Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 46
Viðtal 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 nýtt sér þjónustu hjá Starfsorku, auk at- vinnulausra, sem eru mismargir eftir árferði, og svo eru um tíu einstaklingar á endurhæf- ingarlífeyri. Í dag eru í þjónustu hjá þeim, þrír einstaklingar sem eru á endurhæfing- arlífeyri og níu frá Vinnumálastofnun. Á síð- asta ári kom enginn öryrki til þeirra og eng- inn frá Félagsþjónustunni. „Eins og staðan er núna eru það bara þeir sem eru á end- urhæfingarlífeyri og þeir sem koma frá Vinnumálastofnun, sem koma til okkar. Vinnumálastofnun kaupir þjónustu fyrir sína skjólstæðinga og þeir sem eru á endurhæf- ingarlífeyri eru oftast ennþá tryggðir af vinnuveitanda. Hinir þurfa að vera heima hjá sér sem er mjög niðurdrepandi fyrir fólk í þessari stöðu. Fólk þarf að geta farið út úr húsi og leitað í athvarf eins og Starfsorku til að geta unnið í sínum bata á sínum hraða og sínum forsendum. Án stuðnings er þetta miklu erfiðara. Þess vegna verður svona stuðningur að vera til staðar í hverju einasta krummaskuði á Íslandi. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að vera hluti af sam- félaginu. Það er alla vega mín skoðun.“ Hrefna hefur miklar áhyggjur af líðan fólksins sem ekki hefur lengur aðgang að þjónustu Starfsorku. „Ég veit hvernig það er að vera fastur í skömminni heima. Margir treysta sér ekki til að fara neitt; geta ekki horst í augu við sitt umhverfi. Fyrir þetta fólk þýðir þessi skerðing á þjónustu meiri einangrun, meiri vanlíðan, meiri depurð, meira þunglyndi og meiri kvíða. Þetta er spírall niður á við með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið. Við erum alltaf að plástra sýkt sár. Dælum bara svefntöflum og verkja- töflum í liðið. Við erum stöðugt að vinna með afleiðingarnar í stað þess að uppræta orsök- ina.“ Keyrði sjálf á vegg Hún segir sérstaklega slæmt að klippa á þjónustu þegar bataferli er hafið. Það geti verið þungt högg fyrir viðkomandi ein- stakling. „Hjá mörgum er bataferlið langt og strangt. Þetta tekur stundum mánuði eða jafnvel ár. VIRK hefur verið að leggja áherslu á að starfsendurhæfingarstöðvar bjóði upp á minni, styttri og ódýrari úrræði, helst aðeins sex til átta vikur í senn. Fyrir langflesta er það alltof skammur tími. Það er tímafrekt og vandmeðferið ferli að koma fólki aftur á fætur.“ Hrefna þekkir þetta af eigin raun. „Ég keyrði sjálf á vegg fyrir nokkuð mörgum ár- um og varð gjaldþrota andlega. Tildrög þess voru þau að miðlungurinn minn ákvað að sofa ekki í fjórtán mánuði eftir að hann fæddist. Við langvarandi svefnleysi verður heilastarfseminn eins og hjá einstaklingi með geðrof og ég var mjög langt niðri á þessum tíma. Ég grét, brotnaði og fannst ég ómögu- leg og ömurleg. Samt hafði ég mjög góðan stuðning frá mínum nánustu – sem er meira en margir geta sagt. Sem betur fer fannst E rtu frá þér? Fyrir einu ári hefði ég frekar dáið en að opna mig fyrir alþjóð á þennan hátt,“ segir Hrefna Óskarsdóttir spurð hvort hún hafi lengi gengið með pistla- höfundinn í maganum en hún hefur vakið mikla athygli fyrir pistla sína á umliðnum mánuðum, bæði á vefnum eyjar.net og á Smartlandi á mbl.is. Það var vinkona hennar sem lagði hart að Hrefnu. Hún hefði heil- miklar meiningar um lífið og tilveruna. Meiningar sem ættu fullt erindi við aðra. Vinkona hennar er með námskeið sem heita „Draumar og drekar“ og hvatti hana til að skrifa niður drauma sína og gera grein fyrir drekunum sem væru að halda aftur af henni. Til að byrja með fannst Hrefnu þetta frá- leitt en eftir að hafa hugsað málið ákvað hún að láta slag standa. Fyrstu pistlar hennar birtust á eyjar.net síðastliðið haust og vöktu athygli. Meðal annars hér í Hádegismóum en Marta María Jónasdóttir, ritstýra Smart- lands á mbl.is, hafði skömmu síðar samband við Hrefnu og hafa pistlar eftir hana birst á þeim vettvangi síðan. Hrefna kann Mörtu Maríu miklar þakkir fyrir hvatninguna, eins Tryggva Má Sæmundssyni, ritstjóra eyj- ar.net, sem hafi reynst henni afar vel. „Þetta er ógeðslega gaman og viðbrögðin hafa verið ótrúlega mikil og öll jákvæð,“ seg- ir Hrefna sem er lesendum sínum afar þakk- lát. „Fólk virðist geta samsamað sig skrifum mínum sem er mjög ánægjulegt. Ef ég get glatt einhverja og jafnvel hjálpað þeim með þessum skrifum er tilganginum náð. Ég sé sannarlega ekki eftir að hafa byrjað á þess- um pistlaskrifum. Það er glatað að vilja en gera ekki – og ætla sér samt að fá eitthvað út úr lífinu. Þetta var nauðsynlegt spark í rassinn.“ Tilefni þessa viðtals er pistill sem Hrefna birti á eyjar.net í vikunni undir yfirskriftinni „Hver vill eiga fólkið mitt?“ Þar fjallar hún um fólkið sem hún hefur kynnst og unnið með undanfarin sex ár sem ráðgjafi og for- stöðumaður Starfsorku í Vestmannaeyjum. Skjólstæðingar Starfsorku eru öryrkjar og aðrir sem þrá að komast aftur út á vinnu- markaðinn. Markmið Starfsorku er, að sögn Hrefnu, að gefa þessum einstaklingum tæki- færi til að skapa sér mannsæmandi líf. Líf sem þeir geti verið hreyknir af og líf sem gefi þeim tilgang til að fara á fætur á morgnana. Falla ekki undir „tryggingu“ Eins og mál hafa þróast verður þetta sífellt erfiðara. Hendur Hrefnu og Starfsorku eru bundnar. Í pistli sínum útskýrir hún hvers vegna. Þar segir meðal annars: „Ríkið sá um að fjármagna starfsend- urhæfingarstöðvarnar til ársins 2013 og þá tók VIRK, Starfsendurhæfingarsjóður við. VIRK er ætlað að fjármagna atvinnuþátt- töku einstaklinga með skerta starfsgetu. Í þann sjóð rennur hluti af heildartekjum allra launþega í landinu og þangað borga líka líf- eyrissjóðirnir. Ríkið átti svo að greiða sinn hluta til að tryggja rétt þeirra sem eru á ör- orkubótum, á framfærslu sveitarfélaganna, á atvinnuleysisbótum og á sjúkrasjóðum stétt- arfélaganna, til starfsendurhæfingar. Ríkið ákvað hins vegar að borga ekki sinn hluta og þar með datt sú trygging niður. VIRK ákvað svo að endurnýja ekki samn- inginn sinn við Starfsendurhæfingu Vest- mannaeyja þrátt fyrir að lagalega beri þeim að fjármagna viðeigandi úrræði, aðgerðir og verkefni á sviði atvinnutengdrar starfsend- urhæfingar og að að þjónusta sé skipulögð þannig að einstaklingar sem hafi þörf fyrir atvinnutengda starfsendurhæfingu fái þjón- ustuna sem næst heimabyggð sinni (Lög nr. 60, 2012). En að vísu er þessi þjónusta aðeins fyrir þá sem eru „tryggðir“. Þetta gerir það að verkum að u.þ.b. 350 einstaklingar í Vest- mannaeyjum eiga ekki lengur möguleikann á því að fara aftur út á vinnumarkaðinn með aðstoð starfsendurhæfingarinnar því þeir falla ekki lengur undir þessa „tryggingu“. Þetta eru þeir sem þurfa hvað mest á þjón- ustu okkar að halda, en um leið þeir sem minnst láta í sér heyra. Af því að það er enginn sérstaklega stoltur af því að vera álit- inn „baggi á samfélaginu.“ Svo ég ákvað að taka mér það bessaleyfi að tala fyrir hönd þeirra 350 einstaklinga sem hvorki eiga lengur rétt á, né mögu- leikann til starfstengdrar endurhæfingar í minni heimabyggð. Kæru Eygló Harð- ardóttir félagsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Vigdís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri VIRK. Væruð þið ekki bara til í að finna lausn á þessum mál- um, svo allir Íslendingar eigi jafnan rétt á atvinnutengdri endurhæfingu og hafi sömu tækifæri til að skapa sér mannsæmandi líf? Til þess að fólkið mitt hafi tækifæri til að nýta sér þessa þjónustu í heimabyggð. Vær- uð þið kannski líka til í að setja ykkur augnablik í spor fólksins míns og ímynda ykkur hvernig það er að vera fastur í gildru fátæktar, vonleysis og tilgangsleysis og sjá ekki möguleikann út? Væruð þið að lokum kannski til í að setja hagsmuni fólksins ofar ykkar eigin og finna lausn fyrir alla þá tug- þúsundi einstaklinga á Íslandi sem eiga ekki lengur rétt á þjónustu hjá VIRK? Ég veit fyrir víst að fólkið mitt yrði ykkur af- skaplega þakklátt.“ Svo mörg voru þau orð. Enginn öryrki kom í fyrra Kjarni málsins er þessi: Komin er upp mis- skipting varðandi starfsendurhæfingu, að sögn Hrefnu. Þjónustan er fyrir suma en ekki aðra. Því getur hún ekki unað. Að sögn Hrefnu eru 269 einstaklingar á örorkubótum í Vestmannaeyjum, með 75% örorku eða meira. Þá eru 80 einstaklingar hjá Félagsþjónustunni, sem mögulega gætu skýring á málunum, en ég var eigi að síður lengi að ná heilsu á ný.“ Hún segir þetta hafa verið nokkurra ára ferli og á þeim tíma bjó hún hvorki að já- kvæðni né gleði. „Þetta getur tekið rosaleg- an tíma og maður verður að hafa stuðning allan tímann. Á endanum gat ég loksins farið að vinna markvisst í sjálfri mér og eftir það lá leiðin fljótt upp á við. Lykilatriði í því var gott bakland. Við þurfum öll umhyggju. Það er erfitt að gera þetta einn.“ Sá Ljósið Spurð hvort þessi sára reynsla hafi verið kveikjan að áhuga hennar á starfsendurhæf- ingu svarar Hrefna neitandi. „Alls ekki. Mér þótti það hræðileg tilhugsun að fara að vinna með fólki í sömu sporum og ég hafði verið. Eftir að hafa lært iðjuþjálfann var ég stað- ráðin í því að fara að vinna með börnum. Í starfsþjálfuninni fékk ég hins vegar bæði að kynnast starfi Hlutverkaseturs og Ljóssins og heillaðist af því. Á þessum stöðum eru unnin kraftaverk á hverjum degi og ég kynntist vel fólkinu á bak við sjúkdóma, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun. Eftir það var ekki aftur snúið.“ Hrefna segir þetta snúast um að mæta einstaklingnum þar sem hann er. Á hans for- sendum og miða kröfur út frá því. „Það er heillandi saga á bak við hvern einasta ein- stakling sem ég hef kynnst í mínu starfi. Erfiðleikar og sorg. Dæmigerður skjólstæð- ingur getur verið kona með vefjagigt en þeg- ar maður skoðar söguna er oft ofbeldi eða önnur erfið lífsreynsla í farteskinu. Konan hefur verið ofboðslega dugleg alla tíð, sinnt vinnunni, sinnt eiginmanninum, sinnt börn- Mannréttindi að vera hluti af samfélaginu ÖRYRKJAR OG AÐRIR SEM ÞURFA Á STARFSENDURHÆFINGU AÐ HALDA HAFA LENT MILLI STAFS OG HURÐAR Í KERFINU, AÐ SÖGN HREFNU ÓSKARSDÓTTUR, FORSTÖÐUMANNS STARFSORKU Í VESTMANNAEYJUM. ÞETTA ER BAGALEGT ÞVÍ EKKERT SKIPTIR MEIRA MÁLI ÞEGAR FÓLK ER AÐ REYNA AÐ FÓTA SIG Á NÝ Í SAMFÉLAGINU EN STUÐNINGUR OG UMHYGGJA. ÞAÐ HEFUR HREFNA REYNT Á EIGIN SKINNI. Í DAG MÆTIR HÚN LÍFINU MEÐ JÁKVÆÐNI OG GLEÐI AÐ VOPNI OG HEFUR SKORIÐ UPP HERÖR GEGN HAUSARUSLI OG TILFINNINGADRASLI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.