Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 25
þurft að setja eina mikilvæga reglu í tímunum. „Ég er að fara í alls konar fyrirtæki en oftast eru þetta skrifstofufyrirtæki með blönduðum kynjum. Það var þarna ákveðin regla sem reyndist nauð- synlegt að setja. Það er að míní- pilsin eru alltaf aftast!“ segir hún en þessi regla var ekki sett að ástæðulausu. „Það kom upp atvik,“ grínast hún. Er gott fyrir okkur að sitja svona mikið í vinnunni fyrir fram- an tölvuna? „Ég held að okkur sé eðlislægt að hreyfa okkur meira en við höld- um. Líka þegar við lendum í at- burðum sem valda okkur streitu fara ákveðin efni út í blóðið sem gera það að verkum að við stífnum upp og líkaminn er að búa okkur undir annaðhvort að ráðast á eitt- hvað eða hlaupa í burtu. Við sitj- um fyrir framan tölvuna og gerum hvorugt. Það er ekki gott ef lík- aminn fær ekki að losa sig við þessi streituhormón. En ákveðin öndunartækni og hreyfingar hjálpa okkur aðeins þótt þetta komi ekki alveg í staðinn fyrir útrásina.“ Hún vill að fólk hreyfi sig til að fá útrás, ekki af skyldurækni. „Og leyfi sér að gera það á þann hátt sem þeir vilja. Sumir vilja dansa, aðrir rífa í þung lóð og enn aðrir hlaupa,“ segir hún. Metabolic er hóptímaþjálfun, æf- ingakerfi sem unnið er eftir í stöðvaþjálfun. „Það er gaman að segja frá því að við vorum einu sinni með 61 árs mann og 16 ára strák í sama tímanum og þeir fengu báðir mikið út úr honum. Við vinnum vissulega mikið með lóð og tæki en stærsta æfinga- breytan er vinnutíminn,“ segir hún og þannig aðlagar fólk æfingarnar að sér. „Einn gerir kannski tíu hnébeygjur en annar fimm eða þrjár en þeir fá báðir jafnmikið út úr æfingunni. Það eru ekki allir á sama stað og það er tekið vel á móti öllum,“ segir Eygló en líka er hægt að sækja grunnnámskeið í metabolic og í hverjum tíma er boðið upp á tvö erfiðleikastig; fyrir þá sem eru að byrja og hina sem eru komnir lengra. Hún segir að þegar hún byrjaði í jógakennaranáminu hafi jóga ekki verið jafnvinsælt og nú. Hún segir vinsældirnar hafa aukist mjög með komu „hot yoga“ til landins. „Það hjálpaði fólki að skilja að jóga er ekki bara að sitja í hring og hugsa. Það er rosa mik- il styrktarþjálfun í jóga en það eru auðvitað teygjur, hugleiðsla og slökun líka. Núna er jóga orðið að- gengilegra og „hot yoga“ höfðar til nútímafólksins því við fáum að svitna. Það er svolítill líkamsrækt- arbragur á þeim tímum. Það nær fólki inn í salinn en svo þegar það er komið inn skilur það út á hvað þetta gengur,“ segir hún en þá langar fólk oft að læra meira. Ólík vinna Óhætt er að segja að vinna Eygló- ar nú sé ólík bankavinnunni. „Það er svo gefandi að hjálpa fólki að ná persónulegum markmiðum tengdum heilsu og jafnvel fyrir ut- an líkamsræktarsalinn. Það er auð- veldara að sjá árangur af því en tölunum á skjánum. Ég er þannig að ég verð að fá að sjá hvað verð- ur úr vinnunni minni. Þessi flækja í kringum hrunið varð til þess að ég fann mína ástríðu. Það væri óskandi að allir elskuðu vinnuna sína svona mikið. Það skiptir líka máli upp á hvernig manni sjálfum líður í vinnunni og hvernig maður hugsar um hana. Þetta hefur ekki alltaf verið létt og dagarnir geta verið langir. Ég byrja daginn klukkan sex alla daga og suma daga er ég ekki búin fyrr en klukkan níu á kvöldin.“ Hún segir Árbæjarþrek hafa yf- ir sér heimilislegan brag. „Þetta er svolítið eins og Staupasteinn nema án allra bjórkrananna! Þetta er hverfisstöð og það þekkjast allir með nafni og fólki er heilsað þegar það kemur inn. Fólk kemur þarna bara til að drekka kaffi,“ segir hún þannig að hverfisvitundin er sterk. „Við þurfum að hlúa að okkur þar sem við erum.“ * Það er svo gefandi að hjálpa fólki aðná persónulegum markmiðum tengd-um heilsu og jafnvel fyrir utan líkamsrækt- arsalinn. Það er auðveldara að sjá árangur af því en tölunum á skjánum. 25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Þó það sé farið að birta af degi eru morgnarnir enn dimmir og því mikilvægt að muna eftir endurskinsmerkjunum. Með endurskins- merki sjást börn fimm sinnum fyrr en án merkis. Og reyndar full- orðnir líka sem ættu að vera góðar fyrirmyndir og nota merki. Endurskinið bjargar*Sá sem á garð og bókasafnþarfnast einskis frekar.Marcus Tullius Cicero SEPP St. 42cm ED St. 38cm SAGGO St. 37cm OM St. 35cm Við borðum áhyggjurnar þínar! ÁHYGGJUÆTUR NÝTT POLLI St. 42cm FLINT St. 33cm Fæst í Hagkaup og Elko Lindum www.nordicgames.is Árni Björn Pálsson er tamningamaður, þjálfari og reið- kennari. Hann er sigursæll knapi, vann töltið á Lands- móti hestamanna í fyrra og var einnig sigurvegari Meist- aradeildar í hestaíþróttum. Hann hampaði töltbikarnum í þriðja sinn í fyrra á hestinum Stormi frá Herríðarhóli. Hann var ennfremur kosinn knapi árins 2014. Íþróttagrein? Hestamennska er alvöru íþrótt, knapar þurfa að vera líkamlega í formi, þeir þurfa að hafa frá- bært jafnvægi til þess að geta setið hestinn á mismun- andi hraða og gangtegundum. Hraði gangtegundanna fimm getur spannað frá gönguhraða upp 50-60km/klst. Knapinn verður að vera í jafnvægi til þess að geta fram- kallað stórar hreyfingar og snerpu hjá hestinum. Gæti trúað að þetta væri svipað og í dansi, það þurfa báðir að- ilar að taka þátt. Maður og hestur. Hvenær byrjaðir þú í hestamennsku? Afi minn og amma bjuggu í sveit og áttu hesta, þannig byrjaði þetta allt saman hjá mér. Ég byrjaði að fara á bak með pabba um fjögurra ára aldur og þá sat ég bara fyrir framan hnakkinn með honum á hestinum. Ég byrjaði svo fyrir al- vöru um sex ára og þá var ég farinn að sitja hestinn ein- samall. Ég keppti fyrst á 17. júní-móti í sveitinni árið 1993, þá 10 ára, síðan þá hafa flest allir mínir dagar snúist um hesta og þjálfun þeirra. Hversu miklum tíma eyðir þú í tamningar, þjálfun og reiðkennslu á viku? Það fer eftir árstímanum, á veturna byrjar venjulegur dagur hjá mér klukkan 8 á þjálfun á útvöldum hestum sem ég ætla mér að stilla upp í keppni. Þegar því er lokið vinn ég með yngri hesta sem er verið að undirbúa fyrir mismunandi hlutverk. Dagurinn endar svo um klukkan 19. Svo þegar sýningartímabilið byrjar á vorin geta dag- arnir orðið ansi langir. Annars er maður lítið að pæla í tímanum þegar það er gaman. Hver er lykillinn að góðum árangri? 1. Reglusemi 2. Þekking á viðfangsefninu 3. Botnlaus ástundun 4. Metnaður 5. Ekki taka sjálfan sig of hátíðlega þó svo að vel gangi. Það er enginn keppn- ismaður betri heldur en síð- asta keppni sem hann tók þátt í. Hvernig er best að koma sér af stað? Ef þú átt ekki hest en langar að prufa, þá eru til hestaleigur þar sem hægt er að fara á bak og fá leiðsögn, til dæmis Íshestar í Hafnarfirði. Ef þú hefur aðgang að hesti skaltu reyna að komast í tíma hjá góðum kennara, það er leikur að læra. En umfram allt að æfa og æfa. Æfingin skapar meistarann. Ertu almennt meðvitaður um mataræðið? Ég er með- vitaður um það sem er gott og vont, vel frekar það sem er gott. Borða samt ekki nammi og drekk ekki gos. Hvaða óhollusta freistar þín? Neftóbak. Nota það samt ekki lengur. Hvað heillar þig mest við hestamennskuna? Nær- veran við hestana, það að velta fyrir mér leiðum til að betrumbæta sjálfan mig og hestana mína. Keppni og undirbúningur fyrir mót. Hestaferðir, ekki til betri leið til þess að upplifa náttúru Íslands en á hestbaki. Skemmtilegasta hestaferðalagið sem þú hefur farið í? Sumarið 2012 fórum við í mjög skemmtilega ferð um Fljótshlíðina og í kringum Þríhyrning. Skemmtilegustu leiðirnar eru yfirleitt þær sem bílar geta ekki keyrt, bara ósnert náttúra allt í kring. Hvað er svona sérstakt við íslenska hestinn? Ekkert annað hestakyn í heiminum státar af fimm gangteg- undum í einum og sama hestinum. Svo er það geðslagið sem er einstakt, snerpan, dugnaðurinn og krafturinn. Hver eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Þekking- arskortur/reynsluleysi knapans. Misskilningur milli manns og hests. Betra að fara sér hægt og búta mark- miðið niður í kafla, þannig gerir margt smátt eitt stórt. Er staða almennrar hestamennsku og hestaíþrótta góð á Íslandi? Hestamennskan á Íslandi er í blóma, þús- undir stunda hestamennsku á hverjum degi sér til gam- ans. Hestamennska er mjög fjölskylduvænt sport vegna þess að það skiptir ekki máli hvort maður er stór eða smár, fimm ára eða kominn á eftirlaun, allir geta tekið þátt og sameinast í hesthúsinu. Hverjar eru fyrirmyndir þínar? Lít upp til fjögurra aðila í hestamennskunni sem allir hafa kennt mér vel á sinn hátt. Annars eru uppáhalds íþróttamennirnir mínir Ayrton Senna heitinn og Michael Jordan. Mér finnst gaman að velta fyrir mér hugs- unarhætti afreksfólks í öðrum íþróttagreinum. Þess vegna eru þessir tveirí uppáhaldi. KEMPA VIKUNNAR ÁRNI BJÖRN PÁLSSON Allir geta sameinast í hesthúsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.