Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 21
„Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama,“ segir Monique hlæjandi en ferðast var með leigubílum. Hlýrra var í Limu en Linares, allt að 15 gráður í sólinni, og veðrið milt og fallegt. Þau segja Limu fallega borg og margt að sjá, meðal annars stórmerkilega píramída sem vel er haldið við. Þau voru staðráðin í að prófa nýjan mat í ferðinni og það gekk eftir. Í Perú snæddu þau meðal annars lamadýr sem Steinar segir hafa bragðast ljómandi vel. „Það var eins og villinautasteik.“ Á öðrum veitingastað gæddu þau sér á Guinea-svíni sem borið var fram með „haus og hala“. „Það er vegna þess að menn vita að ferðamenn vilja gjarnan smella mynd af matnum sínum áður en byrjað er að borða. Þegar búið er að taka myndina taka þeir diskinn aftur og brytja blessað dýrið niður,“ segir Steinar en það er svo merkilegt að Guinea-svín er hvorki af ætt svína né frá Guineu, heldur óbreyttur naggrís. Það er önnur saga. Fleira var reynt í fyrsta sinn. „Ég lét pússa skóna mína á flugvellinum í Limu,“ segir Steinar. „Önnur eins vinnubrögð hef ég ekki séð, maðurinn fór hreinlega hamförum og ég get svarið að skórnir voru betri en ný- ir á eftir.“ Algjört undraverk Þau heimsóttu líka hina sögufrægu borg Cuzco í Andesfjöllunum en þar stóð höf- uðborg heimsveldis Inkanna til forna, Machu Picchu, uppi á fjallshrygg fyrir ofan svo- nefndan Helgadal (Sacred Valley). Þar er nú merkar minjar að finna og árið 2007 var Machu Picchu valin eitt af nýju undrunum sjö í heiminum í sérstakri netkosningu. „Þessi staður er algjört undraverk og klár- lega hápunktur ferðarinnar,“ segir Monique en Machu Picchu dregur til sín gríðarlegan fjölda ferðamanna á ári hverju. Þriðja og síðasta Suður-Ameríkulandið sem Steinar, Monique og Berglind heimsóttu í ferðinni var Brasilía. Flogið var til Ríó de Janeiro og slappað af á Copacabana- ströndinni en mun hlýrra er þar á þessum árstíma en í Chile og Perú, yfir tuttugu gráður. „Ég elska sjó og öldur og hef sjald- an upplifað eins skemmtilegar öldur og í Ríó,“ segir Monique. „Skemmtilegar?“ galar Berglind óvænt úr eldhúsinu. „Ég hélt ég myndi deyja!“ Helstu kennileiti voru skoðuð, svo sem styttan fræga af Jesú kristi (Christ the Re- deemer) og Maracana-fótboltavöllurinn en heimsmeistaramótið var nýyfirstaðið þegar þau bar að garði. Ummerki um það voru á hverju strái. Velheppnuð leikhúsferð Endalausir markaðir eru í Ríó en á Steinari og Monique er að heyra að næturlífið hafi valdið hálfgerðum vonbrigðum. Það bættu þau upp með velheppnaðri leikhúsferð. Steinar fann gott leikhús og skilaði sínu fólki þangað fumlaust fyrir atbeina GPS-tækis. „Til að gera langa sögu stutta gengum við hringinn í kringum húsið sem við bjuggum í og inn hinum megin. Mér tókst sumsé að finna húsið sem ég var staddur í,“ segir hann. Þau skellihlæja. En söngleikurinn var góður. Öll eru þau í skýjunum með ferðina og meðan Monique og Steinar fletta ljós- myndum hvort á sínum tölvuskjánum rennur upp fyrir þeim ljós: „Það gerðist svo margt í þessari ferð að við erum ekki búin að melta helminginn af því ennþá.“ Síðan horfa þau bæði á blaðamann. „Þú þarft greinilega að koma oftar í kaffi!“Steinar sultuslakur á Copacabana-ströndinni í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Guineu-svínið er borið fram með „haus og hala“ í Limu.Steinar Birgisson, Berglind Möller og Monique van Oosten innan um Inkaminjar í Machu Picchu. Steinar lét pússa skóna sína í flugvellinum í Limu. Þeir urðu betri en nýir. 1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.