Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 HEIMURINN P rum efti yh remur vikum o r lögregla yfirheyr lýsti því yfir í ki Charlie, heldu rr líkm. S vita afvið andinu. BRETLAND N 26 ár ögfræðingur, arAlice Bigg , hefur ákveðið a um í heilan mánuði, álifa undir fátæktarmörk ndi á dag, sem samsvararaðeins einu sterlingspu num. Þetta gerir hún tilum 200 íslenskum kró rra sem minnst mega sín í sað setja sig í spor þei en safnar um nna munu í sjóði sem ætlaðleið áheitum sem re að berjast gegn fátækt í MEXÍKÓ MEXÍKÓBORG ðingur ogkrunarfræHjú ðustrg nokkrir aðtvö ungbörn létust o barrengingu ásumir alvarlega, í gassp uajem kallast Cfæðingarspítala í hverfi arð þegar lekiarSpítalinn er rústir ein pítalanum.kom að gasbíl sem var an á e d ock tu r a at raldar. Dómsmálaráðh þágu uppbyggingar o nthafi „Ég ætlaði ekki að gera það, George. Ég lofa! Ég sagði henni að fara, George. Ég mundi hvað þú sagðir. Ekki koma nálægt henni, af því að hún er gildra. Þarna sérðu, George, ég man. Ég var að horfa á dauðan hvolpinn ... hann dó svo auðveldlega. Ég hélt ég gæti klappað honum en hann er eins og mús. Ég veit að þetta var ekki slæmt. Ekki eins slæmt og með stelpuna. Það var helvíti slæmt, það geturðu hengt þig upp á. Þegar ég kom inn sagði ég henni að ég vildi ekkert með hana hafa. Ég ítrekaði það ... en hún settist við hliðina á mér. Hún vissi að ég hafði handleggsbrotið Curley, George. Ég lofa að ég sagði ekkert. Hún vissi það bara, George.“ Lennie Small. Hann ávarpaði systur kon-unnar sem hann hafðimyrt. „Mér þykir þetta leiðinlegt, virkilega leiðinlegt. Ég bið þess og vona innilega að hjarta þitt sé ekki þrúgað af hatri. Auðvitað breytir þetta engu um þinn missi en vonandi finnur þú frið. Hefndardauði skilar engu.“ Síðan sneri hann sér að fanga- verðinum og mælti: „Kýlum á þetta!“ 27 mínútum síðar var hinn 57 ára gamli Robert Ladd úrskurð- aður látinn í fangelsinu í Texas, þar sem hann varði síðustu árum ævi sinnar. Eitrið sem sprautað var í æðar hans hafði þjónað sínu hlutverki. Samrýmist ekki stjórnar- skrá Bandaríkjanna Þetta var á fimmtudagskvöldið og aftakan er umdeild. Ladd hafði ekki fulla andlega burði og sam- kvæmt úrskurði hæstaréttar er óheimilt að taka slíka menn af lífi. Það þykir ekki samræmast stjórn- arskrá landsins. Yfirvöld í Texas létu eigi að síður slag standa enda höfðu þau áður komist að þeirra niðurstöðu að Ladd væri yfir ákveðnum greindarmörkum sem þau hafa gefið sér í þessu samhengi. Og hvaðan er það viðmið feng- ið? Jú, auðvitað úr skáldsögunni Mýs og menn sem John Steinbeck sendi frá sér árið 1937. Lennie Small, ein aðalpersóna bókarinnar, er sumsé lagalegi mælikvarðinn í þessum efnum. Eins undarlega og það hljómar. En hann gekk sem kunnugt er ekki heill til skógar. Robert Ladd var sumsé úrskurð- aður betur gefinn en Lennie Small – skáldsagnapersóna. Þess vegna mátti taka hann af lífi. Lögmaður Ladds, Brian Stull, andmælti þessu. Glórulaust væri að skjólstæðingur sinn væri líflát- inn á grundvelli nóvellu en ekki vísindanna. Hann talaði fyrir dauf- um eyrum. Ladd var ekki eini greindar- skerti einstaklingurinn sem tekinn var af lífi í Bandaríkjunum í vik- unni en á þriðjudaginn hlaut Warren Hill, 54 ára, sömu örlög í Georgíu. Rökin voru þau sömu. Hann væri yfir Lennie-mörkunum. Stull sagði við AP-fréttastofuna að þessi tvö mál sýndu svart á hvítu að pottur væri brotinn í lög- gjöfinni og framkvæmd hennar. „Kerfið hefur gjörsamlega brugð- ist þegar kemur að því að verja stjórnarskrárbundin réttindi greindarskerts fólks. Þar að auki virða menn úrskurð hæstaréttar að vettugi. Kinnroðalaust.“ Hvað segði Steinbeck? Ríkin sem framfylgja dauðarefs- ingu hafa gegnum tíðina haft nokkuð frjálsar hendur en hæsti- réttur komst að fyrrnefndri nið- urstöðu, fyrst árið 2002 og aftur í fyrra, að gefnu tilefni og ýmsum, ekki síst andstæðingum dauðarefs- ingar, þykir ófært að ríki á borð við Texas og Georgíu geti farið kringum úrskurðinn. Ómannúðlegt sé að taka greindarskert fólk af lífi. Lennie-mælikvarðinn er að vonum mjög umdeildur. Hvað ætli Steinbeck hefði um það mál að segja? Robert Ladd var dæmdur til dauða fyrir morð á Vicki Ann Garner í Texas árið 1996. Áður hafði hann setið inni í sextán ár fyrir að myrða aðra konu og kveikja í íbúð hennar með þeim afleiðingum að tvö börn hennar létust. Aðrar aftökur stöðvaðar Nokkuð mæðir á hæstarétti varð- andi dauðarefsingu um þessar mundir en rétturinn stöðvaði ný- lega þrjár aftökur í Oklahoma á grundvelli þess að lyfið sem föng- unum er gefið til að binda enda á líf þeirra, midazolam, sé til skoð- unar, þar sem það hafi verið not- að í nokkrum aftökum sem fóru í handaskolum, í Oklahoma, Ari- zona, Flórída og Ohio. Sá úrskurður snerti ekki Texas en þar notast menn við annað lyf, pentobarbital. Mýs og menn urðu fanga að falli GREINDARSKERTUR MAÐUR, ROBERT LADD, VAR TEKINN AF LÍFI Í TEXAS Í VIKUNNI ENDA ÞÓTT ÓHEIMILT SÉ AÐ LÍFLÁTA SLÍKT FÓLK SAMKVÆMT ÚRSKURÐI HÆSTARÉTTAR. YFIRVÖLD Í TEXAS FÓRU HINS VEGAR Í KRINGUM ÚR- SKURÐINN, VOPNAÐIR EINNI FRÆGUSTU SKÁLDSÖGU 20. ALDARINNAR, MÝS OG MENN EFTIR JOHN STEINBECK. Hilmar Guðjónsson og Ólafur Darri Ólafsson sem George og Lennie í uppfærslu Borgarleikhússins á Mýs og menn. ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ GERA ÞAÐ * Reynum að skilja mennina. Ef við skiljum hvert annaðerum við almennileg hvert við annað. John Steinbeck. AlþjóðamálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.