Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Hrafnkell Lárusson er 37 ára Austfirð-ingur sem snéri heim að loknu námifyrir níu árum en er nú reyndar á leið suður á ný, til að ljúka doktorsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Viðtökurnar við fyrstu ljóðabókinni, Ég leitaði einskis … og fann, komu Hrafnkeli skemmtilega á óvart enda nýgræðingur. Hef- ur að vísu komið að útgáfu fjögurra fræðirita og einnar til: „Ég gaf út minningabrot og ljóð afa míns, Sigurðar Lárussonar frá Gilsá í Breiðdal. Handritið var efnislega til þegar hann féll frá, ég hafði aðstoðað hann og lauk verkefninu. Bókin kom út árið 2008 eftir að hann lést.“ Árið 2014 var fjölbreytt hjá ljóðskáldinu. Í ársbyrjun var hann starfsmaður Háskóla Ís- lands og vann fyrir rannsóknarsetur HÍ á Egilsstöðum, fyrsta ljóðabókin kom út og Hrafnkell endaði árið sem sauðfjárbóndi austur á fjörðum, þegar hann leysti föður sinn af. Hrafnkell hefur lengi fengist við ljóðagerð. „Ég byrjaði að fikta við þetta á unglingsaldri en fór svo að sýna ljóðinu meiri áhuga þegar ég kom í menntaskóla og áfram eftir að ég byrjaði í háskólanum. Þá fór ég að mótast og þó að ljóðin sem birtast í bókinni séu frá 20 ára tímabili, frá menntaskólaárunum til sam- tímans, skal ég viðurkenna að þau eru mjög fá frá elsta tímanum; þetta er fyrst og fremst frá síðustu tíu árum en ég hélt þeim elstu inni, þrátt fyrir að manni finnist færnin aukast eftir því sem tíminn liður og verður þá ekki eins hrifinn af því gamla. En þetta er ferilsbók og gömlu ljóðin voru hluti af minni sjálfsmynd á þeim árum. Ég leit á mig sem ljóðskáld í menntó, þegar maður var í hraðri mótun, en síðan hefur verið mjög mis- jafnt hve ég hef lagt mikla stund á ljóðlist. Stundum lá hún alveg í láginni, ég var búinn að ýta ljóðunum alveg aftur fyrir mig á tíma- bili en árið 2008 mynduðum við hóp hér fyrir austan sem hittist reglulega í um tvö ár.“ Þau eru fjögur og hópurinn heitir Hási kisi. „Sumir hafa velt nafninu fyrir sér, en það er einfaldlega myndað úr fyrstu stöf- unum í nöfnum og gælunöfnum okkar!“ Hrafnkell segir Ingunni Snædal þekktasta ljóðskáldið í hópnum. „Ásgrímur Ingi Ás- grímsson hefur gefið út þrjár ljóðabækur en er líklega þekktastur sem fyrrum fréttamað- ur RÚV á Austurlandi og margir muna eftir Stefáni Boga Sveinssyni úr Útsvari í sjón- varpinu. Ég er sá eini í hópnum sem er lítt þekktur. Hópurinn tók að hittast reglulega og við fórum yfir efni hvert frá öðru. Það kom mér eiginlega af stað aftur, bæði í að semja og mér fannst að ég yrði að koma einhverju frá mér. Innst inni langaði mig einhvern tíma að gefa út ljóðabók. Þegar ég fór af stað í fyrrasumar hugsaði ég um að mjög áhuga- vert yrði að sjá hvaða viðtökur bókin fengi – en það skipti mig ekki síður máli að koma bókinni út vegna þess að það yrði gott fyrir mig persónulega.“ Bókin fékk ágætis viðtökur, að sögn Hrafnkels, og það kom honum skemmtilega á óvart. „Hún kom út um miðjan október og um tveir þriðju af upplaginu seldust á innan við mánuði. Ég sel bókina aðallega sjálfur þó að hún fáist líka í Eymundsson, hjá Bóksölu stúdenta og víðar. Ég bjó að reynslu frá því ég gaf út bókina hans afa því hún var líka gefin út án forlags; þá áttaði á mig á því að þegar maður stend- ur í þessu sjálfur er mikil vinna eftir þegar bókin kemur úr prentun.“ Hrafnkell segist enn eiga fáein eintök eftir af bók sinni og nokkur liggi í verslunum. „Upplagið er nánast búið og það þykir gott. Fyrstu ljóðabækur höfundar seljast yfirleitt ekki mikið.“ Sum ljóðin virðast mjög persónuleg. „Ég skal gera smájátningu hér og nú; í formála bókarinnar set ég þann fyrivara, sem reyndu bókmenntafólki finnst óþarfur, en mér fannst nauðsynlegur; að sá ég sem birtist í bókinni sé ekki höfundurinn sjálfur. Það gerði ég til þess að lesendur fari ekki að máta ljóðin við mína persónulegu reynslu en líka til að breiða yfir þá staðreynd að sum þeirra byggja einmitt á persónulegri reynslu.“ Í sumum ljóðanna er fjallað um sam- félagið og vöngum velt um það. „Ég hafði oft þörf fyrir að tjá mig með ljóðagerð þegar mér leið ekki vel. Þegar ég fór yfir efnið kom í ljós að ég átti miklu meira af slíku efni en það sem ég skapaði þegar ég var léttur í lund og það sést eflaust á ljóðunum á bókinni. Það að horfa á eftir sam- ferðamönnum falla frá hefur til dæmis stundum ýtt við mér.“ Ekkert sérstakt þema er í bókinni. „Hún hefur yfirbragð safnrits frekar en fyrstu ljóðabókar höfundar. Ég valdi bara ljóð sem mér hugnaðist helst að birta. Eitt helsta ein- kenni bókarinnar eru tilraunir mínar með form. Þessar tilraunir eru líklega hvað mest áberandi þegar kemur að stuðlasetningunni“ Hann á töluvert efni til og „þegar við- tökur eru svona góðar veltir maður því auð- vitað fyrir sér að gefa út aðra bók. Vissulega kitlar það en ég sé bara til“. Staða ljóðsins er endalaust umræðuefni. „Ég hef ekki stórar áhyggjur. Áhugi fyrir ljóðum er mjög mikill, til dæmis hér fyrir austan, án þess ég geri mér grein fyrir hvers vegna svo er, og halda að svo sé al- mennt. Ég held að þessi áhugi endurspeglist líka í því að tvær ljóðabækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þessu sinni.“ FYRSTA LJÓÐABÓK HRAFNKELS LÁRUSSONAR SAGNFRÆÐINGS Ég leitaði einskis … og fann Hrafnkell Lárusson: „Ég byrjaði að fikta við þetta á unglingsaldri en fór svo að sýna ljóðinu meiri áhuga þegar ég kom í menntaskóla …“ Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson HRAFNKELL LÁRUSSON HEFUR KOMIÐ AÐ ÚTGÁFU FIMM BÓKA FRÆÐILEGS EÐLIS EN ÉG LEITAÐI EINSKIS … OG FANN, ER FYRSTA LJÓÐABÓKIN FRÁ HONUM. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Ég hafði oft þörf fyr-ir að tjá mig meðljóðagerð þegar mér leið ekki vel. Þegar ég fór yfir efnið kom í ljós að ég átti miklu meira af slíku efni en það sem ég skapaði þegar ég var léttur í lund. Ég var heppið barn. Fyrstu kynni mín af skáldskap voru heilræðavísur Hallgríms Péturssonar sem pabbi lét mig læra utan að. Ég drakk síðan í mig Tinnabækur Hergé og hélt mest upp á Fangana í sólhofinu. Engar myndasögur hafa haft jafn mikil áhrif á mig. Kímnigáfa Hergé. Hinn hugrakki Tinni og svo hinn breyski, en um leið tryggi vinur hans Kolbeinn. Þegar ég var 12 ára las ég Önnu Kar- eninu eftir Leo Tolstoj sem er ein af mín- um uppáhaldsbókum. Aðeins tvisvar hef ég þó grátið yfir bók. Í fyrra skiptið við lestur Sérherbergis Virginu Woolf og í seinna skiptið þegar ég las Vopnin kvödd eftir Hemingway. Margfalt fleiri bækur eru auðvitað í uppáhaldi, en mig langar nú samt að nefna örfáar í viðbót. Salka Valka og Gerpla Halldórs Laxness koma upp í hugann. Bréf til Láru Þórbergs Þórðarsonar. Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns eftir Ástu Sigurðardóttur. Glímu- skjálfti Dags Sigurðarsonar. Skugga-Baldur eftir Sjón sem ég las í einum rykk í flugvél og Afleggjarinn eftir Auði Övu sem ég er einmitt nýbúin að lesa aftur. Kalda- ljós Vigdísar Grímsdóttur. Englar Alheimsins eftir Ein- ar Má og Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson. Helst vil ég síðan að ljóðabókin Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur fylgi mér hvert sem ég fer. Þegar ég hef búið í útlöndum finnst mér gott að hafa þá bók einhverstaðar þar sem ég sé hana vel. Hið sama gildir um Sönginn um sjálfan mig eftir Walt Whitman sem ég hef ótal sinnum lesið. Ég dýrka góð ljóð. Góð ljóð er alltaf hægt að lesa aftur – og þau getur maður munað. BÆKUR Í UPPÁHALDI MARGRÉT LÓA JÓNSDÓTTIR SKÁLDKONA Margrét Lóa Jónsdóttir er hrifin af Tinnabókunum og dýrkar góð ljóð. Morgunblaðið/Þórður Bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.