Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 Græjur og tækni Apple-úrið, sem kynnt var til sögunnar í september síð- astliðnum af Tim Cook, forstjóra Apple, mun koma á markað í apríl næstkomandi. Apple-liðar hafa látið hafa eftir sér að úrið sé „persónulegasta vara“ sem fyrirtækið hefur nokkru sinni hannað og ljóst er að úrsins verður beðið með mikilli eftirvæntingu. Apple er á siglingu þessa dagana eftir að sala á iPhone 6 fór fram úr björtustu von- um. Apple Watch loks á markað í apríl B andaríski herinn vinnur nú að því að þróa nýtt kerfi sem ber kennsl á tölvunotanda og ætlunin er að þetta kerfi geti komið í stað lykilorða á vefnum. Rannsakendur við West Point, há- skóla hersins í New York-ríki, vinna hörðum höndum að því að þróa kerfið og talið er að samningurinn að baki verkefninu geti hljóðað upp á margar milljónir dollara. Fjallað er um málið á vef Sky News. Athygli rannsakenda beinist ekki síst að því að þróa tækni sem numið getur „hugræn fingraför“ (e. cognitive fingerprints), eins og það er kallað, fremur en hefðbundin líkamleg einkenni á borð við lófa, andlit, DNA eða lit- himnu augans. Tæknin, sem vinnan snýr að því að þróa, kallast API (e. Application Pro- gramme Interface) og grundvallast á líf- fræðilegri tölfræði, sem er ört vaxandi svið innan tæknigeirans, þar sem algóritmum og forritum er beitt til þess að staðfesta réttan notanda með því að bera kennsl á hegðun hans með viðkomandi tæki. Slík hegðunar- greining gæti meðal annars falist í því að fylgjast með hrynjandi vélritunar viðkomandi notanda, hvernig hann færir mús til og frá, eða hvaða innsláttarvillur viðkomandi gerir og hversu hratt hann vélritar. „Hugrænt“ fingrafar greint Slík tækni væri umtalsvert framfaraskref frá núverandi auðkennistækni og varpað er ljósi á ýmis smáatriði hennar í skjali sem Sky hefur fengið aðgang að. „Alveg eins og þú skilur eft- ir þig fingrafar þegar þú snertir eitthvað með fingri þínum, þá skilurðu eftir „hugrænt fingrafar“ þegar þú styðst við tölvu og þetta fingrafar byggist í raun á því hvernig hugur þinn vinnur úr upplýsingum,“ segir í skjalinu. „Geta tækninnar felur í sér næstu kynslóð slíkrar auðkennistækni og mun styðjast við aðferðir og hefðbundinn vélbúnað sem varn- armálaráðuneytið býr yfir.“ Tæknin styðst við margs konar aðferðir, meðal annars svokall- aða stylometrics-greiningu, sem byggist á því að greina hvernig texti er byggður upp. Slíkri tækni er beitt í dag og þá ekki síst við að kanna deili höfunda og koma í veg fyrir rit- stuld. Herinn stefnir á að þróa nýja kerfið og heimfæra það á alla starfsemi sína í því skyni að auka öryggi enda er talið að slík tækni gæti reynst margfalt öruggari en núverandi aðferðir sem byggjast á lykilorðum og not- endanöfnum. Þegar tæknin verður svo tekin í notkun í hinu daglega borgaralega lífi verður henni beitt til auðkenningar í netbönkum, verslunum og við notkun hvers kyns heimilistækja fram- tíðar eftir því sem „interneti hlutanna“ fleygir fram. West Point leikur í dag lykilhlutverk við þróun kerfisins, sem að sögn er nú á fjórða þróunarstigi sínu. Nútíminn er Villta vestrið Tæknisérfræðingurinn Sharif Sakr segir í samtali við Sky News að við lifum nú á tíma Villta vestursins í internetheimum. „Á netinu getur hver sem er komist upp með gríðarlega umfangsmikil svik, áreiti og njósnir í ljósi þess að það er ekki til nein skilvirk leið til þess að bera kennsl á fólk á netinu. Þetta er Villta vestrið, sem við búum í. Af þessum sök- um getur hvers kyns tækni sem stuðlar að því að bera kennsl á notendur á netinu orðið afar mikilvæg í þeirri baráttu að gera internetið að öllu siðmenntaðri stað en það er í dag.“ Gert er ráð fyrir að þeir sem berjast fyrir friðhelgi einkalífs á netinu muni berjast gegn þessum áformum enda muni það vera enn eitt skrefið í átt til eftirlitsþjóðfélags að geta fylgst með og borið kennsl á fólk án þess að það viti af því. Lykilorðin heyri sögunni til NÝ TÆKNI SEM GRUNDVALLAST Á SAMÞÆTTINGU LÍFFRÆÐI OG TÖLFRÆÐI ER Í ÞRÓUN HJÁ BANDARÍSKA HERNUM OG MUN VERÐA NÆSTA KYNSLÓÐ LYKILORÐA. FINGRAFÖR, LYKILORÐ OG LITHIMNUGREININGAR VERÐA ÓÞARFAR. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Netheimar eru eins og villta vestrið. Öryggi er lítið og svik, áreiti og njósnir eru daglegt brauð. Getty Images/iStockphoto * Talið er mikilvægtað þróa margfaltöruggari tækni en nú er fyrir hendi til að gera fólki kleift að auðkenna sig í netheimum. Tæknirisinn Apple tilkynnti í vik- unni methagnað sinn á síðasta árs- fjórðungi, sem hljóðaði upp á 18 milljarða dollara. Aldrei áður hefur hlutafélag hagnast jafnmikið á ein- um ársfjórðungi, en gamla metið átti ExxonMobil á öðrum ársfjórð- ungi 2012 og hljóðaði það upp á 15,9 milljarða dollara. Helsta ástæðan fyrir þessum ofboðslega gróða Apple er gífurleg sala á nýj- um iPhone 6. Fyrirtækið seldi 74,5 milljón síma á síðustu þremur mán- uðum ársins 2014 og var það um- talsvert meiri sala en greinendur höfðu búist við. Á símafundi með sérfræðingum í fjárhagsmálum sagði forstjóri Apple, Tim Cook, að eftirspurn eft- ir nýjum iPhone-um hefði verið „yf- irþyrmandi“. Þá hefur eftirspurn eftir iPhone 6 Plus, síma sem er umtalsvert stærri en eldri tegundir, jafnframt farið fram úr björtustu vonum. Á sama tíma héldu sölutöl- ur fyrir iPad áfram að valda von- brigðum. Sala á spjaldtölvunni var 22% minni árið 2014 en 2013. Buster Hein, blaðamaður hjá vef- síðunni Cult of Mac, sagði í samtali við BBC að sölur á iPhone hefðu verið ævintýralegar á síðasta árs- fjórðungi. „Jeminn eini, þetta er al- veg ótrúlegt. Margir bjuggust við góðri sölu á iPhone yfir hátíðarnar, en ég held ekki að neinn hafi látið sér detta í hug að Apple myndi fara yfir 70 milljón eintaka múrinn. Apple varð líka leiðandi afl á snjall- símamarkaði Kína á síðasta árs- fjórðungi, og það hefur haft mikil áhrif sömuleiðis.“ Hagnaður Apple slær öll met Sala á iPhone 6 fór ótrúlega af stað eftir að hann kom fyrst út í september 2014 og skilaði Apple methagnaði. HAGNAÐUR APPLE Á SÍÐASTA ÁRSFJÓRÐUNGI NAM 18 MILLJÖRÐUM DOLLARA OG SLÓ ELDRA MET EXXONMOBIL. EFTIRSPURN EFTIR NÝJUM IPHONE HEFUR FARIÐ FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM. Ímyndaðu þér að hafa app í símanum þínum sem getur auðveldlega kortlagt áhugasvið þitt með lítilli eða sama og engri aðstoð frá þér og nýtt sér þessa þekkingu til þess að benda þér á fróðlegt efni á internet- inu sem höfðað gæti til þín, ásamt því að koma þér í samband við annað fólk með sambærileg áhugamál. Hljómar kannski eins og eitthvað úr vísindaskáldsögu, en þetta er akkúrat það sem Flipora gerir. Appið styðst við öfluga algóritma til þess að finna út áhugasvið þitt og færir þér svo straum af áhugaverðu efni hvaðanæva af netinu. App- ið er fallega hannað og einnig er hægt að nota það í vafra í tölvu. Í grein Forbes um appið segir að það virki eins og afar snjöll útgáfa af Twitter, en einblíni hins vegar á persónulegar uppgötvanir notandans. SNIÐUGT SMÁFORRIT Flipora er app sem gerir auðveldara að nálgast efni sem notandi hefur áhuga á. Flipora skilur áhugamál þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.