Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 51
Eyþór Atli Scott, skipstjóri á Vigra og Hjörtur Gíslason, framkvæmdastjóri Ögurvíkur. M akríll fannst svo vitað sé fyrst við Ísland árið 1895. Fáum sögum fer þó af þessum veiðum fyrr en hin síðari ár. Makrílafli var fyrst skráður af Fiskistofu árið 1996 en fram til 2005 var aflinn oftast veiddur utan ís- lenskrar lögsögu. Árið 2005 bárust Hafrann- sóknastofnun margar tilkynningar um makríl og á fáum árum hefur makríll orðið ein verð- mætasta fisktegundin fyrir íslenskan sjávar- útveg. Á tiltölulega skömmum tíma fór ársafli íslenskra skipa úr 3.996 tonna meðafla á síld- veiðum fyrir austan land í rúm 150 þúsund tonn. Heildarafli íslenskra skipa á síðasta fisk- veiðiári var rúm 154 þúsund tonn. Íslendingar ákvörðuðu einhliða í desember 2010 að auka kvótann fyrir makrílveiði. Þetta kom sér vel fyrir útgerðarfélagið Ögurvík í Reykjavík sem bjó við verkefnaskort á þeim tíma. „Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, opnaði fyrir þessar veiðar og við ákváðum að prófa þetta sumarið eftir,“ segir Hjörtur Gíslason, framkvæmdastjóri Ögurvík- ur. Frystitogari útgerðarinnar, Vigri, hafði ekki stundað uppsjávarveiðar áður og var fjárfest til að mæta þessari nýju áskorun. Viðeigandi veiðarfæri keypt og lagað til á millidekki og frystingu. Eyþór Atli Scott, skipstjóri á Vigra, segir það tvímælalaust hafa aukið gæðin í veiðunum að fá þennan búnað inn. „Framfarir hafa fylgt þessum breytingum. Það á við um allan frystitogaraflotann. Við höfum farið hærra í kælingu út af makrílnum og það skil- ar sér varðandi annan afla líka,“ segir Eyþór. Stekkur nánast upp á þilfarið Skipstjórinn viðurkennir að áhöfnin hafi verið græn þegar hún hóf makrílveiðarnar. Menn komust hins vegar fljótt upp á lagið. „Það hef- ur verið gaman að sjá þetta virka og það er rosalega skemmtilegt að veiða svona upp við yfirborðið, fiskurinn stekkur nánast upp á þil- farið. Það hefur líka verið mjög mikið af fiski – sem er alltaf skemmtilegra,“ segir Eyþór. Fyrsta sumarið var heildarafli Vigra 100 tonn en á síðasta ári var hann kominn upp í rúm 2.000 tonn sem var fullnýting á kvóta. Að sögn Eyþórs er Vigri rúma tvo mánuði að ná þessum kvóta. Það eru fjórir og hálfur túr, að millilöndunum meðtöldum. Tvær 26 manna áhafnir eru til skiptis á Vigra. Hinn skipstjórinn er Sigurbjörn Ernst Kristjánsson. Starfsmenn Ögurvíkur eru alls um sjötíu talsins og segir Hjörtur starfs- mannaveltu litla. Að sögn Hjartar hefur makríllinn verið kærkomin viðbót við útgerð Vigra og mjög ánægjulegt hversu vel hafi gengið að veiða og vinna aflann. „Síðasta sumar var mjög gott. Menn stóðu á haus allt sumarið og fullfiskuðu sig,“ rifjar Hjörtur upp. Eyþór segir að makríllinn sé bestur eftir að hann losar sig við átuna síðari hluta sumars. „Þá snýr hann líklega við, af einhverjum ástæðum, og er sprettharður og styggur. Sagt er að hann sé alltaf á ferðinni og það er rosa- legur kraftur í honum. Maður getur nánast setið á torfu en samt misst af henni.“ Kemst ótrúlega langt Hjörtur bætir við að makríllinn sé ekki með sundmaga og fyrir vikið þurfi hann sífellt að vera á ferðinni. „Og hann kemst ótrúlega langt, ekki stærri fiskur,“ segir Hjörtur. Að sögn Eyþórs kemur makríllinn 12-16% feitur inn í lögsöguna, líklega sunnan úr höf- um, en fer 26-31% feitur, samkvæmt mæl- ingum Hafró. „Eitthvað er hann því að éta hérna,“ segir Eyþór. Spurðir hvers vegna gengdin sé orðin meiri í grennd við Ísland hin síðari ár nefna þeir hitastig sjávar sem mögulega skýringu. „Alla vega treysta Norðmenn á það,“ segir Hjörtur. „Þeir treysta á að sjórinn kólni aft- ur hér upp frá og makríllinn skili sé í aukn- um mæli aftur til þeirra. Það er taktík hjá þeim og á þeim forsendum reyna þeir að Borðum ekki peningana okkar! VIGRI RE 71, FRYSTITOGARI ÖGURVÍKUR Í REYKJAVÍK, HEFUR STUNDAÐ MAKR- ÍLVEIÐAR AF MIKLU KAPPI UNDANFARIN SUMUR MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI. ÁRNI SÆBERG, LJÓSMYNDARI MORGUNBLAÐSINS, VAR MEÐ Í FÖR HLUTA ÚR TÚR OG MYNDAÐI VEIÐARNAR, VINNSLUNA OG LÍFIÐ UM BORÐ Í VIGRA. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Trollið tekið. Fjárfest var til að mæta nýrri áskorun, uppsjávarveiðum. Múkkinn bíður átekta í blóðvatninu. Ekkert fyrir hann að hafa hér. 1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.