Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Menning Þ ær eru það, svo sann- arlega. Ég hef í nokk- ur ár undirbúið það að flytja þær allar, og í rauninni alla ævina,“ segir Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari brosandi þegar hún er spurð að því hvort hinar sex dáðu sellósvítur eftir Johannes Sebast- ian Bach séu ekki skylduverkefni hins þroskaða sellóleikara að tak- ast á við. „Ég byrjaði að læra svíturnar þegar ég var í námi og hef reglu- lega tekið þær fram. Ég hef aldrei fyrr leikið þær allar á tónleikum en hef flutt eina og eina, án þess að hafa verið iðin við það. Það er virkilega gaman að fá tækifæri til að flytja þær á þessum tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins,“ segir hún. Bryndís Halla er einn kunnasti hljóðfæraleikari þjóðarinnar. Í fyrra flutti hún þrjár af hinum frægu einleikssvítum Bachs, sem hann samdi um 1720, á tónleikum klúbbsins, en annað kvöld, sunnu- dag, er komið að því að hún flytji þær sem eftir eru, svítur þrjú, fjögur og fimm. Hvers vegna hafa þessar svítur Bachs orðið líklega frægustu verk sem skrifuð hafa verið fyrir selló? „Það hlýtur að vera vegna þess hvað þetta er flott og tilkomumikil tónlist og líka mikið tímamótaverk. Á þessum tíma hafði engum tekist að skrifa svona magnaða fjölradda- tónlist fyrir einradda hljóðfæri. Og þær er líka ögrandi tæknilega fyrir sellóleikarann. Músíkalskt og tæknilega er afar krefjandi að tak- ast á við þessi verk,“ segir hún. „Til að mynda er mikið af hljóm- um í svítunum og það þarf að hafa fyrir því að láta flæðið ganga upp. Það getur verið kúnst að láta verk- in hljóma eðlilega þó að maður sé að reyna að leika eins og sellóið sé hljómborðshljóðfæri. Þetta er mikil áskorun.“ – Áttu þér eftirlætissvítu? „Ég á mér uppáhaldskafla, „Al- lemande“ úr sjöttu svítu. Hún er eitt það fallegasta sem ég veit.“ Þegar Bryndís Halla er spurð að því hvernig hún nálgast svíturnar annars segist hún hafa velt því mikið fyrir sér og hafa hlýtt á túlkun margra. „Það ótrúlega misjafnt hvernig fólk nálgast verkin. Að vissu leyti vil ég hafa þetta eins einfalt og mögulegt er, þó að mér finnst þetta verkefni ekkert einfalt. Ég vil ekki hrópa verkin. Margir spila svíturnar með áherslu á róman- tíska þætti og þó að mér finnst rými fyrir smá rómantík þá er ég hvorki á þeirri línu eða einhvers- konar barrokskotinni túlkun – ég er einhvers staðar í miðjunni. Ég hef ákveðna hugmynd um nálgun- ina sem ég sækist eftir og hún byggist á þessum einfaldleika. Mér finnst þær fallegastar þannig. Ég vil ekki gera of mikið við þær.“ Við ræðum ólíka nálgun kunn- ustu sellóleikara liðinna áratuga á svítum Bachs og í ljós kemur að Bryndís Halla hrífst at túlkun Pablos Casal og Yo Yo Ma. „Ég er mjög hrifin af þeim báðum þótt þeir séu ótrúlega ólíkir. Flutning sumra annarra fíla ég alls ekki. Fólk skilur alveg tungumál þess- arar tónlistar þótt ekki sé verið að stafa allt út, hljómabreytingar og slíkt. Það getur þó verið flott að gera það í rómantískri tónlist.“ – Þessi verk eru meðal eftirlæt- istónverka margra tónlistarunn- enda. Hræðir það þig ekkert? „Jú jú, auðvitað, en ég er alltaf svo hrædd þegar ég geng á svið að það er engin breyting,“ segir Bryndís Halla hlæjandi. „Ég er alltaf með mikinn sviðsskrekk. En ég hef lært að takast á við það. Mér hefur þótt gott að vita að mjög margir tónlistarmenn hafa þjáðst af þessum skrekk, til dæmis Casals. Líka Horowitz. Hann neit- aði einhvern tíman að fara inn á svið en var ýtt fram fyrir áheyr- endur. Að vissu leyti er svo líka svolítið gott að ganga ein á sviðið. Að vera bara ein með sjálfri sér og ekki með það áreiti sem óneitanlega er til staðar þegar maður deilir svið- inu með fleirum, þó að það sé líka auðvitað gaman. Að vissu leyti er það notalegt að leika ein …“ – Að vera ekki í hlutverki leið- arans í Sinfóníuhljómsveitinni og þurfa að hugsa um allan hópinn. „Já, einmitt.“ Hún brosir. Hrikalega nákvæm Á farsælum ferli sínum hefur Bryndís Halla þegar komið fram á 33 tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins. Hún segir frábært að koma þar fram. „Þetta er einstaklega góður klúbbur og ómetanlegt að hann skuli hafa haldið starfseminni áfram allan þennan tíma. Það var svolítið skrýtið að flytja úr Bústaðakirkju í Norðurljósasal Hörpu, stemningin er öðruvísi en hlutirnir breytast, sem er ágætt í sjálfu sér,“ segir hún. Bryndís Halla fékk á dögunum starfslaun listamanna í tólf mánuði. Hvaða verkefni er hún helst með á prjónunum? „Ég er að hljóðrita svítur Bachs og gef þær út á diski, vonandi í lok ársins. Það er heljarinnar verkefni. Smekkleysa gefur diskinn út en við Þórður Magnússon tón- skáld, maðurinn minn, önnumst upptökurnar sjálf. Það er mjög spennandi.“ – Hver er munurinn á því að stíga fram á svið og leika svíturnar eins og þú gerir á sunnudag og síðan því að hljóðrita verkin? „Þetta er allt annað, gríðarlega ólíkt. Í upptökum þarf ég stundum að ímynda mér að ég sé að spila fyrir fólk, því sambandið við áheyrendur er svo mikilvægt. Þeir eru svo hvetjandi. En kosturinn við upptökur er að maður veit að það má alltaf endurtaka leikinn, pressan er allt öðruvísi. Í upp- tökum langar mig alltaf til að hafa sem lengsta kafla óklippta en það er ekki alltaf hægt. Markaðurinn hefur þróast þannig að þegar einn byrjar að klippa út það sem má kalla óhreint í leiknum, þá er mað- ur kominn í samkeppni við það.“ – Ertu nákvæm þegar þú ert að hlusta á upptökur og velja? „Já, ég er hrikalega nákvæm,“ segir hún og kveður þungt að. „Ég geri alla klippara brjálaða!“ Hún hlær. „Það tekur mjög mikinn tíma að taka upp, hlusta og velja. Þórð- ur er mjög þolinmóður í þessu samstarfi, sem er eins gott …“ Aldrei vantað verkefni Eins og Bryndís Halla sagði hefur hún verið í leyfi frá Sinfóníu- hljómsveit Íslands í vetur en það vekur athygli að hún hefur nú leitt sellósveit hennar í aldarfjórðung, frá árinu 1990 en ári áður lauk hún framhaldsnámi í Boston. Henni fannst vera kominn tími á að taka sér frí frá hljómsveitinni. „Þetta er mjög mikil vinna, mik- ið álag,“ segir hún. „Ég hef nú verið að kenna talsvert í vetur, í fjórum skólum.“ – Þú hefur líka leikið með allra- handa tónlistarhópum og hljóm- sveitum, verið afar áberandi í tón- listarlífinu. „Mig hefur aldrei vantað verk- efni. Ég hef lítið gert af því að setja saman tónlistarhópa, hef þvert á móti verið frekar dekruð hvað það varðar að ég hef fengið mikið af fínum verkefnum upp í hendurnar. Á tímabili, áður en nokkrir sel- listar skiluðu sér úr námi fyrir um fimmtán árum, fannst mér þetta orðið þannig að ég hálfskammaðist mín fyrir að vera alls staðar. Ótt- aðist að allir væru komnir með nóg af mér. En það lagaðist, sem betur fer …“ – Þú hefur líka verið að takast á við allar tegundir tónlistar. Áttu þér eftirlætistónlist? Hún hugsar sig um. „Mér finnst Beethoven vera í sérflokki,“ segir hún síðan. „Til dæmis kvartett- arnir hans, það er ótrúleg tónlist. En það er gaman að hafa þetta fjölbreytt. Mér finnst líka gaman að spila nýja tónlist, svo framar- lega sem hún gerir kröfur til mín sem hljóðfæraleikara. Mér finnst ekki mjög gaman að spila með boganum á „líkama“ sellósins, ég er ekki mikið fyrir slíkar tilraunir. Mér finnst að það sé löngu búið að gera margar af þessum tilraunum. En mér hefur annars alltaf þótt mjög gaman að spila rómantíska tónlist, í henni fá strengjahljóð- færin að njóta sín. Sellóið er svo rómantískt hljóðfæri.“ – Verðurðu aldrei leið á sellóinu? „Nei, bara á sjálfri mér. Stund- um er ég þó þreytt á því að koma fram. Þá langar mig stundum til að vera bara húsmóðir um tíma,“ segir Bryndís Halla og hlær. En áður en sá draumur getur ræst lýkur hún við að leika allar selló- svítur Bachs. „Mér finnst líka gaman að spila nýja tónlist, svo framarlega sem hún gerir kröfur til mín,“ segir Bryndís Halla. Morgunblaðið/Einar Falur BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR LEIKUR ÞRJÁR EINLEIKSSVÍTUR BACHS FYRIR SELLÓ Á SUNNUDAGSKVÖLD Áskoranir sellóleikarans BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR SEGIR AÐ HINAR RÓMUÐU SELLÓSVÍTUR BACHS SÉU „FLOTT OG TILKOMUMIKIL TÓN- LIST OG LÍKA MIKIÐ TÍMAMÓTAVERK“. HÚN LEIKUR ÞRJÁR AF SVÍTUNUM Á TÓNLEIKUM KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS Á SUNNUDAGSKVÖLD OG ER EINNIG AÐ HLJÓÐRITA ÞÆR. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.