Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 41
25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Ertu þreytt á að vera þreytt? Getur verið að þig vanti járn? Magnaðar járn- og bætiefnablöndur úr lífrænt ræktuðum jurtum Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Movie Star hvíldarstóll Verð 433.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is S umar konur á fertugsaldri geta stundum verið dálítið einfaldar á köflum og haldið að heimurinn sé nákvæmlega eins og þær sjá hann. Mamma er ekki undanskilin þessu og verður alltaf jafn- hissa þegar hún heyrir af óvenjulegri hegðun mannfólksins. Það væri synd að segja að fólkið í kringum hana væri litlaust og lítið spennandi – því fer víðs fjarri en samt sem áður tekst samferðamönnunum stöðugt að koma henni á óvart. Á dögunum sagði vinkona mömmu, sem er doktor með margra ára háskólapróf að baki, að hún þyrfti nú endilega að fara að drífa sig í tvo til þrjá ljósatíma. Það væri árshátíð framundan og þorrablót og svona og hún gæti bara ekki litið út fyrir að vera dáin. Það að doktorinn skyldi minnast á sólbaðsstofuferð var eins og að fá símtal úr fortíðinni. „Sólbaðsstofan … góðan dag, get ég aðstoðað“ … Þessi valkostur að brúna sig innandyra á milli tveggja plastplatna var bara af einhverjum óútskýrðum ástæðum búinn að þurrkast út af harða disknum. Hún gerði einhvern veginn ráð fyrir að allt brúna fólkið sem yrði á vegi hennar væri bara alltaf á Kanarí eða jafnvel hluti af leyni- legum alþjóðlegum kult-brúnkukremshring sem hittist að næturlagi í iðnaðarhverfum og makaði bestu efnunum hvert á annað. Þegar mamma vann á sólbaðsstofu á sínum sokkabandsárum var lífið á stofunni svolítið eins og í raunveruleikaþætti. Hver mætti með hverj- um, hvaða föt þóttu töff og hvert ætti nú að fara um helgina. Það voru náttúrlega bara fegurðardrottningar sem unnu á sólbaðsstofunni, það er að segja eiginlega allar nema mamma. Hún fékk vinnuna í gegnum klíku. Eitt sinn hringdi „fatlaður“ maður og óskaði eftir því að brúna sig svolítið á stofunni. Hann sagðist standa frammi fyrir stóru vandamáli sem gerði það að verkum að hann gæti alls ekki afklætt sig sjálfur og þyrfti hjálp. Mamma þorði nú alls ekki að segja nei við „fatlaða“ mann- inn og sagði honum bara að koma. 18 ára stelpur eiga nefnilega stund- um erfitt með að setja mörk og hún hélt kannski að hún yrði bara rekin úr vinnunni ef hún segði nei. Þegar „fatlaði“ maðurinn birtist var erfitt að greina fötlun hans, en þar sem búið var að lofa honum afklæðningu þurfti mamma náttúrlega að standa við það. Minningin um þetta atvik, að hátta ókunnugan mann í þröngum klefa við ljósabekk, vekur ekki neitt sérlega hlýlegar minn- ingar. Þegar maðurinn var kominn úr öllu nema nærbrókunum vildi hann ólmur fara úr þeim líka en þá hafði mamma kjark til þess að segja stopp. Hann yrði bara að brúna sig á nærbrókunum. „Það er nú bara töff að hafa smá far – þá sést liturinn betur,“ sagði hún við manninn. Það versnaði þó í því þegar „fatlaði“ maðurinn var búinn í brúnkunni og vildi hann ólmur fara í sturtu. Mamma sagði honum að hann yrði bara að baða sig heima hjá sér. Hann varð grautfúll en varð að láta í minni pokann. Þegar búið var að koma manninum í föt aftur labbaði hann út og stuttu síðar keyrði hann í burtu eins og ekkert hefði í skorist. Eftir að doktorinn minntist á þennan ljósatíma hefur mömmu þótt hún sjálf óvenjuföl og var jafnvel að hugsa um að skella sér í einn tíma … bara svona til að flippa. Hún er bara með svo mikinn valkvíða hvort hún eigi að fara á Grensásveginn eða út á Granda að enn hefur ekkert gerst – því er nú verr og miður. martamaria@mbl.is Tími til að brúna sig? © PaleIsTheNewTan.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.