Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 6
* Þú átt þitt einkalíf. Ef einhver tekur það af þér er þaðþjófnaður rétt eins og þjófnaður eigna.Max Mosley fór í herferð fyrir friðhelgi einkalífsins eftir að blaðið News of The World birti myndir af honum í kynsvalli. Hann fór í mál og sigraði. Alþjóðamál KARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 HEIMURINN GE fram gögn rannsókn á 1994 þar s viðskiptum við Íra Lögregla telur sennil sjálfsmorð, en Cristin segist sannfærð um a bendla stjórn sína v NÝ Tígrisdýrum á In hefur fjölgað um 30% frá 2010 samkvæmt talningu, sem gerð var tá liðnu ári. Fleiri verðir h ðnir til að fylgjas með tígrunum, eftirlit m verndarsvæðum þeirra efur verið aukið og flutt til. Annars íu eiga tAsstaðar í g að sækja vegna naf ar oveiðiþjó ni þeirra SKDONET ínu.Átök ágerast í austurhluta Ú úr röðum aðskilnaðarsinnaaUppreisn Donetsk undir sig. 13 mvölögðu flug l strætisvagnabiðstöðenétu lífið í spr ganga ásakanir um ábyrgð á víxl. Rússar hafna fullyrðing enkós aki þátt í átökunum á svæðallt að níu þúsund rús SJA JAD ENN tók frum í rát ðnni o Haram þegar hann vað ns til að berjast v vígam efur aðalbækisstö t þúsundir man ul Biya,Tsjrún ðirr h Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, lýsti yfir stríði á hendur netglæpum í stefnu- ræðu sinni á þriðjudag. „Engin erlend þjóð, enginn hakkari ætti að geta lokað netkerfum okkar, stolið viðskiptaleyndar- málum okkar eða ráðist inn í einkalíf fjölskyldna okkar, sér- staklega barna,“ sagði hann. Þessi barátta krefst eftirlits, sem getur skarast við friðhelgi einkalífsins, eins og talsmaður Obama sagði eftir að Banda- ríkjaforseti hafði rætt þessi mál við David Cameron, for- sætisráðherra Bretlands. Tals- maðurinn sagði að stjórnvöld og öryggisstofnanir þyrftu aðgang að upp- lýsingum til að vernda borgarana: „Um leið er mikilvægt að stjórnvöld verndi einkalíf borgaranna.“ Nokkuð er síðan byrjað varað boða endalok einkalífs-ins. Um aldamótin komu út tvær bækur með nokkurra mán- aða millibili, sem hétu The End of Privacy. Fréttir staðfesta að við bú- um í eftirlitssamfélagi. Stjórnvöld fylgjast með og leyniþjónustur sanka að sér upplýsingum eins og ryksugur í þeirra umboði, en þau eru ekki ein um hituna. Fjölmiðlar og fyrirtæki nota upplýsinga- tæknina og félagsvefir, sem millj- ónir manna nýta sér af fúsum og frjálsum vilja, nota flóknar stærð- fræðijöfnur til að kortleggja not- endurna. Litlir drónar taka lífsýni Þessi mál voru til umræðu á efna- hagsráðstefnunni í Davos í Sviss í liðinni viku. Þar lýstu fræðimenn við Harvard-háskóla í Bandaríkj- unum því yfir að í raun væri hug- myndin um friðhelgi einkalífsins nú þegar dauð. Umræðunum var lýst í frétt frá frönsku fréttaþjónustunni AFP og er sýninni, sem þar kom fram, lýst sem „skelfilegri“ af höf- undi, Richard Carter. Hér er byggt á frásögn hans. „Velkominn til dagsins í dag. Við erum þegar í þessum heimi,“ sagði Margo Seltzer, prófessor í tölvuvís- indum við Harvard, og bætti við: „Friðhelgi einkalífs eins og við þekktum hana hér áður fyrr er ekki lengur möguleg … Okkar viðtekna hugmynd um einkalíf er dauð.“ Sophia Roosth, dósent við Har- vard, sagði að „óhjákvæmilegt“ væri að erfðafræðilegar upplýsingar einstaklinga yrðu í vaxandi mæli al- menningseign. Hún sagði að nú þegar væri farið að fela njósnurum það verkefni að safna erfðafræðileg- um upplýsingum um erlenda leið- toga til að komast að því hvort þeir væru veikir fyrir tilteknum sjúk- dómum og hverjar lífslíkur þeirra væru. „Við erum við upphaf tíma erfða- fræðilegs McCarthyisma,“ sagði hún og vísaði til kommúnistaveiða í Bandaríkjunum á sjötta áratug 20. aldar. Seltzer kvaðst sjá fyrir sér heim þar sem litlir drónar á stærð við moskítóflugur flygju um og tækju lífsýni úr einstaklingum, til dæmis fyrir stjórnvöld eða trygg- ingafélög, og spáði því að innrásir í einkalífið ættu eftir að verða mun algeng- ari en nú. „Þetta snýst ekki um hvort það muni ger- ast, það hefur þegar gerst … Við lifum nú þegar í eftir- litssamfélagi.“ Stjórnmálafræð- ingurinn Joseph Nye, sem einnig kennir við Harvard, ræddi dulkóð- un samskipta og þá hugmynd að setja reglur, sem tryggja að stjórn- völd geti alltaf skoðað jafnvel dul- kóðuð skilaboð í þágu þjóðarör- yggis. Bakdyr fyrir eftirlit „Ríkisstjórnir tala um að setja bak- dyr á samskipti þannig að hryðju- verkamenn geti ekki átt samskipti án þess að hægt sé að njósna um þá,“ sagði Nye við áheyrendur sína. „Vandinn er sá að ef ríkisstjórnir geta gert það geta vondu mennirnir gert það líka. Hvort hafið þið meiri áhyggjur af stóra bróður eða mein- fýsna litla frændanum?“ Í frásögn AFP af fundinum lögðu frummælendur þó áherslu á að hin- ar jákvæðu hliðar tækninnar vægju mun þyngra en þær neikvæðu. Benti Seltzer á að rétt eins og hægt væri að nota litla dróna til að njósna um fólk mætti senda þá inn á ebóludeild sjúkrahúss til að „eyða sýklunum“. „Tæknin er til staðar, það er undir okkur komið hvernig við notum hana,“ sagði hún. Í Davos var einnig fjallað um gervigreind þar sem frummælendur virtust hafa sætt sig við að takmörk á einkalífið væri hluti þess að vera til á okkar tímum. Anthony Goldbloom, ungur tæknifrumkvöð- ull, sagði að það sem hann kallaði „Google-kynslóðina“ legði mun minni áherslu á friðhelgi síns einka- lífs en kynslóðirnar á undan. „Ég skipti á friðhelgi einkalífsins fyrir þægindi. Einkalífið veldur mér ekki áhyggjum,“ sagði hann. „Síðan hegðar fólk sér oft betur þegar það hefur á tilfinningunni að fylgst sé með því.“ Í gömlum skáldsögum var eftir- litsríkið notað til að leggja fram hryllingssýn um framtíðina. Í bók Daves Eggers, The Circle, er einkalíf úr sögunni í Bandaríkj- unum og risastórt fjölmiðlafyrirtæki er með alla þræði í hendi sér. „Leyndarmál eru lygar, að deila er umhyggja og einkalíf er þjófnaður,“ er kjörorðið. Komið að endalokum einkalífsins? NÚTÍMATÆKNI SÆKIR AÐ EINKALÍFINU OG FRIÐHELGI ÞESS. HVERSU LANGT MEGA STJÓRNVÖLD OG FYRIRTÆKI GANGA Í AÐ FYLGJAST MEÐ ALMENNINGI OG KORT- LEGGJA HEGÐUN HANS? Barack Obama. ÖRYGGI OG EINKALÍF Lítill dróni á tæknisýningu í Las Vegas. Því er spáð að brátt verði drónar á stærð við moskítóflugur komnir á kreik og muni til dæmis geta safnað lífsýnum fyrir njósnastofnanir án þess að fólk verði þess vart. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.