Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 24
E ygló Egilsdóttir starfar sem jógakennari og líkams- ræktarþjálfari en er líka viðskiptafræðingur. „Ég útskrifaðist árið 2006 og fór að vinna í banka eins og eiginlega all- ir á þessum tíma,“ segir Eygló og bætir við að hún hafi „náð aðeins í skottið á góðærinu“. Hrunið og „kannski smá ástar- sorg“ ýtti henni í að hugsa sinn gang. Hún fór í jógakennaranám í janúar árið 2009 hjá Guðjóni Berg- mann og „fann frið“ í því. Hún ætlaði sér ekki í fyrstu að fara að kenna. „Mig langaði að læra meira um jóga. Ég var ný- byrjuð að stunda það sjálf og fannst það svo rosalega gott. Þetta er eini tíminn sem ég komst úr hringiðunni því það var brjálað að gera í bankanum. Manni var held- ur ekki alls staðar vel tekið sem bankastarfsmanni þótt maður hafi bara verið óbreyttur.“ Hún segir jógað hafa komið til sín á réttum tíma. Hún hélt áfram að vinna í bankanum en byrjaði fljótlega að kenna með. Það vatt upp á sig. „Ég hætti í bankanum til að fara í áframhaldandi nám, skráði mig í íþróttafræði í HR en hætti þar. Þá stóð ég aftur á tíma- mótum. Ég var ennþá að kenna jóga, það er minn grunnur og ég ákvað að byggja aðeins ofan á hann. Ég fór í ferðalag til Taílands og lærði jóganudd og fór að vinna við það í kjölfarið. Síðan tók ég einkaþjálfarann hjá Keili og hef verið að þjálfa og kenna jóga síð- an,“ segir hún en þetta var árið 2012. Hingað til hefur hún verið í hálfu starfi sem viðskiptafræðingur en er núna frá áramótun komin í fullt starf í kennslu og þjálfun. „Ég kynntist góðu fólki hjá Keili og einn af kennurunum þar, Helgi Jónas Guðfinnsson, réð mig síðan sem metabolic-þjálfara og ég er núna yfirþjálfari metabolic og einkaþjálfari í Árbæjarþreki,“ seg- ir hún. Jakkafatajóga í vinnunni „Svo stofnaði ég Jakkafatajóga formlega sumarið 2013 en ég var búin að þróa það í huganum alveg frá því ég var sjálf í bankanum. Það fór alveg óvænt á rosalegt flug,“ segir Eygló og útskýrir nán- ar hvernig þetta kom til. „Ég þekki fullt af fólki sem er í mjög krefjandi starfi með langan vinnu- dag og kemst ekki endilega frá til að fara í ræktina. Ég hugsaði þetta til að koma til móts við þau.“ Hvernig virkar þetta? „Ég mæti á staðinn og leiði fólk í gegnum æfingar. Við erum yfirleitt í fund- arsal eða matsal. Æfingarútínan er 15-20 mínútur, áherslan er á að fara yfir allan líkamann, liðka, hreyfa liðamótin, hreyfa okkur og gera öndunaræfingar og slökun. Hjálpa fólki að læra sjálft þessa tækni. Hvernig það getur slakað á og minnkað streituáhrifin. Við tök- um ekki í burtu streituvaldinn sem er kannski einhver vinna eða verk- efni, en við getum sjálf stjórnað því hvaða áhrif álagið hefur á okk- ur, upp að ákveðnu marki. Yfirleitt bóka fyrirtækin mig einu sinni í viku yfir önnina,“ segir Eygló, sem hefur farið með jakkafatajógað bæði í minni og stærri fyrirtæki. „Við reynum að halda hópunum ekki stærri en 25 manns svo ég nái til allra. Þetta er orðið það yfirgripsmikið verkefni að ég réð til mín samstarfskonu og við deil- um þessum fyrirtækjum með okk- ur,“ segir hún og útskýrir að að- dráttaraflið við jakkafatajógað sé ekki síst einfaldleikinn. „Fólk stendur upp og gerir það sem ég segi í 15-20 mínútur og sest svo niður aftur og líður miklu betur. Það þarf ekki að skipta um föt eða fara út úr húsi,“ segir hún. Mínípilsin alltaf aftast „Við sníðum allar æfingar að skrif- stofufatnaði. Ég tek samt alltaf fram að það er engin ábyrgð tekin á saumsprettum,“ segir Eygló og hlær. Hún segist ennfremur hafa EYGLÓ EGILSDÓTTIR ER EINKAÞJÁLFARI, JÓGAKENNARI OG METABOLIC-ÞJÁLFARI Í ÁRBÆJARÞREKI Engin ábyrgð tekin á saumsprettum Morgunblaðið/Árni Sæberg EYGLÓ EGILSDÓTTIR SÖÐL- AÐI UM OG FÓR ÚR BANKADRAGTINNI Í JÓGA- GALLANN FYRIR NOKKRUM ÁRUM. HÚN ER MENNTAÐ- UR JÓGAKENNARI OG EINKAÞJÁLFARI OG BÝÐUR MEÐAL ANNARS UPP Á SÉRSTAKT JAKKAFATAJÓGA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eygló Egilsdóttir er við- skiptafræðingur og vann í banka áður en hún fór í jógakennaranám. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Heilsa og hreyfing Svefnþörfin er að einhverju leyti einstaklingsbundin og breytist í gegnum lífið. Unglingar þurfa um tíu klukkustunda svefn yfir nóttina. Lengd og gæði nætursvefns hafa áhrif á námsgetu og minni. Í svefni fer fram upprifjun og úrvinnsla úr þeim upplýsingum sem við höfum fengið yfir daginn. Að sofa á daginn kemur því ekki í staðinn fyrir tapaðan nætursvefn. Unglingar þurfa að sofa nóg Fyrr í janúar má segja að Eygló hafi tekið jakkafatajógað á næsta stig. Hún fór um borð í danska varðskipið Triton og var með jógatíma fyrir áhöfnina. Danirnir sendu henni skilaboð í gegnum Facebook en hún komst að því síðar að þeir hefðu fundið hana á LinkedIn. „Ég er frekar opin fyrir að prófa nýja hluti og sagði já en ákvað að taka með mér vin minn sem er ljósmyndari,“ segir hún en þá hafði hún bæði fylgdarmann og fékk fullt af skemmtilegum mynd- um. Skipið kemur hingað reglu- lega. „Áhöfnin þarf að halda sér í formi. Þetta eru langir túrar, 7-11 vikur. Þegar ég kom voru ein- hverjir búnir að vera úti að hlaupa í snjónum og komu svo beint inn í jógað. Það voru þarna fimmtán manns, þeir í áhöfninni sem voru á frívakt,“ segir hún en tveir af þessum fimmtán voru konur. „Mér heyrist þau vera á leiðinni hingað svo ég fæ kannski að heimsækja þau aftur,“ segir hún en þyrluþilfarið á varðskipi er vissulega óvenjulegt umhverfi til að stunda jóga í. FUNDU HANA Á LINKEDIN Kenndi jóga í dönsku varðskipi Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.