Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 28
Svipuð nálgun að ólík- um efnivið. Krafla frá Bility, hönnuðir Jón Helgi Hólmgeirsson og Þorleifur Gunnar Gísla- son og Ripsiraita eftir Hanna Anonen. H önnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Design Forum Finland og Codesign, Svíþjóð vinn- ur að spennandi samnorrænu til- raunaverkefni á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem beinir sjónum að öllum hliðum hönnunar og ber heit- ið We Live Here. Tilgangurinn er að varpi ljósi á styrkleika íslenskra og finnskra hönnuða, hvers þeir eru megnugir og erindi þeirra á norrænu hönn- unarsenunni í dag. Á hönnunarvikunni munu íslensk- ir og finnskir hönnuðir „flytja inn“ saman í íbúð í miðbæ Stokkhólms og veita þannig breiða innsýn í bæði hvað er verið að hanna og hvernig við nálgumst hönnun á Finnlandi og á Íslandi. Um 70 hönnuðir sýna verk sín á sýningunni og skiptist það nokkuð jafnt á milli finnskra og íslenskra hönnuða ásamt nokkrum sænskum hönnuðum. „Áhuginn hefur vaxið undanfarin misseri hjá finnsku og íslensku hönnunarmiðstöðinni ásamt hönn- uðum á að vera í auknu samstarfi. Því var farið í að leita leiða og varpa fram hugmyndum um hvort við gætum byggt eða unnið eitthvað saman og myndað þannig skemmti- legt samstarf. Við ákváðum, vegna þess að við erum nú hrifin hvert af öðru og búin að vera að „deita,“ að þá ættum við kannski að prófa að búa saman á hönnunarvikunni í Stokkhólmi,“ segir Hlín Helga Guð- laugsdóttir, ein af sýningarstjórum We Live Here. Sýningarstjórar eru þær Elina Aalto og Marika Tesolin auk Hlínar Helgu. Grafíkin er í höndum Sigga Odds og Sanna Ge- beyehu frá Codesign er listrænn ráðgjafi. Skapa Fantasíuheimili „Við flytjum inn í íbúð og leggjum hana undir okkur. Við erum að leika okkur á mörkum heimilis og sýn- ingar og sköpum okkar eigin fanta- síuheim.“ Á sýningunni verða bæði áþreifanlegir og óáþreifanlegir sýn- ingargripir og vonast er til þess að sýningin verði bæði veisla fyrir aug- að og fóður fyrir hugann en Hlín segir ferlið hafa verið afskaplega áhugavert. „Við vissum ekkert alveg hvað vinnan myndi leiða í ljós; við eigum margt sameiginlegt og við erum líka mjög ólík.“ Hún segir ákveðinn sameining- arkraft í því að bæði Finnland og Ísland eru í útjaðri hins norræna hönnunarsamfélags landfræðilega. „Þegar við skoðum hönnun í Finn- landi á hún sér langa sögu og mikla hefð en því er ekki fyrir að fara á Íslandi, íslenska hönnunarsagan telst vera mjög stutt,“ segir Hlín og bætir við að umhverfið sé gerólíkt þegar kemur að til dæmis iðnaði. „Umhverfi okkar og aðstæður hafa gífurleg áhrif á það hvernig við nálgumst efni og aðferðir. Í vöru- hönnun hefur ákveðin tilrauna- starfsemi verið meira einkennandi fyrir Ísland, að prófa sig áfram með ýmis óhefðbundin efni og annað en í finnskri hönnun hefur mikið gengið Formtungumál og tilfinn- ing. Prik eftir Brynjar Sig- urðarson og Ojentaa eft- ir Mari Isopahkala. Skapa eigin fantasíuheim SÝNINGIN WE LIVE HERE VERÐUR OPNUÐ Á HÖNN- UNARVIKUNNI Í STOKKHÓLMI Í BYRJUN FEBRÚAR. Á SÝNINGUNNI FLYTJA FINNSKIR OG ÍSLENSKIR HÖNN- UÐIR SAMAN Í ÍBÚÐ Í STOKKHÓLMI EN MARKMIÐ SÝN- INGARINNAR ER AÐ VEITA BREIÐA INNSÝN Í FINNSKA OG ÍSLENSKA HÖNNUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is * Við trúumþví að þaðsé samtakamátt- ur og slagkraftur í því að taka sig saman og sýna hvað í okkur býr. SAMSÝNING ÍSLENDINGA OG FINNA Á HÖNNUNARVIKUNNI Í STOKKHÓLMI Hugrenningar um tíma. No Time Bracelet eftir Katrin Greiling og Sasha klukka eftir Þórunni Árnadottur. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Heimili og hönnun ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR! REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR Ve rð er bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og m yn da - br en gl og gi ld ir á m eð an á út sö lu st en du ro g bi rg ði re nd as t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.