Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 57
Homage í sólbaði er heiti verksins þar sem elskendur Chagalls svífa yfir systrunum í sólbaði með eiginmönnunum. Í forgrunni er nakin kona úr málverki Manets frá 1862, Le Déjeuner sur l’herbe. Í þessu verki, Homage með önd, vinna systurnar með þekkt málverk eftir David Hockney. útrás fyrir stríðnina í okkur í verkunum.“ Svanhildur tekur undir að þær sjái oft margar tengingar eftirá. – En þið getið ekki neitað því að það er mikill húmor í þessum verkum. „Það er þá algerlega óvart“ segja þær stríðnislega og vilja sverja það af sér. – Sum verkin eru býsna einföld, hér er nærmynd af fæti og lökkuðum nöglum. „Það er litapæling í þessu en svona var þetta,“ segir Svanhildur. „Svo er annað, að dreyma vatn er fyrir veikindum.“ „Það er alveg klassískt, ég þekki það vel,“ tekur Sara undir með systur sinni. Í taugarnar á hvor annari En hvernig skyldu systurnar vinna? Raða þær saman því sem á að fara á myndflötinn áður en þær byrja að mála, og mála svo hlið við hlið á sama strigann? „Já. Við gerum allt saman. Við dælum í tölvu ógrynni af myndum og setjumst svo öðru hvoru yfir það, förum í Photoshop og klippum til hluti sem passa saman, leikum okkur með þetta fram og til baka. En stund- um gerum við líka klippimyndir upp á gamla mátann,“ segja þær. „En þetta eru allt upp- haflega klippimyndir. Við grisjum þetta smám saman þar til eftir standa nokkrar tillögur. Verkin fara oft í allt aðra átt en við ætluðum, þau taka okkur með sér. Þá fer tími í að raða myndefninu saman og við spáum heilmikið í myndbyggingunni, litnum og samspilinu þar á milli. Við erum líka furðu sammála um hvað virk- ar og hvað ekki.“ Svanhildur segir það í raun ótrúlegt hvað þær séu sammála um verkin. „Já, því við erum rosalega ólíkar og eigum í raun alls ekki skap saman,“ segir Sara. „Fyrir utan þetta. Annars erum við oft frekar pirr- aðar hvor á annarri.“ „Já, við förum oft í fínustu taugarnar á hvor annarri og þurfum þá að passa okkur, en ekki í þessu,“ segir Svanhildur þá. „Þegar við vinnum að þessum myndum er- um við eins og ein manneskja, það er ekki eðlilegt!“ Þær hlæja. – En málið þið myndirnar af ykkur sjálfar eða hvor aðra? „Við gerum alltaf sjálfsmyndir. Við eigum alveg eftir að prófa að snúa því við. Nú blóðlangar okkur til Rómar í haust,“ segja þær svo þegar spurt er um næstu skref. „Í innblástursferð. En mennirnir okkar vita það ekki enn, þeir verða bara að lesa það í Mogganum…“ „Ég fékk hjartastopp og hreinlega andaðist,“ segir Sara þegar spurt er um málverkið Hjartastopp sem þær Svanhildur standa við. Morgunblaðið/Einar Falur 25.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Unnendur forvitnilegra kvik- mynda ættu að skondra í Háskólabíó næstu daga þar sem fram fer Frönsk kvik- myndahátíð. Tíu kvikmyndir verða á skjánum, flestar nýjar en einnig eldri myndir og klassískar. 2 Fjöldi listamanna frá Vest- mannaeyjum stígur á svið á veitingastaðnum Spot á laugardagskvöld, á hinu ár- lega Eyjakvöldi. Fram koma hin sí- vinsæla hljómsveit Logar, Dans á rós- um, Bjartmar Guðlaugsson og Birgir Haraldsson, söngvari Gildr- unnar og Gullfoss. 4 Sýningar standa yfir á hinni fínu uppfærslu Borgarleik- hússins á Dúkkuheimili Ib- sens. Aðstandendur taka þetta klassíska verk forvitnilegum tökum og gaf rýnir Morgunblaðsins uppfærslunni fjórar stjörnur. 5 Um helgina lýkur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, tveimur áhugaverðum mynd- listarsýningum sem full ástæða er til að hvetja listunnendur að missa ekki af. Sýning Sirru Sig- rúnar Sigurðardóttur nefnist „Flatland“ en sýning hins austurríska Günter Damisch „Veraldir og vegir“. 3 Á dagskrá Heimilislegra sunnudaga á Kex Hosteli klukkan 13 á sunnudag verður leikandi létt fjölskyldu- skemmtun þar sem verður boðið uppá lauflétt leiklistarnámskeið. Um- sjón með því hafa Agnar Jón Egils- son og María Heba Þorkelsdóttir. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.