Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 N eyðarprentun Seðlabanka evr- unnar er hafin fyrir alvöru. Tölurnar um áformin sýnast tröllvaxnar og þær eru það. Burðarklárinn beygður Þjóðverjar, sem hafa miklar efasemdir um þessar að- gerðir, meðal annars lögmæti þeirra, og eru enn ósáttir við þær, telja sig þó hafa náð að takmarka um- fangið nokkuð. Það hafi tekist með því að skilyrða að evruþjóðirnar væru „aðeins“ í samábyrgð fyrir 20 prósent af töfrabragðafénu. Einstakir seðlabankar evrulandanna væru hver um sig gerðir ábyrgir fyrir þeirra hlut, samantalið 80% prentunarinnar. Þjóðverjar vonast til að þar með verði „einungis“ 20% af prentuninni að veruleika. En þegar sagt er að „seðlabankar einstakra evru- ríkja“ muni bera ábyrgð á fyrirhuguðum kaupum, þá er tekin stór beygja fram hjá tvíburabræðrunum Raunveruleika og Sannleika. Þessir seðlabankar eru enn til og vitað er hvers vegna. Sameining evrunnar hefði aldrei fengist sam- þykkt, ef fínustu bankastjórar Evrópu hefðu misst skrifstofur sínar (sá franski gullinslegna í húsi sem Napoleon setti undir bankann) og segja hefði þurft upp 16.000 vellaunuðum starfsmönnum franska seðlabankans, 18.000 starfsmönnum þýska seðla- bankans, 20.000 starfsmönnum þess ítalska og svo framvegis. Þess vegna var bróderað upp nýtt hlutverk fyrir ríkjaseðlabanka evruríkja, eftir að samþykkt hafði verið að þeir væru óþarfir. Nú safna þeir upplýs- ingum í möppur eina raunverulega seðlabankans, Seðlabanka evrunnar í Frankfurt. Þangað þarf auð- vitað að ráða sífellt fleiri til að þykjast lesa allar möppurnar sem berast frá fyrrverandi seðlabönk- um. Meira að segja ríki eins og Lúxemborg, sem hafði engan seðlabanka, var látið stofna platseðlabanka, svo ekki kæmi rifa í þessi Pótemkíntjöld og er hann þegar með mun fleiri starfsmenn en íslenski seðla- bankinn. Fleyta ábyrgðinni áfram Seðlabankar einstakra evruríkja eru ekki, þrátt fyrir nafnið, seðlabankar í raun og þeir eru heldur ekki útibú Seðlabanka evrunnar. Þeir eru bara þarna, út um alla álfuna, með hátt í 100.000 starfsmenn. Þeir eru sem sagt sennilega fjölmennari en þýski herinn. Þessir „seðlabankar“ hafa ekki heimildir til að gefa út peninga, „prenta þá“ eins og það er enn kallað, þótt langstærsti hluti „prentunarinnar“ sé aðeins í rafrænu formi. Þeir eru ekki vörslumenn þeirrar myntar sem þjóðirnar nota, sem borga þeim launin. Þess vegna er hin svokallaða ábyrgð „seðlabank- anna“ önnur og mun alvarlegri fyrir einstök ríki evr- unnar en 20% ábyrgðin á sameiginlegu prentuninni. Hún þýðir að það eru ríkissjóðir og að lokum skatt- greiðendur sem standa undir hinni tröllkarlalegu ábyrgð, en ekki seðlabankarnir sem eru ekki lengur seðlabankar. Þetta dæmi sýnir með áhrifamiklum hætti hvernig fullveldi einstakra evruríkja er komið. Svona dæmi hafa menn aldrei horft framan í fyrr. Varla hafa margir gert sér grein fyrir því, að svona kynni að fara, án þess að ríkisstjórnir evrulanda, þing eða almenningur fengju nokkuð um það að segja. Verður hönd lengi höggi fegin? Bankastjóri evrunnar, Mario Draghi, hefur viður- kennt að átök hafi verið innan framkvæmdastjórnar bankans um ofurprentunina. Spurst hefur út hvernig fylkingar skipuðust. Mesta athygli vekur að Þjóð- verjar lutu í gras, eins og Bjarni Fel. myndi orða það, og það er nýlunda og kaflaskil. En það er meira. Það er alvarlegasta hættumerki fyrir evrusamstarfið, sem sést hefur. Þjóðverjar töldu það óskrifaða reglu, frá því að þeir samþykktu þátttöku í sameiginlegri mynt, að smærri þjóðirnar myndu aldrei bera þá atkvæðum í megin- málum varðandi myntina. Það eru og hafa verið Þjóð- verjar sem borga stærsta hluta brúsans við þessa út- gerð alla. Ákvörðun S.E. er harðlega gagnrýnd, jafnt frá Óbjörguleg björgun, neyðarleg neyðaraðgerð eða góðverk í grímubúningi? * Fjárhagslegt fullveldi evruland-anna hefur aldrei formlega ver-ið afnumið, þótt smám saman hafi verið þrengt að því. Hin umdeilda ákvörðun S.E. og hin þunga ábyrgð sem lögð er með henni á skattborgara einstakra landa, án þess að spyrja þar kóng eða prest, sýnir að fjárhags- legt fullveldi þeirra ríkja er nú aðeins nafnið eitt. Reykjavíkurbréf 23.01.14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.