Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 30
Með nýrri uppskriftum á Face- book-síðunni CafeSigrún er: Heitur, kryddaður epla- drykkur. 1 lítri eplasafi ¼ rautt eða gult epli 2 kanilstangir 4-5 negulnaglar (má sleppa) Hitið eplasafann í potti. Skrælið eplið, kjarnhreinsið og skerið í þunna og smáa bita (eins og hálft, lítið frímerki að stærð). Setjið eplabitana út í pottinn ásamt kan- ilstöngum og negulnöglum. Látið krauma við lágt hitastig í um 20 mínútur. Berið fram heitt. Með nýrri réttum á facebooksíð- unni Ljúfmeti og lekkertheti er Hakkbuff í raspi fyrir 10. 500 g nautahakk 500 g svínahakk 2 egg 1 ½ dl rjómi 2 msk. dijonsinnep salt og pipar rasp Blandið öllu hráefni fyrir utan raspið saman í skál. Mótið buff úr blöndunni, veltið þeim upp úr raspi og steikið á pönnu þar til þau fá fallega steikingarhúð. Raðið buffunum í smurt eldfast mót og fulleldið í 180°C heitum ofni. SÓSA steikingarsoðið sem er eftir á pönnunni 2½ dl vatn 2½ dl rjómi 1½ – 2 grænmetisteningar ½ msk. rifsberjahlaup salt og pipar maizena til að þykkja sósuna og jafnvel sósulit til að dekkja Hellið vatninu á pönnuna og látið sjóða saman við steiking- arkraftinn sem er á pönnunni eftir buffin. Hrærið hann upp svo að ekkert verði eftir á pönnunni. Sigtið yfir í pott og bæt- ið rjóma, grænmetisteningi og rifsberjahlaupi saman við. Lát- ið sjóða saman og smakkið til með salti og pipar, og jafnvel meiri krafti. Þykkið sósuna með maizena og dekkið ef vill. Í UMSJÁ SVÖVU GUNNARSDÓTTUR Um 17.000 aðdáendur Nýjasta uppskriftin á fa- cebooksíðunni Matur milli mála er að ban- anabrauði. ¾ tsk. matarsódi ½ tsk. sjávarsalt ¾ bolli möndlumjöl ¼ bolli kókoshveiti ½ – 1 tsk. kanill 2 msk. kókosolía (brædd) 3 egg 1 bolli stappaðir ban- anar (u.þ.b. 3 litlir vel þroskaðir bananar) ¼ bolli lífrænt hun- ang Blandið þurrefnunum saman í hrærivélaskál, stappið ban- ana og bætið eggjum, hunangi og olíu saman við. Blandið ban- anablöndunni þá saman við þurrefnin og hrærið vel saman. Smyrjið bökunarform, tvö lítil eða eitt stórt brauðform, með t.d. kókosolíu að innan. Bakað við 175°C í um 40 mínútur. Látið brauðið kólna áður en því er hellt úr forminu. Í UMSJÓN ÁSTHILDAR BJÖRNSDÓTTUR Um 14.800 aðdáendur Matur og drykkir Skráðu niður dagsetningar *Hver kannast ekki við setja matvæli, sykur,hveiti, hörfræ og annað þurrefni í fínarkrukkur? Sumt af þessu, svo sem kókos-mjölið, notum við sjaldan og því ómögulegtað vita næst þegar það er notað hvort það erútrunnið þar sem umbúðirnar vantar. Það ersniðugt að halda hjá sér litla skrá í eldhús- skúffunni þar sem dagsetningar matvælanna sem fara í krukkurnar eru geymdar á prenti. Vinsæl á Facebook ÁÐUR VORU ÞAÐ MATARBLOGG OG ERU ENN EN FACEBOOK ER ÞÓ EKKI SÍÐ- UR AÐ TAKA VIÐ SEM STAÐURINN FYRIR ÍSLENSKT GÚRMEFÓLK SEM VILL DEILA UPPSKRIFTUM SÍNUM MEÐ ALÞJÓÐ. HÉR ERU NOKKRIR AF ÞEIM ALLRA VINSÆL- USTU Á SAMSKIPTAMIÐLINUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Nýjasta uppskriftin á facebooksíð- unni Gulur, rauður, grænn er Ómótstæðilegt epla- nachos. 3-4 rauð epli, kjarna- hreinsuð og skorin í sneiðar 1/2 sítróna eða límóna 4 msk. hnetusmjör (fínt) 1 lúka möndlur, nið- urskornar 1 lúka pekanhnetur 1 lúka kókosflögur 1 lúka súkkulaðidropar Raðið eplasneiðunum á disk og kreistið sítrónusafa yfir. Sýran í sítrón- unni kemur hér í veg fyrir að eplin verði brún. Bræðið hnetusmjörið í potti og dreifið yfir eplin. Stráið möndlum, pekanhnetum, kókosflögum og síðan súkkulaðidropum yfir allt og endið með því að dreifa fljótandi hnetusmjörinu yfir allt. Geymið í nokkrar mínútur og leyfið hnetusmjörinu að harðna örlítið. Í UMSJÁ BERGLINDAR GUÐMUNDSDÓTTUR Um 13.000 aðdáendur Í UMSJÁ SIGRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR Um 15.000 aðdáendur Nýjasta uppskriftin á fa- cebooksíðunni Eldhús- perlur er Penne með grænu pestói. PESTÓ góð handfylli basil handfylli spínat 1 hvítlauksrif, saxað 70 g furuhnetur 100 g rifinn, ferskur parmesanostur safi úr hálfri sítrónu 1,5 – 2 dl góð ólífuolía sjávarsalt og svartur pipar PASTAÐ 500 g penne pasta 2 hvítlauksrif, smátt skorin 3 msk. ólífuolía 1 askja kirsuberjatómatar, skornir í tvennt. rifinn parmesan-ostur Setjið allt nema ólífuolíu í matvinnsluvél eða blandara. Bland- ið þar til gróft mauk hefur myndast. Hellið ólífuolíu saman við og blandið stutt saman, eða hrærið olíunni saman við með skeið. Smakkið til með salti og pipar. Sjóðið pastað sam- kvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið ólífuolíu á pönnu við meðalhita. Setjið hvítlauk út í og leyfið að krauma aðeins. Bætið kirsuberjatómötum út og steikið áfram þar til þeir mýkjast aðeins. Hellið vatninu af pastanu en geymið um einn bolla af pastasoðinu. Hellið pastanu á pönnuna og blandið saman við hvítlaukinn og tómatana. Bætið 5-6 msk. af pestói saman við og blandið vel saman. Hellið smá af pastasoðinu saman við til að fá meiri sósu. Smakkið til með sjávarsalti og pipar. Berið fram með rifnum parmesanosti og meira pestói. Um 8.000 aðdáendur Í UMSJÁ HELENU GUNNARSDÓTTUR Ein nýjasta uppskriftin á facebooksíðunni Eldhússögur er Kjúklingaréttur með sweet chili og beikoni: 900 g kjúklingur, t.d. bringur, lundir eða úrbeinuð læri 150 g beikon 1 rauðlaukur, sax- aður smátt 3 hvítlauksrif, smátt söxuð eða pressuð 2-3 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar salt og pipar 1 dós sýrður rjómi (36%) 2 dl rjómi 1½ dl rifinn parmesanostur, eða mozzarellaostur ½ msk. kjúklingakraftur 1 tsk sambal oelek (chilimauk) – má sleppa 2-3 msk sweet chili sósa 1½-2 msk. sojasósa hnefafylli söxuð flatblaða-steinselja Skerið beikon í bita og steikið á pönnu þar til það er stökkt. Veiðið það af pönnunni en skiljið fituna eftir. Skerið kjúkling- inn í bita, saltið, piprið og steikið ásamt rauðlauknum þar til hann hefur náð góðri steikingarhúð. Bætið gulrótum og hvít- lauki út á pönnuna sem og sýrðum rjóma, rjóma, parmesan- osti, kjúklingakrafti, chilimauki, sweet chili sósu, sojasósu og beikoni. Látið malla í um það bil 10 mínútur (líka hægt að setja í eldfast mót inn í ofn) eða þar til kjúklingurinn er eld- aður í gegn. Undir lokin er steinseljunni bætt út í kjúklinga- réttinn. Í UMSJÁ DRAFNAR VILHJÁLMSDÓTTUR Um 11.600 aðdáendur Með nýjustu uppskriftum læknisins í eldhúsinu eða The Doctor in the Kitchen eins og Fa- cebook-síðan hans heitir er sveppastroganoff. Fyrir fjóra til sex 250 g portobello- sveppir 250 g skógarsveppir 2 gulir laukar 3 hvítlauksrif 1-2 msk. paprikuduft 500 ml sýrður rjómi salt og pipar Sneiðið portobello- sveppi niður í heldur þykkar sneiðar og steikið upp úr smjöri þangað til þeir fara að brúnast. Setjið til hliðar. Sneiðið lauk og steikið þangað til hann verður mjúkur. Saltið og piprið og bæt- ið paprikudufti saman við. Steikið í smástund. Sneiðið skóg- arsveppi niður þunnt og steikið með lauknum. Bætið sýrðum rjóma saman við ásamt portobellosveppunum og blandið vel saman. Stráið handfylli af steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram. Borið fram með frönskum og salati. Í UMSJÁ RAGNARS FREYS INGVARSSONAR Um 10.530 aðdáendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.