Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 17
*Við viljum minnaá safnið semskapandi stað þar sem fjölskyldur geta eytt samverustundum. að því að bjóða skólakerfið og fjölskyldufólk velkomið. Við viljum minna á safnið sem skapandi stað þar sem fjölskyldur geta eytt samverustundum, hér er hægt að gera eitthvað spennandi og skemmtilegt saman,“ segir Kristín Dagmar. Hægt er að sækja sýninguna á afgreiðslutíma safnsins og taka þátt í vinnustofum. Í dag, laug- ardag, verður hins vegar sér- stakur fjölskyldudagur sem hefst kl. 14 og verður því mikið um að vera og eru allir velkomnir. Frítt er inn fyrir þátttakendur í vinnu- smiðjum. Nemendur frá leikskól- anum Tröllahlíð heimsóttu Gerðarsafn í vikunni og létu sitt ekki eftir liggja. Morgunblaðið/Þórður 25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Ótal rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að bóklestur gagnast börnum á öllum aldri. Fyrir börn sem ekki eru læs ætti að lesa á hverjum degi. Fyrir þau sem eru læs er líka ástæða til að lesa, enda getur bóklestur foreldra og barna verið mikil gæðastund. Svo geta börnin með tím- anum farið að lesa fyrir foreldrana og fjölskyldan rætt saman um efnið sem lesið er. Börn vilja bóklestur*Skoppandi sæbjúgu!Sebastian vinnu þegar mínir menn vakna. Það gerir helgar-morgunverðina enn betri. Þá er gerður smoothie og ef til vill hent í pönnsur, egg, beikon og með því! Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Bækur eru í miklu uppáhaldi hjá öllum meðlimum fjölskyldunnar, við lesum mikið og litum. Gítarinn er oft tekinn upp og svo er orgelið sem við vorum að eignast í miklu uppáhaldi hjá þeim feðgum. Eins og flestir foreldrar 16 mánaða gríslings vita þá er stanslaust fjör, við setjum upp tjaldbúðir í stof- unni, höldum dansiball, svo er rosa sport að tæma alla skápa á heim- ilinu. Ef það er dægrastytting að raða í skápa þá er það klárlega eitt af því sem ég, mamman á heimil- inu, geri mikið af þessa dagana. Ný rannsókn sem vísindamenn við Rochester háskólann í New York gerðu sýnir fram á ýmsa kosti við það að leggja sér fisk til munns á meðgöngu. Omega-3 fitusýrur í fiskn- um vinna gegn mögulegum áhrifum kvikasilfurs sem gjarnan finnast í úthafsfiski. Niðurstöðurnar byggjast á upplýsingum sem safnað hefur verið í um þrjá áratugi um barnshafandi konur á Seychelleseyjum í Indlandshafi. Konur sem búa á eyjunum borða að meðaltali allt að 12 skammta af fisk á viku en um 1.500 konur og börn þeirra voru skoðuð. Vísindamenn komust að því að barnshafandi konur sem átu mikið af fiski á meðgöngu fæddu heilbrigð- ari börn en aðrar barnshafandi konur sem höfðu of mikið magn af omega-6 fitusýrum í líkama sínum sem er skaðleg fitusýra ein og sér og finnst aðallega í kjöti og matarolíu. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að omega-3 fitusýrurnar hjálpa til við betri málþroska og samskiptahæfni nýbura. NÝ RANNSÓKN SÝNIR FRAM Á KOSTI ÞESS AÐ BORÐA FISK Gott að borða fisk á meðgöngu Samkvæmt rannsókninni er fiskur barnshafandi konum allra meina bót. Neutral þvottaduft er orðið enn umhverfisvænna en áður. Við erum búin að þjappa því saman svo að nú þarftu minna magn fyrir sömu virkni. Áherslur okkar eru á umhverfið og þig og því leitumst við stöðugt við að búa til betri vöru sem þú getur notað áhyggjulaus. • minni skammtur í hvern þvott • minni orkunotkun við framleiðslu • minni umhverfismengun • nýr og léttari pakki SÉRSTAKLEGA ÞRÓAÐ FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ ÍS LE N SK A/ SI A. IS N AT 70 70 9 01 /1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.