Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 50
Viðtal 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 F riðrik Ólafsson situr í hinum helga steini. Áttræðisafmælið er handan við hornið og hann lítur sáttur yfir farinn veg. „Ég er dús við gang mála. Ef ég fengi annað tækifæri myndi ég vilja breyta ýmsu og haga mér með öðrum hætti í sumum til- vikum en það þýðir ekki að fást um það. Maður er alltaf vitur eftir á. En enginn getur lifað fullkomnu lífi; það hlýtur að minnsta kosti að vera erfitt og áreiðanlega mjög leiðinlegt!“ segir Friðrik í samtali við Morgunblaðið í tilefni tímamótanna. Skákin er Friðriki ætíð ofarlega í huga en hann segist tefla afskaplega lítið núorð- ið. „Ég tek þátt í minniháttar mótum og tefli helst hraðskákir. Það er voðalega skrýtið að alltaf kemur þessi spenna í mann; jafnvel fiðringur í magann. Þegar ég hafði skákina að atvinnu voru allar taugar spenntar, maður var alltaf viðbúinn, þurfti að hafa allt sitt á hreinu áður en farið var út í leikinn og einbeitingin varð að vera í mjög góðu lagi eins og í öðrum keppn- isgreinum, og það er erfitt að haga sér öðruvísi þótt maður setjist bara niður til að tefla sér til gamans.“ „Kannt þú eitthvað að tefla?“ Þessi ótvíræði skákkóngur Íslands er ekki viss um hvenær hann hleypti lífi í taflmann í fyrsta sinn. „Mér er ekki alveg ljóst hvenær ég byrj- aði en finnst þó, þegar ég hugsa til baka, að ég hafi lært mannganginn fyrst og fremst af því að horfa á pabba tefla við kunningja sína.“ Ólafur Friðriksson var mikill áhugamaður um skák. Sonurinn sat iðulega við borðið og horfði á þegar hann sat að tafli ásamt gesti. „Ég hef sagt þá sögu – og hún er sönn – að einverju sinni sat ég, líklega sjö eða átta ára gamall, og fylgdist með pabba tefla við vin sinn. Eftir að þeir höfðu teflt eina eða tvær skákir, sagði ég: Pabbi, mér finnst Jörundur tefla frekar illa!“ Báðir litu undrandi á drenginn. „Kannt þú eitthvað að tefla?“ sagði gesturinn en faðirinn brást við með freistandi spurningu: „Viltu þá ekki bara tefla við hann sjálfur?“ Feðgarnir höfðu sætaskipti og drengurinn var tiltölulega snöggur að máta gestinn. „Ég man þetta mjög vel. Það er þó ekki ljóst í mínum huga hve mikið ég hafði lært en mér finnst líklegt að ég hafi verið búinn að fá einhverja tilsögn hjá vini mínum í næsta húsi. En þetta er sem sagt fyrsta skákin sem ég man eftir.“ Eftir þennan eftirminnilega sigur fengu gestir föðurins frið fyrir drengnum. Hann segist hafa teflt lítið um tíma en níu eða tíu ára fór hann að taka þátt í mótum. Varð algjörlega heltekinn af leiknum. „Ég sat og diktaði upp skákir; skrifaði þær niður og tefldi við sjálfan mig. Fyrst fyrir hvítt og svo svart. Það var góð æfing en oft erfitt að ákveða hvor ætti að vinna!“ Friðrik snýr taflinu við og leggur spurn- ingu fyrir blaðamanninn: Hefðurðu lesið Manntafl eftir Stefan Zweig? Aðalpersónan gat klofið sig í tvær persónur og hvorug vissi af hinni. Tefldi þannig við sjálfan sig, fyrst fyrir hvítan og svo svartan en vissi aldrei hvað „hinn“ var að hugsa. Þetta var hrífandi saga sem gerðist á nasista- tímanum.“ Að öðru leyti vill Friðrik ekki líkja sér við umræddan skákmann … Friðrik tefldi fyrst 11 ára gamall á Skák- þingi Íslands. „Á þeim tíma var nær óþekkt að svona pjakkar væru að hætta sér í keppni við sér eldri menn og mikil reki- stefna varð um hvort ætti að leyfa mér að tefla. Ég var skilinn eftir á taflstaðnum, aðrir fóru út og greidd voru atkvæði. Nið- urstaðan var sú að ég fékk að vera með þótt sumir teldu það ekki hollt að svona ungur drengur léti fara illa með sig við taflborðið. Ég náði svo 50% vinningshlutfalli og vann meðal annars þann sem hafði beitt sér mest á móti því að ég yrði með. Þá göptu margir en það var mjög sætur sig- ur!“ Friðrik var langyngstur á mótinu, þeir næstu 17-18 ára menntaskólapiltar. Friðrik varð Norðurlandameistari 1953 í Esbjerg í Danmörku, aðeins átján ára gam- all en honum er enn ofar í huga mót í Hastings um áramótin 1955-56 þar sem hann sigraði. „Það mót var mikill áfangi. Ég varð þá efstur ásamt Viktor Korchnoi nokkrum, sem var svolítið óvænt; mér gekk vel miklu hraðar en menn gátu búist við og sigurinn, bæði á Norðurlandamótinu og í Hastings, vakti mikla athygli hér heima.“ Áskorendakeppnin 1958 í Portoroz, í gömlu Júgóslavíu þar sem nú heitir Slóven- ía, var mikið ævintýri eins og fjallað er um nánar á næstu opnu. Þar keppti 21 skák- maður um sex sæti, en þau gáfu rétt til frekari keppni á þeim vettvangi. „Það var mjög mikill áfangi að komast í þá áskorendakeppni. Það var mikil hraðferð á mér á þessum árum; ég fór eiginlega fram úr sjálfum mér því mig vantaði alveg baklandið þegar þarna var komið sögu. Ég hafði ekki reynslu á við keppinautana sem komu úr skákmaskínunni, sérstaklega frá Rússlandi. Það var snúist í kringum þá. Ég fór auðvitað á æfingar og mót en hér voru engir kennarar í þá daga; þetta var að miklu leyti sjálfskennsla. Svo var ég allt í einu kominn á toppinn og þá vantaði bak- landið; reynsluna og þekkinguna. Það var erfitt að vera hér heima, ég hefði þurft að vera í kvikunni úti í Evrópu en það var ekki einfalt að komast utan á skákmót á þessum tíma.“ Friðrik fór í ein tvö skipti utan á mót með togurum sem sigldu með fisk. „Þegar ég var fimmtán ára tók ég þátt í fyrsta unglingamóti í heiminum þar sem 15-20 ára skákmenn kepptu. Það fór fram í Birm- ingham á Englandi, en ég fór utan með togara sem sigldi á Grimsby. Togarinn var Egill Skallagrímsson sem var vel við hæfi enda hafði hann verið útrásarvíkingur. En skipverjar á Agli lönduðu sem sagt full- fermi af fiski, og mér, í Grimsby og ég hélt svo áfram með lest til Birmingham. Það þótti alltof dýrt að senda svona pjakk með flugvél til útlanda.“ Ekki var sérlega gott í sjóinn á leiðinni utan, að því Friðriki fannst. „Ég hét mér því í þessari ferð að verða aldrei sjómað- ur,“ segir Friðrik, en enskuslettuna show- maður mætti þó nota um hann. Svo oft gladdi hann og skemmti löndum sínum með glæsilegum tilþrifum við taflborðið. Margir telja að Friðrik hafi verið á toppnum um 1960. „Eftir áskorendamótið tók ég mér hlé frá skákinni og kláraði nám í lögfræði. Fór svo að vinna í dómsmálaráðuneytinu en hafði áhuga á að koma aftur og geta þá verið betur undirbúinn en áður. Segja má að annar hluti ferilsins hafi staðið yfir frá 1974 til 1978 og þá var ég miklu sterkari skákmaður en áður. En sá hluti ferilsins stóð reyndar ekki lengi því ég álpaðist til þess að verða forseti Alþjóðaskáksambands- ins, FIDE.“ Nánar um það síðar. Friðrik varð snemma þekkt andlit, eins og nærri má geta, en þótti það ekki sér- lega spennandi hlutskipti. „Ég varð svo þekktur að ég forðaðist dálítið að fara á mannamót um tíma. Mjög margir héldu að ég vildi alltaf tala um skák, sérstaklega þegar þeir voru búnir að fá sér aðeins neð- an í því; ég vissi auðvitað að það var vel meint, en það var þreytandi. Ef ég fór á böll eða skemmtanir vildu margir spekúlera í skákinni með mér.“ Handbolti er skák … Þegar Friðrik er spurður hvað sé mest heillandi við þessa merkilegu íþrótt, skák- ina, þarf hann ekki að hugsa sig lengi um. „Þessir ótal möguleikar. Þeir sem kunna ekki að tefla, eða kunna lítið, skynja ekki hvað skákin getur verið falleg. Skynja ekki hrynjandina, samræmið og möguleikana á alls kyns leikfléttum og því að gera hluti sem brjóta hreinlega í bága við allt sem manni finnst rökrétt. Það er hægt að búa til ótrúlegar leik- fléttur í skák, þar sem maður rekur sig marga leiki fram í tímann. Allt byggist það á innsæi og hugmyndaflugi. Sköpunargleðin skiptir líka miklu máli. Þú vilt búa eitthvað til. Sumir halda að skákin gangi alltaf eftir fyrirfram ákveðnum reglum og hún gerir það að vissu marki. Allir verða að hafa viss grundvallaratriði á valdi sínu en þegar komið er út í stöður þar sem allt er iðandi af möguleikum þá reynir virkilega á skák- manninn. Það var mikið til í því sem vinur minn, stórmeistarinn Hort frá Tékkóslóv- akíu, sagði um skákina: það eru tveir arki- tektar sem byggja upp og spurningin er hvor byggingin stendur og hvor hrynur.“ Leikfléttur, innsæi, hugmyndaflug, sköp- unargleði. Einhvers konar sambland af handbolta og ljóðlist? Eða hvað? Friðrik segir það ekki svo galið. „Í íþróttum sér fólk ekki alltaf að ákveðin leikkerfi eru í gangi en sjá þó þjálfarann tala yfir hausamótunum á leikmönnum með töflu þar sem hann sýnir uppstillinguna og hvernig menn eiga að hreyfa sig. Þetta er Pabbi, mér finnst Jörundur tefla frekar illa FRIÐRIK ÓLAFSSON, FYRSTI STÓRMEISTARI ÍSLENDINGA Í SKÁK, VARÐ SNEMMA ÞJÓÐHETJA. MENN HANS FÓRU EINS OG STORMSVEIPIR UM TAFLBORÐ HÉR HEIMA OG ERLENDIS. ÞEGAR FRIÐRIK SEST AÐ TAFLI FYLGIST ÍSLENSKA ÞJÓÐIN MEÐ, SAGÐI DANSKI SKÁKMEISTARINN BENT LARSEN Á SÍNUM TÍMA OG ÞAÐ VAR HVERJU ORÐI SANN- ARA. FRIÐRIK, SEM VERÐUR ÁTTRÆÐUR Á MORGUN, VAR HANDBOLTASTJARNA OG ROKKHETJA ÞESS TÍMA. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Við ósigur megamenn alls ekki látahugfallast heldur verður tapið að brýna menn fyrir komandi átök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.