hjá Bowmore en leist vel á hug- myndir nýs eiganda Bruic- hladdich um síðustu aldamót, hins enska Marks Reynier, og gekk þá til liðs við Bruichladdich. Orð Jims hafa gríðarlega vigt í heimi viskísins og ferðast hann talsvert til að sinna fyrirlestr- arhaldi og stýra viskísmökkunum. Komast þar jafnan færri að en vilja. Í ljósi þessa má segja að ekki var ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur með því að láta Jim prófa glasið sem Sruli hannaði. Það gerir niðurstöðuna þeim mun eftirtektarverðari – ekki síst af því hann hafði sínar efasemdir þegar verkefninu var ýtt úr vör. „Þegar ég prófaði glösin leitaði ég að þeirri útfærslu sem myndi fá viskíið til að ljóma öðrum fremur; glasinu sem myndi undir- strika alla bragðtónana sem í því búa. Í glasinu sem ég valdi komu bragðtónarnir ríkulegar fram en í hinum,“ útskýrir Jim, spurður um prófunina á glösunum tuttugu sem Sruli hannaði. „Ilmurinn var mildari og skýr- ari, bragðið meira.“ „Hvernig ferðu eiginlega að því að finna muninn og leggja hann á minnið frá einu glasi til annars?“ skýtur Sruli inn í, gáttaður nokk á skilningarvitum viskímeistarans. „Ég hef verið í þessu í langan tíma,“ svarar Jim að bragði, kankvís á svip. „Þetta glas leysir úr læðingi bragðtón sem ég veit að er til staðar í viskíinu [þar á hann við grunngerðina frá Bruichladdich, The Classic Laddie] en fæ satt að segja ekki fram með smökk- unarglasinu sem ég nota alla jafna.“ Menn bíða spenntir. Hvaða bragðtónn er það eiginlega? „Kókoshnetukeimur,“ svarar Jim að bragði og hnusar aftur af vökvanum. „Glasið sem ég nota allajafna er í raun í ætt við sérrístaup, bara stærra, með heldur þröngu opi. Það veldur því að uppgufunin skýst heldur rausnarlega upp að vitunum þegar prófað er og gerir ilminn svolítið eldfiman. Þetta glas heldur ilmtónunum saman um leið og þeir fá að njóta sín til fulls, auk þess sem sveigjan á Með þeim virtustu innan viskíheimsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.