Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 57
bærlega gerðar teikningarnar sem reyndur starfsmaður safnsins um listamanninn í Dan- mörku er að hengja upp, í réttri tímaröð svo við getum farið í örútgáfu af ferðalögum hans um Ísland. Röðin er brotin upp af tveimur gluggum á efri hæð safnsins þar sem sér út á hafið við Laugarnes. Það er dumbungur og Esjan sést ekki. Larsen teiknaði líka fallega mynd af Esjunni en hún er ekki á sýningunni, útsýnið til Esju kemur í staðinn. Það er áhugavert að ræða við Vibeke, svo vel er hún að sér í verkum Larsens og starfi hans hér á landi sem í Danmörku. Hún hefur rannsakað allrahanda gögn sem tengjast verkefni hans og hitti á sínum tíma hér fólk sem mundi eftir Larsen. „Eftir að hafa verið hér í Reykjavík við upphaf verksins, í hópi danskra verkfræðinga sem komu samtímis honum til landsins, og kynnst Íslendingum á borð við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð, Valtý Stefánsson, ritstjóra Morgunblaðsins, og Ragnar Ásgeirs- son garðyrkjufræðing, sem varð góðvinur listamannsins ævilangt, þá hélt Larsen til Þingvalla og byrjaði að vinna þar einn og ein- beittur. Fyrir utan að hann kynntist þar vel hundi sem gerði sér dælt við hann og vakti hann um nætur,“ segir hún. „Ragnar Ásgeirsson útvegaði honum síðan gistingu á Njáluslóð, fyrst í Hlíðarendakoti og síðan Múlakoti, því hann þurfti að draga upp margar myndir að birta með Njáls sögu. Í Múlakoti kynntust þeir Ólafur Túbals, sem einnig var listmálari, og hann hreifst svo af Larsen að hann sótti í að vera fylgdarmaður hans á ferðunum. Þeir fóru til dæmis saman suður að Berg- þórshvoli þar sem hann teiknaði þessa fallegu mynd hér af fjallasýninni, Heklu og Þríhyrn- ingi, með hvönn í forgrunni,“ segir hún og bendir á eina myndina sem er verið að hengja upp á vegg. Á öðrum teikningum má meðal sem þannig var hann í nánari tengslum við landið og náttúruna sem hann hreifst mjög af. Helsti fylgdarmaður hans á ferðunum var Ólafur Túbals, bóndi og listmálari frá Múla- koti í Fljótshlíð. Fyrri ferðin, sumarið 1927, var styttri en fyrirhugað var því eftir að hafa unnið á Suðurlandi og á Snæfellsnesi fékk Larsen boð um að eiginkona hans hefði veikst alvarlega. Hann sneri þá heim en við Fær- eyjar kom annar sona hans til móts við hann, kom yfir í skip Larsens og tilkynnti honum andlát eiginkonunnar. Hann sneri því aftur til Íslands þremur árum síðar til að ljúka verk- inu, fór þá víðar um og vann baki brotnu í nær þrjá mánuði. Það er alfarið elju og dugnaði sýningar- stjórans og Íslandsvinarins, Vibeke Nørgaard Nielsen, kennslukonu á eftirlaunum, að þakka að þessar teikningarnar koma fyrir almenn- ingssjónir nú í Reykjavík og áður í Kaup- mannahöfn. Jafnhliða sýningunni kemur út á íslensku hin vandaða bók hennar, Listamaður á söguslóðum. Í henni rekur Nørgaard Niel- sen ferðir Larsens um Ísland og birtir brot úr sendibréfum og dagbókum sem hann sendi jafnt og þétt heim til fjölskyldunnar í Dan- mörku. Þá styðst hún einnig við dagbækur Ólafs Túbals og leiðir lesendur inn í heim ferðafélaganna með því að greina frá því hvernig hún hefur sótt heim söguslóðir þeirra, og Íslendingasagna, í fjölmörgum ferðum sín- um hingað til lands. Í bókinni er einnig að finna 72 af myndum Larsens, sem flestar birtust í Íslendingasögunum en nokkrar hafa ekki birst áður á prenti. Bókin kom út í Dan- mörku fyrir ellefu árum en er löngu uppseld þar. Í íslensku útgáfunni birtist líka umfjöllun Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings um sköp- un Larsens á Íslandi og ber hann nálgunina meðal annars saman við verk enska lista- mannsins W.G. Collingwoods sem málaði vatnslitamyndir af sögustöðum þremur ára- tugum fyrr. Laumaði inn fugli og fugli „Já, Johannes V. Jensen sagði við Larsen þegar hann lagði upp í fyrri ferðina til Ís- lands að hann skyldi muna að hann ætti ekki að teikna fugla á Íslandi heldur landið sjálft. En hann hefur laumað inn fugli og fugli, eins og hér, og gerir það listavel,“ segir Vibeke Nørgaard Nielsen og hlær. Við erum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar og rýnum í frá- annars sjá Hlíðarendakot, útsýni frá Múla- koti, Almannagjá, Knafahóla, Keldur, Snorra- laug, Barnafoss, Blótsteininn á Þórsnesi, út- sýn frá Dyrhólaey, Eiríksvog við Dímonarklakka, Þórhallastaði í Forsæludal, þar sem Grettir Ásmundarson glímdi við Glám, og Goðafoss. Um þá teikningu sagði danski listamaðurinn Sven Havsteen- Mikkelsen, sem síðar átti eftir að ferðast hér um landið og gera hér fjölda verka: „Ég skil ekki enn hvernig Johannes Larsen gat teikn- að svona. Sjáið hvernig hann teiknar vatn og það með penna!“ Það er mikill galdur í þess- ari hlutlægu og tilgerðarlausu nálgun við landið. Á sýningunni gefur einnig að líta kort þar sem Larsen hefur merkt leiðina inn og hvar hann málaði, sendibréf frá honum til vina hér og glæsilega sérútgáfu af Berlingske Tidende frá sumrinu 1930, í tilefni af Alþingishátíðinni, sem Gunnar Gunnarsson skrifaði og Larsen myndskreytti. Sérstakur staður á jörðinni Rannsókn Vibeke Nørgaard Nielsen á verk- um og sögu Johannesar Larsens hófst í raun árið 1995 þegar hún fann sýningarskrá í bókasafni Norræna hússins, frá sýningu á teikningunum sem var þar árið 1979. Þar á meðal var mynd af Þorvaldsdal í Eyjafirði sem hún hafði haft áhugaverð kynni af. Hún hefur síðan leitt hópa danskra söguferðalanga um slóðir Larsens ásamt Sigurlín Sveinbjarn- ardóttur sem þýddi bók hennar. Hún tekur undir þau orð blaðamanns að hluti af galdr- inum við teikningar Larsens sé látlaus hlut- lægnin í nákvæmri nálguninni. „Einmitt. Sjáðu þessa mynd af Knafahól- um. Bara við að heyra nafnið sjáum við fyrir okkur hvar glampar þar á spjót þeirra sem sátu þar fyrir Gunnari á Hlíðarenda,“ segir hún. Og Vibeke er ánægð með að bók hennar sé komin út á íslensku, svona fallega út gefin af bókaútgáfunni Uglu. Nú geta Íslendingar kynnt sér betur nálgun Larsens við landslagið hér og sögustaðina, á þessu landi sem hún hefur sjálf heimsótt um þrjátíu sinnum. „Þið eigið svo frábært land,“ segir hún. „Við mennirnir viljum trúa því að við getum haft stjórn á öllu í heiminum en við að kynn- ast Íslandi vel, áttar maður sig á því að við að búa á svo sérstökum stað á jörðinni verður fólk að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ „Sjáðu þessa mynd af Knafahólum. Bara við að heyra nafnið sjáum við fyrir okkur hvar glampar þar á spjót þeirra sem sátu þar fyrir Gunnari á Hlíðarenda,“ segir sýningarstjór- inn og rithöfundurinn Vibeke Nørgaard Nielsen um eina teikningu Larsens. Morgunblaðið/Einar Falur *Ég skil ekki ennhvernig JohannesLarsen gat teiknað svona. Sjáið hvernig hann teiknar vatn og það með penna! 1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Ný sýning verður opnuð í Safni Ásgríms Jónssonar á sunnudag klukkan 14, á heimili og vinnustofu hins merka frumkvöðuls íslenskrar mynd- listar að Bergstaðastræti 74. Sýningin er kölluð „Í birtu daganna“ og er op- in til vors á sunnudögum kl. 14-17. 2 Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona mun á sunnudag klukkan 15 ræða við gesti á sýningu sinni, „Framköllun“, í Hafnarborg. Á sýn- ingunni hefur hún skapað eitt um- fangsmesta verk sitt, þar sem sköp- un, úrvinnsla, miðlun og viðtaka listaverks eiga sér stað í sama rými. 4 Í útibúum Borgarbókasafns er fjölbreytt dagskrá um helgina. Í Árbæ fer sýningu Stefáns Eiríkssonar að ljúka, bingó verður í Spönginni og Katrín Ósk les upp og leysir þrautir í Gerðubergi. Um þetta og fleira til má lesa á vefnum borgarbokasafn.is 5 Í Gallerí Vest, nýju sýn- ingarými í Vesturbænum – að Hagamel 67, verður á laug- ardag klukkan 17 opnuð sýn- ing á verkum Kristínar Arngríms- dóttur myndlistarkonu og þriggja barna hennar, Guðrúnar Steingríms- dóttur, Arngríms og Matthíasar Stein- þórssona. Verk mæðginanna eru ólík en forvitnileg. 3 Í Sjóminjasafninu í Reykjavík hefur verið opnuð áhugaverð sýning á ljósmyndum Brynj- ólfs Sveinssonar, Binna, (1914-1981), áhugaljósmyndara, kaupmanns og stöðvarstjóra Pósts og síma í Ólafsfirði. Hún var fyrst sett upp í Ólafsfirði í október þegar öld var frá fæðingu hans. MÆLT MEÐ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.