Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 40
Tíska *Sarah Jessica Parker, Rihanna og JourdanDunn eru meðal þeirra sem Fendi hefurfengið til liðs við sig til þess að hanna eiginútgáfu af 3Baguette-töskunni í tilefni opnunarFendi-búðarinnar í New York. Töskurnarverða til sýnis í versluninni frá 13. febrúar til13. mars næstkomandi. Þær verða síðan seld- ar og rennur ágóðinn til góðgerðarstarfs að vali stjarnanna. Stjörnur hanna fyrir Fendi H ver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Það er þrennt sem kemur upp í hugann í fljótu bragði og tengist mismunandi tímabilum í mínu lífi. Grá hettupeysa frá Aber- crombie síðan á unglingsárunum sem var mikið notuð. All Saints-jakki sem ég á ekki lengur en græt hann ennþá og svo nú nýlega peysur sem ég keypti í New York, í öll- um litunum og fer ekki úr þeim. En þau verstu? Ég var fjórtán ára staddur í Kaupmannahöfn og fannst ég vera mesti tískuprins sem hægt væri að finna. Fór oft ólíkar leiðir í fatavali á þessum árum en í þessari ferð toppaði ég sjálfan mig. Bleikfjólubláar kvartbuxur og stutterma ljósbleik skyrta við. Vakna mögulega ennþá upp við martraðir en hugga mig við að ég var bara unglingur. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Í dag hugsa ég um notagildið og heillast alltaf enn frekar að þeirri hugmynd að eiga færri flíkur, sem ég nota oftar og gæðin í þeim eru meiri. Mér finnst óþarfi að eiga sem mest af fötum, heldur njóta þess frekar sem ég á og skipta svo út. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Það er í raun enginn einn sem er uppáhalds. Þetta fer í rauninni allt eftir línum hvers tímabils hjá hönnuðum hvort það heilli mann eða ekki. Mað- ur tekur það besta út hjá hverjum og einum og það er uppáhalds á þeim tíma. En þeir sem svíkja mann sjaldan eru t.d. eins og Riccardo Tisci og svo er ég alltaf skotinn í Marc Jacobs. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Ég hefði viljað vera uppi á fyrri hluta 19. aldar þar sem formlegur klæðnaður var allsráðandi. Glæsileiki var mikill í fatavali og sniðin fullkomin. Síðar tvíhnepptar kápur og 3-piece jakkaföt voru hvers manns eign og hattur til þess að fullkomna heildarstílinn þótti nauðsynlegur. Ég held ég hefði notið mín vel á hverjum degi uppstrílaður í þessari tísku. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Jared Leto er fáránlega mikill töffari og með flottan stíl sem maður tekur vel eftir. Síðan eru það tveir tískubloggarar sem ég hef fylgst með í mörg ár, annar þeirra er Frakkinn Pelayo Diaz sem heldur úti blogginu katelovesme.net. Síðan er það Mariano Di Vaio frá Ítalíu sem heldur úti blogginu mdvstyle.com. Þeir tveir eru með stíl sem ég heillast verulega af og langar í flestallt sem þeir eiga. Hvar kaupirðu helst föt? Ég ferðast mikið erlendis, og af þeim ástæðum kaupi ég yfirleitt fötin mín þar. Mér leiðist ekki neitt að ganga um Soho á Manhattan og versla þar. Ég get alltaf verið öruggur að fá það sem vantar í All Saints eða Topman en ef ég ætla að gera vel við mig þá fer ég inn í ACNE. Síðan er ég orðinn snillingur í afsláttarbúðunum í Bandaríkjunum og geri oft mjög góð kaup þar. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Svartur. Ég held að mjög margir gangi í gegnum það tímabil að horfa inn í fataskápinn sinn og þar eru einungis svartar flíkur. Það tímabil er í gangi hjá mér núna og yngri systir mín telur að ég sé undir áhrifum goth-tískunnar. Það má vel vera, en ég er sannfærður að öll föt eru flottari í svörtu. Mér finnst þægilegast að vera í gallabuxum, t-shirt og peysu, fer í leðurjakka og set á mig trefil og þá er ég góður. Þetta þarf ekki að vera flókið og með árunum kann ég frekar að meta þægindin í fötunum. Áttu þér uppáhalds flík? Ég átti uppáhalds leðurjakka en seldi hann fyrir stuttu. Var búinn að vera of duglegur í ræktinni og hann passaði ekki lengur. Hinsvegar mun ég eignast mína uppá- haldsflík mjög fljótlega, er búinn að vera með augastað lengi á biker-leðurjakka frá merkinu Boda Skins, sem er breskt merki. Þangað til hann kemur í hús er gömul peysa af pabba enn uppáhalds flíkin mín. Hvað heillar þig við tísku? Það sem heillar mig mest við tískuna er fjölbreytileikinn. Við erum öll mismunandi, með ólíkan smekk og þannig verður tískan áhugaverð. Mér finnst heillandi þeg- ar tískan er ekki tekin of alvarlega né sett mikil pressa á að fara eftir ákveðni bylgju. Mér finnst iðnaðurinn í heild sinni spennandi og hönnuðir óhræddir við að fara nýjar leiðir við út- færslur á sköpunargáfu sinni. TÍSKUIÐNAÐURINN Í HEILD SINNI SPENNANDI Morgunblaðið/Eggert Föt eru flottari í svörtu EYJÓLFUR GÍSLASON, FJÖLMIÐLAFULLTRÚI REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL, HEFUR MIKINN ÁHUGA Á TÍSKU OG SEGIST HANN HEILLAST AF FJÖL- BREYTILEIKANUM SEM TÍSKUHEIMURINN HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Eyjólfur Gíslason kaupir föt yfirleitt erlendis og segir Sohohverfið á Manhattan í miklu uppáhaldi. Leikarinn Jared Leto er ávallt flottur til fara. Verk fatahönn- uðarins Marc Ja- cobs er í miklu eftirlæti hjá Eyjólfi. Eyjólfur er lengi búinn að hafa augastað á biker- leðurjakka frá merkinu Boda Skins. Ítalski fatahönnuðurinn og yfirhönnuður Gi- venchy Riccardo Tisci er sérlega hæfileikaríkur. AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.