Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 33
25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 UPPSKRIFT FYRIR 4 100 g túnfiskur 1 grænt epli ½ agúrka ½ kínahreðka TÚNFISK- OG SOYA-HLAUP ½ líter góð soya sósa 250 ml vatn 20 g þurrkaður/reyktur túnfiskur (bonito) 50 g ferskur engifer 5 kaffir lime lauf 2 stk lime safi og börkur rifinn 4 stk sítrónugras 6 stk matarlím Aðferð Matarlím lagt í bleyti þar til mjúkt, soya og vatn sett í pott, hitað alveg að suðu, matarlím út í og restin af hráefninu, engifer og sítrónu gras skorið smátt og bætt við, plastað með filmu eða lok af potti sett á og látið standa í 10 mínútur, sigtað í gegnum fínt sigti og sett í ílát til að taka sig. TÚNFISK- OG RÆKJU-SEYÐI 5 laukar 40 g þurrkaður túnfiskur/ reyktur túnfiskur (bonito) 500 ml hvítvín 1.5 líter vatn 100 g rækja (hrá) 200 g beltisþari (má sleppa) Skvetta af soya Salt 300 g eggjahvítur Aðferð Laukurinn er skrældur og skorinn í sneiðar, næst er hann brúnaður í potti, fyrst við háan hita, svo við lág- an hita þar til hann er orðinn gullinn og sætur, ekki er gott að elda laukinn á háum hita allan tímann vegna þess að hann getur orðið bitur á bragðið. Á meðan laukurinn eldast er gott að sjóða aðeins hvítvínið til að taka áfengisbragðið úr, Næst bætum við vatni, hvítvíni og þara saman við laukinn og leyfum að sjóða í kringum 30 mín við lágan hita, svo er bætt við túnfiski og soðið tek- ið af hitanum og látið standa í 10 mín. GRUGGHREINSUN Á SOÐI Næsta skref er að sigta soðið og leyfa að kólna aðeins. Á meðan soðið kóln- ar tökum við rækjurnar og maukum í matvinnsluvél eða blandara, setjum eggjahvítur í skál og þeytum með mjúkum písk þar til hvíturnar eru búnar að þykkna vel en ekki stífþeytt- ar, gott er að bæta við klípu af salti við hvíturnar meðan verið er að þeyta. Næsta skref er einfaldlega að bæta rækjum við soð og síðan eggjahvítum, það eina sem þarf að passa er að soð- ið sé ekki of heitt. Potturinn fer síðan á eldavélina á miðlungs hita og alls ekki að hræra í frá þessum tímapunkti, Nú er bara að bíða og leyfa eggjahvít- unum og rækjunum að hreinsa soðið, fyrsta sem gerist er að eggin fljóta upp á yfirborð og mynda fleka, þá er best að lækka niður aðeins hitan og leyfa soðinu að malla í kringum 20 mínútur, síðan taka pottinn af og var- lega taka seyðið með ausu og hella yf- ir í annað ílát í gegnum klút og fínt sigti, smakka til með soya eða salti og kælt. LÉTTSÝRÐAR KÍNAHREÐKUR Ediklögur 500 ml gott edik, epla eða hvítvíns 1 lítri vatn 250 g sykur 2 stk sítrónugras Aðferð Hreðkan er skræld og skorin í þunnar skífur, síðan lögð í ílát og hellt yfir hana ediklegi sem hefur verið soðið upp á, láta standa í leg- inum þar til kaldur, má gera meira magn til að eiga. LAGT Á DISK Túnfiskurinn má vera alveg hrár en okkur finnst gott að brenna hann aðeins á öllum hliðum með gas- brennara en einnig er hægt að grilla á mjög heitu grilli í nokkrar sek- úndur á öllum hliðum, Síðan er fiskurinn skorinn í teninga, einnig agúrkan og eplin, svo má byrja að diska réttinum upp. Túnfiskur, epli og agúrka fer fyrst á diskinn síðan kínahreðka og svo hlaupið sem er gott að brjóta upp með gafli og setja eftir smekk eða í kringum 1 teskeið, svo er seyðinu hellt yfir fyrir framan gesti. Íslenskur bláuggatúnfiskur með reyktum túnfisk og rækjuseyði, túnfisk- og soyahlaup með kínahreðku, agúrku og grænum eplum Fyrstu ryðfríu pottarnir fráRösle gjörbyltu öllu fyrir 70 árum. Í dag eru pottarnirmeðMultiply „samloku“-kerfi þannig að þeir eru fljótir að hitna og kólna og dreifa hitanumeinnig jafnt umpottinn, alveg upp í topp. Rösle pottarnir henta á allar gerðir eldavéla, rafmagns-, gas- og spansuðuhellur . Algjörar samlokur Súkkulaðihjúpað ástaraldinkrem ásamt hnetusmjörsköku, frosinni ástaraldinssaft og mjólkursúkkulaðiís ÁSTARALDINSKREM 150 g ástaraldinssafi 1 stk eggjarauða. 100 g smjör 100 g sykur Hreinsað úr ávextinum með skeið og tekið í gegnum sigti, allt saman hitað í vatnsbaði upp í 68 gráður, sett í matvinnsluvél og kælt, í sílikon- form og fryst. SÚKKULAÐIHJÚPUN FYRIR ÁSTARALDINSKREM 350 g hvítt súkkulaði 150 g kakósmjör 2 g gulur súkkulaðilitur Litnum blandað saman við kakó- smjör og síðan öllu blandað saman, hitað upp í 40-45°C og sprautað á frosið kremið, látið standa í kæli þar til tveimur tímum áður en á að bera fram. HNETUSMJÖRSKAKA 250 g hnetusmjör 250 g flórsykur 100 g möndlumjöl 100 g hveiti 320 g eggjahvítur Þurrefnunum blandað saman. Eggjahvítum hrært saman við, því næst hnetusmjöri. Bakað á sílikon- mottu á 180°C í 10 mín. SÚKKULAÐIÍS 1 l mjólk 250 ml rjómi 200 g sykur 300 g mjólkursúkkulaði 3 stk matarlím Mjólk og sykur soðið sam- an og sett saman við brætt súkkulaðið, matarlími bætt við og svo rjóma, hrært í kitchenaid- ísvél. FROSIN ÁSTARALDINSSAFT 100 g ástaraldinssaft Hreinsað úr ávextinum með skeið og tekið í gegnum sigti. Fryst á síli- konmottu og lagt ofan á ísinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.