Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 56
Þ egar gengið er inn á sýninguna Stund milli stríða með málverkum systranna Söru og Svanhildar Vil- bergsdætra, sem opnuð verður í menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti í dag, laugardag, klukkan 15 tekur sjávarniður á móti gestum; það má heyra hvernig öldur skella á strönd. Við blasa litrík og fjörleg verk sem sýna mörg hver systurnar sjálfar á sælustundum í orlofi á Tenerife, við strönd sem öldurnar klappa. Verkin eru hlað- in listsögulegum tilvísunum – sjá má mjólkur- stúlku málarans Vermeer og hann sjálfan tvö- faldaðan að mála þær, í einu verkinu er sundlaug Davids Hockney og berrassaður ungur maður sem kemur úr frægu málverki hans; elskendur úr verki eftir Chagall svífa um loftið í öðru verki og í enn einu eru þær systur úti í laug ásamt Jesú Kristi, Línu Langsokk, Marilyn Monroe og Fridu Kahlo. Þrátt fyrir galgopaskapinn eru sum verkin líka mjög dramatísk. Hvaða er að gerast hér? „Við endann á salnum eru þessi verk þarna sem sýna stríðin sem titill sýningarinnar vísar í, en það er löng saga sem borgar sig líklega ekkert að fara út í,“ segir Sara. Þegar hváð er segir Svanhildur að mál- verkið til vinstri sýni hana og vísi í það þegar hún greindist með krabbamein árið 2009 og var í kjölfarið skorin upp. Þar má sjá hana liggjandi á bekk í geislameðferð á sjúkrahúsi. Súperman er fljúgandi á myndinni og leik- arinn George Clooney er þar líka. „Við byrjuðum fyrir tilviljun að mála saman á menningarnótt árið 2010, héldum okkar fyrstu einkasýningu í Listasafni ASÍ 2012, en í maí sama ár vorum við í Danmörku, í vinnustofudvöl á Fjóni,“ segir Svanhildur. „Þar unnum við að fjölskyldumálverki sem við sýndum seinna í Mosfellsbæ og hangir nú í Hörpu. Þetta verk hér sýnir okkur þar,“ segir Svanhildur og við stöndum frammi fyrir afar gulu verki þar sem sjá má systurnar dúðaðar, H.C. Andersen les bók í öðru horninu en þar eru líka van Gogh og litla stúlkan með eld- spýturnar, auki fleira fólks. „Þarna var þessi yndislegi guli repjuakur, þaðan kemur guli grunnurinn, og fallegt kirsuberjatré í garðinum en það var bruna- gaddur og við bjuggum í húsnæði sem var rakt og kalt. Við kvefuðumst báðar hast- arlega, ég fékk nú bara lungnabólgu en flensuvírusinn hljóp í hjartað á Söru, gerði þar mikinn usla og stoppaði það mánuði síð- ar.“ „Ég fékk hjartastopp og hreinlega and- aðist,“ segir Sara þegar hún er spurð nánar út í forsögu málverksins sem sýnir hana í sjúkrarúmi á sjúkrahúsi, með hjartað liggj- andi á sænginni. Uppi í vinstra horninu eru sjúkraflutningamenn, þar er Súperman líka mættur og við rúmið eru systur hennar, Bryndís og Svanhildur. Dauðinn er mættur með ljáinn við höfðagaflinn. „Þetta gerðist 8. júlí 2012 og það tókst að endurlífga mig,“ segir Sara. „Það var á afmælisdegi systur okkar og ég var skorin upp á afmælisdegi bróður okkar!“ skýtur Svanhildur inn í. „Þarna er ég á gjörgæslunni.“ segir Sara um verkið. Og hjartað á sænginni? „Það kemur frá Fridu Kahlo.“ Hún hlær. „Við höldum mikið upp á hana. Bjargvætt- urinn Súperman er að störfum á báðum spít- alamálverkunum.“ – En Clooney? „Hann á bara að vera sætur,“ svarar Svan- hildur. „Hann horfir bara beint í myndavél- ina.“ „Hérna er dauðinn yfir mér en Hannibal Lechter er á málverkinu af Svanhildi,“ segir Sara. „Krabbinn étur mann en þessi er sneggri,“ bætir Svanhildur við og bendir á manninn með ljáinn. – Þið sluppuð. Súperman kom til bjargar. „Já, þetta slapp fyrir horn. Samt tók endur- lífgunin á mér 45 mínútur,“ svarar Sara. „Hér var örugglega um kraftaverk að ræða. Ég er síðan með bjargráð og búin að ná mér vel á strik. Allir geta fengið svona vírus og stund- um skýst hann í hjartað. Ég var bráðfrísk fram að því. Ég var á leið í sumarfrí með manninum mínum, við vorum á bensínstöð í Hveragerði og þá leið ég út af í bílnum. Hann dró mig út og fyrir tilviljun átti lögreglumað- ur á frívakt leið hjá, hann sá þetta, stoppaði og byrjaði strax að hnoða mig í gang. Sjúkra- bíllinn frá Selfossi kom ekki fyrr en ellefu mínútum seinna. Hefði lögreglumaðurinn ekki verið þarna þá væri ég ekki hér til frásagnar …Við systur urðum þannig báðar fyrir sjokki vegna heilsunnar en mitt á milli þessara at- vika þá fórum við saman til Tenerife, árið 2011.“ Veltum ferðakúltúr fyrir okkur Sara og Svanhildur eru fæddar á Ísafirði árin 1956 og 1964, dætur hins kunna tónlistar- manns og hárskera, Villa Valla, Vilbergs Vil- bergssonar. Þær námu báðar við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og unnu lengi að list sinni hvor í sínu lagi en eins og þær sögðu ákváðu þær fyrir um fimm árum að prófa að vinna saman, með litum og striga. Viðtök- urnar voru góðar, þær nutu sín í samstarfinu og hafa síðan kannað í sameiningu bæði hvunndags- og ævintýralönd. Og eins og þær sögðu líka fóru þær til Tenerife árið 2011, í frí með eiginmönnum sínum, en líka til að safna efni fyrir flest þessara verka. „Sýningin endurspeglar að það skiptast á skin og skúrir í lífinu,“ segir Sara. „Við heyr- um sjávarnið hér og hafið er eins og lífið, það er aðfall og útfall.“ „Eftir að hafa lent í hremmingum með heilsuna kann maður betur að meta lífið og veit hvað það skiptir miklu máli að geta bæði andað inn og út,“ bætir Svanhildur við. Þær hafa greinilega notið lífsins í ferðalag- inu sem mörg málverkanna fjalla um. „Við litum í og með á þetta ferðalag sem vinnuferð. Við vorum með góða myndavél og tókum mjög mikið af ljósmyndum til að vinna úr. Við vorum líka að velta ferðakúltúrnum fyrir okkur, þessum plebbakúltúr sem við vor- um hluti af,“ segir Sara og systurnar flissa. „Við mynduðum allskyns hluti og aðstæður en síðan grisjuðum við, völdum myndir að skoða betur og röðuðum þeim saman. Út úr því komu nokkrar stemningar.“ – En hver er ástæðan fyrir því að elsk- endur Chagalls svífa yfir ykkur í sólbaði þarna og að mjólkurstúlka Vermeers er að þjóna ykkur á annarri mynd? „Þetta kemur bara svona til okkar,“ svarar Svanhildur og ypptir öxlum. „Við veltum hug- myndum á milli okkar og munum ekkert endi- lega hver kom með fyrstu hugmynd eða hver þá næstu, svona er þetta bara.“ „Við áttum okkur á sumu eftirá,“ bætir Sara við. „Sjáðu, hér er maðurinn minn að lesa bók í sólbaði. Hann er þessi þögla týpa og það er gaman að láta ástfangna parið hans Chagalls koma fljúgandi upp úr bókinni hans – er hann að lesa ástarsögu? Það er ekki séns,“ segir hún og hlær. „Kannski fáum við SARA OG SVANHILDUR VILBERGSDÆTUR SÝNA Í GERÐUBERGI „Eigum í raun alls ekki skap saman“ SYSTURNAR SARA OG SVANHILDUR VILBERGSDÆTUR MÁLA SAMAN MYNDIR SEM ERU FYNDNAR, LITRÍKAR OG HLAÐNAR LISTSÖGULEGUM TILVÍSUNUM. UM LEIÐ FJALLA ÞÆR UM VEIKINDI SEM ÓGNUÐU LÍFI ÞEIRRA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Vitnað er í hollenska málarann Vermeer í verkinu Homage með fromage. Hann sést hér tvöfald- aður mála systurnar en mjólkurstúlka hans, úr samnefndu málverki, gengur um beina. * Hérna er dauðinnyfir mér en Hanni-bal Lechter er á málverk- inu af Svanhildi. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Elektra Ensemble býður upp á sína árlegu ný- árstónleika á Kjarvalsstöðum á morgun, sunnudag, klukkan 20. Þar hyggjast flytjendur slá á létta strengi og flytja efnisskrá sem höfðar til breiðs hóps áheyrenda. Á tónleik- unum mun Hallveig Rúnarsdóttir sópran- söngkona flytja ásamt Elektra Ensemble vin- sæl lög og aríur úr óperettum og söngleikjum eftir Johann Strauss, Luigi Arditi, George Gershwin, Kurt Weill og Leonard Bernstein. Flytjendur á tónleikunum ásamt Hallveigu eru Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautu- leikari, Rúnar Óskarsson klarínettuleikari, Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari og Margrét Árnadóttir sellóleikari. ELEKTRA ENSEMBLE LEIKUR NÝÁRSTÓNAR Elektra Ensemble hefur staðið fyrir vinsælli tón- leikaröð á Kjarvalsstöðum síðustu ár. Ljósmynd/Steve Lorenz Hin árlega sýning Þetta vilja börnin sjá! vekur ætíð áhuga ungra lesenda í Gerðubergi. Hin árlega sýning „Þetta vilja börnin sjá!“ verður opnuð í Borgarbókasafninu, Menn- ingarhúsi Gerðubergi, á sunnudag klukkan 14. Sýndar verða afar fjölbreytilegar mynd- skreytingar 28 myndskreyta í íslenskum barnabókum sem gefnar voru út í fyrra. Er þetta í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin með þessum hætti, þar sem gestir geta í senn skoðað bækurnar og úrval mynd- anna á veggjum. Samhliða opnun sýningarinnar hafa ís- lensku myndskreytiverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm verið afhent en breyting verður á því að þessu sinni. Verður nýtt fyr- irkomulag kynnt síðar. ÞETTA VILJA BÖRNIN SJÁ BÓKAMYNDIR Sýningin „Til sjávar og sveita“ verður opnuð í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum í dag, laugar- dag, klukkan 14. Á sýning- unni eru verk eftir Gunn- laug Scheving listmálara, einn af stórmennum ís- lenskrar listasögu. Sýningin var upphaflega unnin sem samstarfsverk- efni Listasafns Árnesinga, Listasafns Horna- fjarðar og Listasafns Íslands og eru verkin öll úr safneign þess síðastnefnda. Sýningarstjóri er Björg Erlingsdóttir. Við sama tækifæri verða opnaðar tvær aðrar sýningar í Duushúsum. Sýningin „Sjálf- sagðir hlutir“ fjallar um þekkta hluti úr hönn- unarsögunni og kemur frá Hönnunarsafni Ís- lands. „15/15 – Konur og myndlist“ er sýning á verkum 15 íslenskra kvenna úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR VERK SCHEVINGS Gunnlaugur Scheving Menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.