Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 59
Breski sagnfræðingurinn Laur- ence Rees skrifaði bókina Auschwitz: A New History árið 2005 og raunar líka bók sem heitir Auschwitz: The Nazis and the Final Sol- ution en báðar fylgdu þær eftir sjónvarpsseríu sem Rees vann fyrir BBC. Verk Rees um seinni heimsstyrjöldina, bæði bækur og heimildarmyndir fyrir BBC, eru nýttar sem kennsluefni í breskum skólum. Rees hefur meðal annars tekið viðtöl við yfir 100 eftirlifendur úr búð- unum og eru verk hans talin með því nákvæmasta og víð- feðmasta sem gefið hefur verið út um útrýmingarbúðirnar. Ný heimildarmynd eftir Rees var sýnd á BBC 27.janúar sl. sem nefnist Touched by Ausch- witz. Benda má á vefsíðuna ww2history.com sem haldið er úti af Rees og samstarfsfólki en þar er að finna margskonar fróðleik um útrýmingarbúð- irnar og áform nasista. Verk sagn- fræðingsins Laurence Rees Bókin Auschwitz: A Doc- tor’s Eyewitness Account er skrifuð af lækninum dr. Miklos Nyiszli sem var ung- verskur gyðingur og lifði af vistina í Auschwitz. Í bókinni er saga hans af vistinni sögð, en Nyiszli var neyddur til að gera „lækn- isfræðilegar rannsóknir“ á samföngum sínum undir eft- irliti hins grimma dr. Josef Mengele, sem kallaður hefur verið Engill dauðans. Frásögn Nyiszli er skelfileg- ur vitnisburður um grimmdina, vægðarleysið og mannfyrirlitn- inguna í Auschwitz. Neyddur til rannsókna á samföngum 1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 Heinz Heger er dulnefni fyrir Josefs Kohout en í bókinni Mennirnir með bleika þríhyrninginn er skelfileg saga af sex ára vist í fangabúðum nasista sögð. Bókin kom út á íslensku 2013. Höfundur var einn þúsunda samkyn- hneigðra karla sem teknir vöru hönd- um fyrir „alvarlegan saurlifnað“ og merktir með bleikum þríhyrningi. Hann mátti þola niðurlægingu, pyntingar og óskiljanlegan hrylling sem fangi nastista. Bleikt táknaði samkynhneigð Komin er út á íslensku áttunda bókin í flokki Jo Nesbø með sögu- hetjuna Harry Hole í aðalhlutverki en bókin ber heitið Afturgangan. Bækurnar um Hole eru reyndar orðnar tíu en síðustu tvær eru ekki komnar út í íslenskri þýðingu. Bækur hins norska Nesbø hafa verið þýddar á yfir 40 tungumál. Hann er alinn upp í bænum Molde og var strax á barnsaldri farinn að segja skólafélögum sínum drauga- sögur. Á unglingsárum varð fótboltinn lífið og stóri draumurinn var að leika með þeim bestu í ensku efstu deildinni. Af því varð þó aldrei en glæpasögurnar hans selj- ast hins vegar vel í enskum bóka- búðum. HARRY HOLE ÁTTUNDI Bækur Jo Nesbø hafa verið þýddar á tugi tungumála. Ljósmynd/Stian Andersen Bækur Astridar Lindgren um Línu Langsokk er aldrei hægt að gefa of oft út. Það fyrsta sem birt var á prenti um sterkustu stelpu í heimi var bókin Känner du Pippi Långstrump? sem kom út í Sví- þjóð 1947. Þessi fyrsta bók höfundarins um Línu kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1970 og nú var að koma ný prentun í verslanir af bókinni sem á íslensku heitir Þekkir þú Línu Langsokk? Fáir barnabókahöfundar státa af því að hafa skapað eins margar dáðar persónur og Lindgren. Lína Langsokkur er ein af þeim per- sónum sem við getum verið þakklát fyrir að Lindgren datt í hug að skapa. FYRSTA BÓKIN UM LÍNU LANGSOKK ENDURÚTGEFIN Bækurnar um Línu Langsokk virðast höfða jafnt til barna og fullorðinna. Hryllingurinn skrásettur BÆKUR UM GRIMMD NASISTA ÞANN 27.JANÚAR VORU 70 ÁR LIÐIN FRÁ ÞVÍ FANGAR VORU FRELSAÐIR ÚR HINUM SKELFI- LEGU ÚTRÝMINGARBÚÐUM NASISTA Í AUSCH- WITZ. ÞESS VAR MINNST MEÐ ÝMSUM HÆTTI VÍÐA UM HEIM. FJÖLDI BÓKA HEFUR VERIÐ SKRIF- AÐUR UM HRYLLINGINN SEM ÁTTI SÉR STAÐ INNAN VEGGJA ÞESSARA BÚÐA OG ANNARRA SEM NASISTAR RÁKU OG ERU VITNISBURÐUR UM MANNVONSKU ÞEIRRA OG MYRKRAVERK. Elie Wiesel var á unglingsaldri þegar nas- istar tóku fjölskyldu hans og sendu í út- rýmingarbúðirnar í Auschwitz og Buc- henwald. Í bókinni Nótt sem kom út í íslenski þýðingu árið 2009 lýsir hann reynslu sinni og því hvernig örlögin hög- uðu því svo til að hann komst lífs af. Hann gerir þennan hryllilega tíma upp í bókinni Nótt sem fyrst kom út á frönsku árið 1958. Bókin er sjálfsævisöguleg frá- sögn af veru unglingsdrengs og föður hans í útrýmingarbúðum nasista. Elie Wiesel hefur skrifað fjölda bóka en Nótt er almennt álitið meistaraverk hans. Wiesel hefur hlotið margvíslegrar viðurkenningar fyrir bækur sínar og störf og árið 1986 hlaut hann friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína gegn mismunun, fordómum og ofbeldi. Nótt eftir nóbelsverðlaunahafa BÓKSALA 21.-27. JANÚAR Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 AfturganganJo Nesbø 2 Heilsubók Röggu naglaRagnhildur Þórðardóttir 3 DNAYrsa Sigurðardóttir 4 Bjór - Umhverfis jörðina á 120tegundum Stefán Pálsson 5 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 6 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 7 Veislan endalausaRagnar Freyr Ingvarsson 8 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 9 Dagbók Kidda klaufa 6 -Kaldur vetur Jeff Kinney 10 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson Íslenskar kiljur 1 AfturganganJo Nesbø 2 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 3 Bonita AvenuePeter Buwalda 4 UndurR.J.Palacio 5 ÓróiJesper Stein 6 ÖngstrætiLouise Doughty 7 Hinumegin við fallegt að eilífuKatherine Boo 8 Maður sem heitir OveFredrik Backman 9 AfdalabarnGuðrún frá Lundi 10 EnglasmiðurinnCamilla Läckberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.