Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 48
Á rið 2005 heimsótti Anna El- ísabet Ólafsdóttir, aðstoð- arrektor Háskólans á Bifröst, Tansaníu í Afríku með fjöl- skyldu sinni. Leið þeirra lá á tind Kilimanjaro. Hins vegar kom á daginn að yngsti sonurinn var of ungur til að ganga fjallið svo eiginmaður Önnu, Viðar Viðarsson, og tveir elstu synir þeirra fóru á toppinn. Anna og yngsti sonurinn ákváðu að heim- sækja eyjuna Zanzibar í austurhluta Tansan- íu á meðan. „Ég varð yfir mig ástfangin af Tansaníu og mér fannst afskaplega erfitt að kveðja íbúa aðeins með þökkum fyrir að sýna mér landið sitt og dýrin og vona að þau myndu komast sem fyrst út úr fátæktinni,“ segir Anna. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að gera eitthvað til að hjálpa til. Þó að ég bjargi ekki heiminum þá get ég örugglega lagt eitthvað af mörkum.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þess- um tæpu tíu árum og hefur Anna og fjöl- skylda hennar lagt sitt af mörkum til þess að bæta líf íbúanna, meðal annars með því að hjálpa íbúum í litlu þorpi í Norður- Tansaníu, Bashay, að miðla vatni. Íslenskir aðilar, m.a. Creditinfo og margir ein- staklingar hafa hjálpað þeim að safna fjár- magni sem hefur orðið til þess að búið er að byggja leikskóla í þorpinu. „Svo höfum við verið í landbúnaðarverkefni sem er fjár- magnað af áströlsku ríkisstjórninni, svo það er sitt lítið af hverju sem við höfum verið að gera,“ segir Anna. Fjölskyldan stofnaði fyr- irtæki í Bashay sem rekur bóndabæ og bændagistingu og í apríl mun Háskólinn á Bifröst, undir forystu Önnu, halda nám- skeiðið Máttur kvenna í þorpinu í tvær vik- ur. Markmið námskeiðsins er að þjálfa kon- ur í þorpinu að greina viðskiptatækifæri í nærumhverfi sínu sem gæti skapað þeim at- vinnu og þar með tekjur til að framfleyta sér og börnum sínum. „Ég hef gengið með þessa hugmynd í mag- anum lengi, að geta aðstoðað konur í Tansan- íu við að verða sterkari og sjálfstæðari. Nú er sá draumur að rætast og ég, með stuðningi Háskólans á Bifröst, er þá loksins að koma þessu á koppinn.“ Háskólinn á Bifröst hefur kennt nám- skeiðið Máttur kvenna í tíu ár og hafa hátt í 800 konur sótt námskeiðið. Að sögn Önnu sýna viðhorfskannanir að námskeiðið hefur skilað þátttakendum árangri. „Konur eru sjálfsöruggari, margar hafa viljað mennta sig meira, einhverjar hafa styrkt sig í starfi og enn aðrar hafa farið af stað með nýjar við- skiptahugmyndir. Við ætlum einmitt að byggja á þessum grunni og markmiðið er að auðga hugmyndaflugið.“ Nú er búið að laga námskeiðið að þörfum kvenna í Tansaníu, sem eru vitanlega aðrar en hér heima. Anna hefur fengið til liðs við sig unga konu frá þorpinu, Restituta Joseph Surumbu, sem er í heimsókn á landinu um þessar mundir. Hún ætlar að vera undir handleiðslu kennara á Bifröst svo hún geti kynnt og undirbúið námskeiðið og fylgt konunum eftir. Restituta, kölluð Resty, hefur komið til Íslands áður en hún var hér í tíu mánuði í fyrra þar sem hún lagði stund á nám og fékk þjálfun undir verndarvæng Önnu og eiginmanns hennar. Hér lærði hún að nota tölvu og internetið og fór á námskeið í upplýsingatækni, bókhaldi og ensku í Versló. Resty mun hjálpa til við að fylgja konunum eftir í gegnum fjarkennslu þangað til að konurnar eru komnar vel af stað. „Ég þekki Resty vel og hún er núna að fara í gegnum námsefnið sem við erum búin að útbúa. Hún er með viðskiptahugmynd sem gengur út á hunangsframleiðslu og notar hún hugmyndina til að vinna sig í gegnum efnið. Hún er að lesa sér til um það hvernig á að halda úti býflugnabúi og framleiðslu í tengslum við það. Einnig skoðar hún mögu- lega kaupendur, hvernig hún ætlar að mark- aðssetja vöruna og fleira því tengt og við leið- um hana í gegnum spurningar sem hún þarf að svara.“ Vantar aðeins upp á fjármagn Resty leggur leið sína aftur til Tansaníu í mars þar sem hún mun kynna efnið fyrir fjórum öðrum konum sem teymið er búið að velja í sameiningu. „Konurnar verða stjórn- endateymi á staðnum og tala þær allar ein- hverja ensku svo þær geta þýtt fyrir okkur yfir á svahílí, þar sem margar af þessum efnaminni konum tala ekki ensku,“ segir Anna. „Þegar við komum svo út í apríl verða konurnar í stjórnendateyminu búnar að fara í gegnum frumþjálfun og vita hvert efni nám- skeiðsins er. Hver og ein kona stjórn- endateymisins verður svo leiðtogi eins hóps en við stefnum á að hafa 4-5 hópa eða um 25- 30 konur á námskeiðinu sem verður kennt af fullum krafti í tvær vikur.“ Unnið verður í hópum en í upphafi námskeiðsins verður haldinn kynningarfundur þar sem bæj- arstjórar Bashay, eiginmenn, foreldrar og skyldmenni eru hvött til að mæta. „Við fáum að vera í kirkjunni því þetta er svo stór hóp- ur. Við útskýrum fyrir hópnum hvað við er- um að fara að gera og endum síðan nám- skeiðið með svipuðum fundi þar sem við upplýsum hvernig til tókst.“ Tveir kennarar fara til Tansaníu til að kenna námskeiðið ásamt Önnu, þeir Eiríkur Bergmann prófessor og Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent. „Bifröst borgar flugmið- ann okkar og leyfir okkur að vinna í verkefn- inu. Við höfum fengið nokkra styrktaraðila, Íslandsbanka, Bernhard Laxdal og Tanzanice Farm, fyrirtækið okkar úti, en það vantar að- eins fleiri styrktaraðila til að koma að verk- efninu og erum við að leita að þeim.“ Þýskur skiptinemi tekur þátt „Það er einnig gaman að segja frá því að við vorum með skiptinema á Bifröst sem er að ljúka grunngráðu í hagfræði. Ég var með fyr- irlestur fyrir skiptinemana um verkefnið í Afríku og sagði þeim að ef einhver hefði áhuga á að taka þátt þá væri það velkomið. Nú hefur þýskur nemandi haft samband við mig og ætlar hún að taka þátt í verkefninu. Hún borgar farseðil sinn sjálf og gefur þessa vinnu. Hún verður samferða okkur út en ætl- ar að vera í Tansaníu í þrjá mánuði og fylgja verkefninu eftir sem er frábært. Mér þykir gaman að hafa háskólanema með og vona að fleiri eigi eftir að koma að verkinu.“ Meiningin með námskeiðinu, ef það gengur vel, er að halda áfram og jafnvel gera það að alþjóðlegu verkefni. „Mínar væntingar eru í raun miklu meiri. Ég hef væntingar um að geta stofnað miðstöð frumkvöðla kvenna, ekki bara tansanískt fyrirbrigði, heldur að þetta verði alþjóðlegt. Mögulega gætu íslenskar konur stutt tansanískar og unnið með þeim,“ segir Anna og nefnir dæmi. „Mér datt nú bara í hug þegar ég horfði á Landann í vik- unni og sá þar konur að búa til litskrúðugar taubleiur. Það væri alveg tilvalið verkefni til að fara með út. Þessar konur gætu hist til að vinna að framþróun svona verkefnis. Ég hef reyndar ekki talað við þær en fékk þessa flugu í hausinn þegar ég horfði á umfjöll- unina um þær,“ segir hún og hlær. Hjálpa þeim að hjálpa sér sjálf Mikil fátækt ríkir í Tansaníu og um helm- ingur íbúa þorpsins Bashay þarf að lifa á minna en tveimur dollurum á dag, og þá er átt við alla fjölskylduna. Neyðin er því afar mikil. „Í Bashay hafa ekki allir peninga til að fara að kaupa sér mat á markaðnum. Flestir rækta baunir og maís úti í garði og afla sér matar þaðan,“ segir Anna. „Systir hennar Resty, Elisabet, er einstæð móðir og tekur þátt í námskeiðinu með okk- ur. Hún ræktar sitt eigið grænmeti til að eiga ofan í sig og sína en á erfitt með að kaupa kjöt, mjólk og annað. En hún hefur mikinn áhuga á að verða saumakona og er búin að læra sitthvað. Vandinn er að hún hefur ekki efni á að kaupa sér saumavél og er í raun á flæðiskeri stödd.“ Anna hefur stutt Elisabetu fjárhagslega, svo hún geti staðið undir sér en segist vita að það sé ekki sjálfbært því hún þurfi að geta bjargað sér sjálf. „Það er skemmtilegt að segja frá því að fjórir íslensk- ir hjúkrunarfræðingar sem hafa verið í Bashay ætla að styðja Elisabetu og kaupa handa henni fótstigna saumavél. Alls hafa þrír nemendahópar frá Háskóla Íslands dval- ið í Bashay og hjálpað til á sjúkrahúsinu auk Margt smátt gerir eitt stórt ÓHÆTT ER AÐ SEGJA AÐ TANSANÍA HAFI HREPPT HJARTA ÖNNU ELÍSABETAR, AÐSTOÐARREKTORS HÁSKÓLANS Á BIFRÖST, EFTIR FYRSTU HEIMSÓKN HENNAR ÞANGAÐ FYRIR UM TÍU ÁRUM. SÍÐAN ÞÁ HEFUR FJÖLSKYLDA HENNAR AÐSTOÐAÐ ÍBÚA Í LITLU ÞORPI Í NORÐURHLUTA TANSANÍU VIÐ AÐ AUKA LÍFSGÆÐI ÞEIRRA MEÐ EIN- UM EÐA ÖÐRUM HÆTTI. NÆSTA VERKEFNI ER NÁMSKEIÐ SEM HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ STYRKJA KONUR OG KENNA ÞEIM AÐ ÚTHUGSA VIÐSKIPTATÆKIFÆRI Í NÆRUMHVERFI SÍNU. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Tansanískar konur að þurrka fisk í atvinnuskyni. Ljósmynd/Anna Elísabet Ólafsdóttir Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.