Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.01.2015, Blaðsíða 64
SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2015 Í vikunni hóf Ríkissjónvarpið sýningar á nýrri sex þátta röð sem ber nafnið Ferð til fjár. Í þáttunum er fjallað um fjármál og hagfræði á óvenjulegan hátt, með það að markmiði að bæta fjármálalæsi landsmanna. Fylgst er með venjulegu fólki takast á við fjármál sín og einnig eru gerðar atferlistilraunir sem hjálpa okkur að skilja betur hvernig við hegðum okkur í sambandi við peninga. Helgi Seljan er umsjónarmaður þáttanna og honum til halds og trausts í gegnum þættina er Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, sem gerir sitt besta til að útskýra fyr- ir Helga hugtök og líkön hagfræðinnar, oft á óhefðbundinn hátt. Einnig koma við sögu sérfræðingar, fréttamenn, eyðsluklær, sparibaukar, landnámsmenn og fjölmargir aðrir sem Helgi leitar uppi. Handritshöfundar eru Breki Karlsson, Baldvin Z og Steinunn Þórhallsdóttir og leikstjórar Baldvin Z og Arnór P. Arnarson. Spurður hvers vegna þörf sé á þætti sem þessum segir Breki allar rannsóknir sýna að fjármálalæsi Íslendinga sé verulega ábótavant. Sjálfur rannsakaði hann málið fyrir nokkrum árum og er nú að vinna úr nýrri rannsókn. Nið- urstöður úr henni eru væntanlegar í maí. „Það falla öll vötn til Dýrafjarðar í þessum efnum. Við getum bætt okkur verulega,“ segir Breki. Hann segir þekkingu okkar á fjármálum á pari við þekkingu þeirra þjóða sem við viljum helst bera okkur saman við en munurinn felist í viðhorfinu. „Því þurfum við að breyta og það erum við að reyna að gera með þessum þáttum. Sýna Íslendingum að fjármál þurfa ekki að vera leiðinleg!“ Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg FERÐ TIL FJÁR Í RÍKISSJÓNVARPINU „Fjármál þurfa ekki að vera leiðinleg!“ Þungu fargi var af íslensku þjóð- inni létt þegar leitarflugvél banda- ríska hersins fann togarann Úran- us úr Reykjavík á Nýfundna- landsmiðum um miðjan janúar 1960 en ekkert samband hafði ver- ið við skipið í þrjá sólarhringa. Úr- anus var ólaskaður og áhöfnin, 28 manns, heil á húfi en fjarskipta- búnaður hafði bilað og togarinn fyrir vikið ekki getað látið af sér vita. Meðal þeirra sem fögnuðu tíð- indunum voru Ólafur Björnsson, loftskeytamaður á Úranusi, en hann fór ekki þennan túr. Sama dag hafði birst í Morgunblaðinu viðtal við Ólaf þar sem hann sagði það bjargfasta trú sína að Úranus væri óhultur. Blaðamaður Morg- unblaðsins hitti Ólaf að máli þegar hann var að lesa fyrstu fréttir um málið í fréttaglugga Morgunblaðs- ins í Aðalstræti og notaði tækifær- ið til að spyrja hann nánar út í hugboðið. „Það var bara af því, að ég þekki skipið og áhöfnina og vissi að það var undir góðri stjórn,“ sagði Ólafur. „Auk þess var þetta mín tilfinning – að ekkert væri að. Ég veit ekki af hverju en ég vissi samt, að skipið var ofan sjávar.“ GAMLA FRÉTTIN Úranus fundinn Ólafur Björnsson var einn fyrsti maðurinn til að lesa gleðifréttina um fund Úranusar í fréttaglugga Morgunblaðsins í janúar 1960, mbl.is þess tíma. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÞRÍFARAR VIKUNNAR Jade, „Kool Kat“ Bratz-dúkka Kolbrún Pálína Helgadóttir fjölmiðlakona Angelina Jolie kvikmyndaleikkona ILVA.DK ÚTSALA 25-50% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 1.Musco-púði.50x50cm. Akrýl. 5.995kr. Nú4.495kr.2. Origami-púði.40x40cm.Ull. 2.995kr. Nú2.195kr.3.Need love-púði.40x60cm.Ull/bómull. 6.995kr. Nú5.195kr. Mikið úrval af púðum 1 2 3 Stærð. 35-39eða40-43. 3.995kr. Nú2.995kr. Arctic-dúnsokkar SPARAÐU 1.000 Bollimeð39mismunandi stöfum. H7,5 cm. 1.395kr. Nú895kr. Alphabq-bolli SPARAÐU 500 Sófaborð, þrjú borð í setti. 120 x60 cm. Eik. 69.900kr. Nú49.900kr. Cornus-sófaborð Legubekkur + tveggja sæta sófi. Grátt áklæði úr 50%pólýester, 44%akrýl og6%ull. L 271 xD161cm. 299.900kr. Nú219.900kr. Kingston-sófi SPARAÐU 80.000 Kingston-sófi 219.900 Þriggja sæta sófi blár eðagrár. Áklæði úr 100% endurunnumbómull. L 204 cm. 169.900kr. Nú124.900kr. Nelly-sófi SPARAÐU 45.000 SPARAÐU 20.000 SPARAÐU 25% AF ÖLLUM PÚÐUM SPARAÐU Wood-arinn 14.90010.000 Antíkbæsaður arinn. 113 x137cm. 24.900kr. Nú14.900kr. Wood-arinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.