Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 45
25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 Það er ýmislegt íslenskt sem hefur slegið í gegn í Katar. Fyrir nokkrum árum spilaði fyrr- verandi fyrirliði Íslands í handbolta, kempan Ólafur Stefánsson, með úrvalsdeildarliðinu Lekhqiya Sports Club í Katar. Árið 2013 var Ólafur valinn besti leikmaður úrvalsdeild- arinnar en hann vann bæði deild og bikar með liði sínu. Þá má geta þess að árið 2007 naut íslenska hljómsveitin Dikta einhverra hluta vegna mikilla vin- sælda í Katar. Lag hljómsveitar- innar, „Break-ing The Waves“, komst í fjórða sæta katarska rokk- smáskífulistans og var á listanum í margar vikur. Lagið er af plötunni Hunting for Happiness sem kom út í Bretlandi. Hljómsveitin Dikta sló í gegn í Katar sem og Ólafur Stefánsson handboltamaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenskur handbolti og hljómsveit í Katar Morgunblaðið/Ómar Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum síð- ustu árin hefur Dorrit Moussaieff forsetafrú góð tengsl og vináttu við hátt- sett fólk í heimi við- skipta og listalífs. Haustið 2008 kom fram í Morgunblaðinu að ein nokkurra eiginkvenna emírsins í Katar, Sheikha Mozah, væri góð vinkona Dorritar. Árið 2008 sótti Dorrit ráðstefnu um mál- efni barna með sér- þarfir og var þar í boði Sheikha Mozah. Þá komst vinskapur Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og bróður emírsins, sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, eins og frægt er orðið einnig í fréttirnar. Þeir kynntust í gegnum sameiginleg áhugamál og hafa meðal annars stundað veiðar saman í Afríku. Dorrit Moussaieff á vináttu fólks út um allan heim, enda hlýleg og gefandi. Morgunblaðið/Kristinn Íslenskir vinir háttsettra í Katar Ólafur Ólafsson á vini í Katar. Ólafur B. Schram deildi skemmti- legri sögu á facebooksíðu sinni sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins fékk leyfi til að birta brot úr: „Ég bjó á Álftanesi á þessum tím- um. Ég var einlægur aðdáandi Kven- félagsins og mætti galvaskur á öll þorrablótin. Forsetanum er venju- legast boðið á hófið og eftir 1980 var það Vigdís. Einatt var ég settur sem borð- og dansherra hennar, kannski vegna danskennslustunda úr fundarhúsinu á Hofi í gamla daga, veit það ekki. Ég segi frá þessu hér því upp úr þessu varð til vinskapur okkar Vig- dísar, konu sem ég dái frekar en all- ar aðrar konur. Eitt sinn í almennu rabbi sagði hún mér skondna sögu er varðaði utanríkismál og snertir einmitt Kat- ar. Katar öðlaðist sjálfstæði 1971 og þeirra þjóðhöfðingi var afi þess sem nú er þar þjóðhöfðingi. Hét hann Khalifa Bin Hamad al Thani. Sonur hans, Hamad Bin Kahlifa Al Thani (kallaður Hamad hér eftir) er sá sem viðkemur þessari sögu, en son- ur hans Tamin Bin Hamad Al Thani tók svo við 2013. Katar hafði verið bresk nýlenda en við sjálfstæðið 1971 voru heima- menn alls ókunnir í samskipta- málum sjálfstæðra ríkja. Hamad þessi lærði í Bandaríkjunum og á námsárum sínum flaug hann einatt einkaþotu milli heimsálfa. Þetta árið ætlaði hann um Evrópu og sam- kvæmt flugáætlun þyrfti að milli- lenda í Keflavík, taka eldsneyti og hugsanlega hvíla áhöfn. Þetta þótti Hamad spennandi og ræddi við Kahlifa pabba sinn. Þeir urðu ásáttir um að sonurinn heils- aði upp á þjóðhöfðingja þessa litla sjálfstæða eyríkis, bæri kveðjur frá Katar til forsetans. Haft var sam- band við breska sendiráðið á Íslandi og falast var eftir móttöku á Bessa- stöðum. Keypt var gjöf til að færa forseta Íslands. Allt gekk þetta upp og prinsinn var sóttur út á völl og ekið að Bessastöðum. Hann gekk inn og þar stóð Vigdís til að heilsa, rétti fram höndina. Prinsinum var hvellt við, hafði ekki búist við kvenmanni sem forseta og fyrir trúarsakir getur prinsinn ekki tekið í hönd á konu. Verður þetta heldur vandræðalegt en málin eru leyst með milligöngu breska sendi- herrans. Vegna þjóðarstolts talaði prinsinn bara arabísku og hafði því verið fenginn túlkur til að snara yfir á ensku. Vigdís vissi af þessu og hafði því túlk sér við hlið til að þýða ensk- una yfir á íslensku. Hún gat ekki ver- ið minni manneskja en gesturinn. Var svo gengið til stofu. Þar kom að ávörp voru flutt og komu að- stoðarmenn prinsins með gjöf til forsetans og réttu prinsinum þegar hann flutti sína ræðu. En þá kom babb í bátinn. Honum var það fyrir- boðið að gefa konu gjöf. Trúin leyfir það ekki. Var þetta hið vandræðalegasta mál og hann afsakaði sig, enda menntaður á Vesturlöndum og skildi vandamálið frá báðum hliðum en vildi hafa sína trúarreglur í heiðri. Vigdís sagði mér að þá hafi henni dottið það snjallræði í hug og nefndi við prinsinn að hann skyldi bara gefa þessa gjöf sínum túlki. Sá gæti svo gefið gjöfina íslenska túlkinum, sem gæfi henni síðan þessa gjöf. Þannig væri sneitt framhjá öllum vandamálum. Þetta gekk eftir og allir brostu. Vigdís opnaði gjöfina og upp úr pakkanum kom arabískt sverð, egg- vopn. Nú vönduðust málin því á Ís- landi taka menn ekki við eggvopnum að gjöf, fyrir þau þarf að borga. Fór Vigdís og sótti 10 krónur og rétti prinsinum. Hann hélt nú ekki, hann gæti ekki tekið við peningum frá kvenmanni. Gaf þá Vigdís sínum túlki 10 krón- urnar, sem gaf arabíska túlkinum þær sem aftur gaf þær prinsinum. Svona leysti Vigdís öll mál, með ráðahyggju og hyggjuviti.“ Emírinn fékk tíkall frá Vigdísi Ólafur B. Schram segir frú Vigdísi Finnbogadóttur hafa leyst vel úr vand- meðförnum samskiptum við arabíska höfðingjasoninn, með hygguviti sínu. Morgunblaðið/Ómar Maðurinn sem Al Thani-málið snerist allt um, Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, hefur komið víða við og kemst aftur og aftur í fréttirnar og ekki bara hérlendis. Þannig lagði opinber fjárfestingarsjóður Katar, sem stýrt er af sjeiknum, sportbílaframleiðandanum Porsche til fimm milljarða evra í hlutafjáraukningu árið 2009 samkvæmt frétt Reuters. Þá hefur sjóðurinn einnig keypt skipasmíðastöðvar í Póllandi svo fátt eitt sé nefnt sem ratað hefur í fréttirnar. Al Thani-fjárfestirinn kemur víða við Mánuði eftir hina opinberu heimsókn ráðamanna í Katar til Íslands bauðst fjárfestingarsjóðurinn QIA með forsætisráðherra Katar sem stjórnarformann til að kaupa fimmtungs hlut í Kaupþingi og staðgreiða. Kaupþingsmenn höfnuðu tilboðinu. Aðilar hittust aftur í ágúst til að fara enn einu sinni yfir málið en stuttu síð- ar féllu íslensku bankarnir. Bróðir emírsins, Mohammed Bin Khalifa Al Thani, kom síðar við sögu í einu umfangsmesta efnahags- brotamáli hjá sérstökum saksóknara. Varðaði það kaup Q Iceland Finance, eignarhaldsfélags hans, á um 5% hlut í Kaupþingi. Grunur lék á að þau kaup hefðu verið sýndarviðskipti. Þetta mál kemur til kasta Hæstaréttar núna í lok þessa mánaðar en dómur féll í málinu í héraðsdómi fyrir rúmum mánuði þar sem fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, Magnús Guð- mundsson, og Ólafur Ólafsson, hluthafi í Kaupþingi fyrir fall hans, voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir markaðsmisnotkun. Fyrirtaka Al-Thani málsins í héraðsdómi á dögunum en málið kemur til kasta Hæstaréttar Íslands bráðlega. Morgunblaðið/Ómar Umfangsmesta efnahagsbrota- málið tengist Katar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.