Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 Bækur Krakkar allt niður í 4. bekk grunnskólageta skilgreint hugtakið, heimilis-ofbeldi, með eigin orðum. Ofbeldi á heimilum hefur ekki áður verið rannsakað út frá sjónarhóli barna og eru niðurstöður birt- ar í nýlegri bók, Ofbeldi á heimili – Með augum barna, sem á dögunum hlaut Fjöru- verðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Háskólaútgáfan gefur út, ritstjóri er Guð- rún Kristinsdóttir en aðrir höfundar Ingi- björg H. Harðardóttir, Margrét Ólafsdóttir og Steinunn Gestsdóttir, sem allar eru kenn- arar við Háskóla Íslands. Tveir meistaranemar, Margrét Sveins- dóttir og Nanna Þóra Andrésdóttir, eiga síð- an hvor sinn kaflann sem unnir voru upp úr ritgerðum þeirra. „Bakgrunnur okkar er ólíkur; þarna er grunnskólakennari, sérkennari, sálfræðingur og félagsráðgjafi og allar gátum við lagt í púkk í stað þess að vinna hver í sínu horni,“ sagði Guðrún ritstjóri þegar blaðamaður ræddi við þær Margréti Ólafsdóttur. Í bókinni er skýrt frá þremur ólíkum rannsóknum. „Þá fyrstu gerðum við fyrir nokkrum árum, þegar við fórum í marga grunnskóla og lögðum spurningalista fyrir 1.100 börn, til að kanna hvað þau vissu al- mennt um heimilisofbeldi. Seinna fór fram viðtalsrannsókn þar sem rætt var við 13 börn og mæður þeirra, sem höfðu búið við heimilisofbeldi, þar sem við settum það sem skilyrði að ofbeldinu væri lokið þegar viðtölin fóru fram, til að setja þau ekki í meiri hættu,“ sagði Guðrún. Þriðji hlutinn var athugun á því hvað ís- lensk dagblöð og eitt vikurit höfðu skrifað um heimilisofbeldi. Í ljós kom að lítið hafði verið skrifað um börn og aðstæður þeirra í þessu sambandi. Fjallað er um það í kafl- anum Hið ósýnilega barn. Vert er að geta þess að dómnefnd Fjöru- verðlaunanna nefndi að umfjöllun um málið frá sjónarhorni barna „geri verkið einstakt og til þess fallið að verða ómetanlegt innlegg í umræðu um heimilisofbeldi og fyrir áfram- haldandi rannsóknir og vinnu á þessu sviði, þar sem velferð barna er höfð að leiðarljósi“. Þrjú ár var skemmsti tíminn sem kona, sem rætt var við, hafði búið við heimilis- ofbeldi „en sú sem bjó við það lengst af öll- um áttaði sig loksins og leitaði sér aðstoðar eftir 26 ára ofbeldi“, segir Margrét. Einnig var rætt við börn á aldrinum níu til 19 ára, sem orðið höfðu fyrir ofbeldi á heim- ili. Rannsóknin á sér breska fyrirmynd og samanburðartölur eru fyrir hendi þaðan. Mun hærra hlutfall íslenskra barna telur heimilisofbeldi algjörlega óviðunandi, að sögn Margrétar og Guðrúnar. „Við vildum ekki spyrja börnin, í grunn- skólarannsókninni, hvort þau hefðu sjálf orð- ið fyrir ofbeldi á heimilinu en 25% sögðust, þegar spurt var, þekkja einhvern sem hefði orðið fyrir heimilisofbeldi,“ segir Guðrún. Hún segir viðtöl við börnin 13, sem búið höfðu við heimilisofbeldi, mjög gagnleg og lengsti kafli bókarinnar byggist á þeim. „Þar er dregið mjög skýrt fram við hve marg- víslegt ofbeldi þau bjuggu; börnin sögðu okk- ur frá mjög þekktu formi ofbeldis en líka frá því sem nánast hefur verið óþekkt.“ Þar bar á góma andlegt og líkamlegt of- beldi, vanræksla, kynferðisofbeldi, gífurleg stjórnsemi ofbeldismannsins á heimilinu, mikið eftirlit með konunum, miklar hótanir gegn bæði konum og börnum, ofsóknir og eyðilegging húsmuna. Margar klínískar rannsóknir hafa verið gerðar og þá stuðst við gögn úr skrám sjúkrahúsa, kvennaathvarfa og félagsþjón- ustu, en önnur leið var farin í þessari. Rætt var við „venjulegar konur“ úti í bæ en ekki farið í gegnum stofnanir. Margrét segir krakka sem búið höfðu við heimilisofbeldi, hvort sem var til skemmri tíma eða mjög lengi, lýsa mjög miklum ótta og vanlíðan. „Þeim fannst eðlilegt að lýsa óttanum en hann var miklu meiri en við höfðum áttað okkur á. Vanlíðanin smýgur inn í alla kima þeirra lífs; hefur áhrif í skól- anum, á daglegt líf og vinina. Krakkarnir eru alltaf á varðbergi, hvort sem er heima hjá sér, í skólanum eða þegar þau fara út á leik- völl. Ofbeldið liggur alltaf á þeim eins og mara.“ OFBELDI Á HEIMILI – MEÐ AUGUM BARNA Einstakt og ómetanlegt innlegg Guðrún Kristinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Nanna Þóra Andrésdóttir og Steinunn Gestsdóttir. Margrét Steinsdóttir var fjarri. Morgunblaðið/Þórður Arnar Þórðarson ÍSLENSK BÖRN HAFA DJÚPAN SKILNING Á HUGTAKINU HEIMILIS- OFBELDI OG ÞVÍ SEM LIGGUR AÐ BAKI. ÞAÐ KOM ÍSLENSKUM FRÆÐIMÖNNUM, SEM UNNU AÐ RANNSÓKN, MJÖG Á ÓVART. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is * Krakkarnir eru alltaf á varðbergi.Ofbeldið liggur alltaf á þeim eins og mara. Það er auðvitað útilokað fyrir bókaorm að tala um uppáhaldsbækurnar sínar í nokkrum orðum, til þess eru þær alltof margar og mismunandi. Það er freistandi að leita aftur í bernskuna og all- ar gersemarnar sem höfðu áhrif á unga sál, en ég ætla að fara auðveldu leiðina og velja eitt land. Það er nefnilega þannig að ég hef lengi dregist að bókum sem hafa tengingu við Indland, það er eitthvað töfrandi við þann fjölskrúðuga hluta heimsins. Sá höfundur sem hvað mestan þátt á í að viðhalda þessum Indlandsáhuga er Salman Rushdie sem skrif- ar yndislegar Indlandssögur, fullar af ævintýrum, lit- skrúðugum persónum og veruleika sem er ekki allt- af í samræmi við þann sem við í fáfengileik okkar höldum að sé sá eini rétt. Miðnæturbörnin er sú bók hans sem er í mestu uppáhaldi, um börnin sem fæddust með sérstaka eiginleika á þeim tímapunkti þegar Indland varð sjálfstætt ríki. Aðalpersónurnar tvær fæðast nákvæmlega á miðnætti og hafa mikilsverðustu eiginleikana. Þeim er hins vegar víxlað á fæðingardeildinni með ófyrirséðum afleiðingum. Líf miðnæturbarnanna verður tákngervingur fyrir sögu landsins sjálfs og ör- lög þeirra órjúfanlega samtvinnuð menningu, trúarbrögðum og stjórnmálum Indlands. Önnur Indlandssaga eftir annan höfund er marglesin og í sérstöku uppáhaldi en það er Guð hins smáa eftir Arundhati Roy. Snilldarlega vel skrifuð saga um allt það sem máli skiptir í lífinu en fyrst og fremst um ástina og fólkið sem brýtur reglurnar um það hvern má elska, hvernig og hversu mikið. Margar aðrar mætti telja en sú nýjasta í safninu er Hinumegin við fallegt að eilífu eftir Katherine Boo en þar er sagt frá átakanlegri lífsbaráttu og ör- lögum íbúa í fátækrahverfum Mumbai. BÆKUR Í UPPÁHALDI KRISTÍN ÞÓRA HARÐARDÓTTIR HDL. Kristín Þóra Harðardóttir, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, hefur lengi heillast af bókum um Indland. Morgunblaðið/Ómar Börnunum, jafnvel þeim yngstu, var mikið í mun að eitthvað yrði gert til þess að koma í veg fyrir að önnur börn byggju við heimilisofbeldi. Margréti og Guðrúnu finnst það merki um hve börnin þau væru skynug, sem og það hve viljug þau voru til að ræða málið. Dæmi um ráðleggingar til annarra:  Látið vita, til þess að ofbeldismað- urinn komist ekki upp með þetta. Látið það ekki aftra ykkur að hann verði reiður.  Passið ykkur á að tala um ofbeldið við einhvern sem ykkur finnst líklegt að geri eitthvað í málinu. „Dæmi er um það í bókinni að börn segja frá því að ekki hafi verið hlustað á þau, en þau tala um að mikilvægt sé að kæra og vera sterk. Að láta ofbeldið ekki buga sig. Þetta segja jafnvel yngstu börnin,“ segir Margrét. „Þau vilja að ráðleggingar þeirra verði öðrum börn- um til góðs.“ Ráðleggingar til annarra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.