Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 1
ATVINNA LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Sem þingmaður er ég í draumastarfi. Þetta er samfellt og krefjandi lær- dómsferli, því á hverjum degi koma upp ný viðfangsefni sem maður þarf að kynna sér út í hörgul til að komast að skynsamlegri niður- stöðu. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknar- flokks. DRAUMASTARFIÐ Framkvæmdastjóri þróunarverkefna Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2015. Nánari upplýsingar um starfið veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) hjá Intellecta í síma 511 1225. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Aurora velgerðasjóður var stofnaður 23. janúar 2007 að frumkvæði hjónanna Ingibjargar Kristjánsdóttur landslags- arkitekts og Ólafs Ólafssonar, stjórnar- formanns Samskipa. Megintilgangur sjóðsins er að stuðla að og styrkja menningar- og velgerðamál á Íslandi og erlendis. Frá stofnun hefur sjóðurinn og stofnendur hans veitt yfir 600 milljónir króna að jöfnu til verkefna á Íslandi og í Afríku, einkum til Sierra Leone. Fram til þessa hefur mestur hluti þróunaraðstoðar sjóðsins verið í samstarfi við UNICEF, en yfir 66 skólar hafa verið byggðir í Sierra Leone, tæplega 300 kennarar notið aðstoðar o. fl. Í Malavi byggði Aurora sérstaka sjúkraálmu fyrir börn. Þess utan hefur sjóðurinn styrkt fjölda smærri verkefna. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu hans www.aurorafund.is Aurora velgerðasjóður hyggst ráðast í nokkur metnaðarfull verkefni í Sierra Leone á komandi misserum. Til að stýra þróunarverkefnum Aurora er leitað að framkvæmdastjóra sem sér um daglega stjórnun þessa verkefnis. Staðan heyrir beint undir stjórnarformann sjóðsins. Stjórn sjóðsins er skipuð fjórum einstaklingum, öllum búsettum erlendis. Framkvæmdastjórinn hefur aðsetur í Lausanne í Sviss en dvelur að jafnaði um 6 mánuði á hverju ári í Sierra Leone. Menntunar- og hæfniskröfur:  Háskólamenntun sem nýtist í starfi  Þekking og reynsla af aðferðafræði verkefnastjórnunar  Mjög góð enskukunnátta er mikilvæg  Reynsla af stjórnunarstörfum  Mjög góð samskiptahæfni  Aðlögunarhæfni, frumkvæði og öguð vinnubrögð  Þekking og reynsla af þróunarsamvinnu er til bóta ráðgjöf ráðningar rannsóknir Intellecta, Síðumúla 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225 Starfssvið:  Dagleg stjórnun og rekstur verkefnisins  Undirbúningur, eftirlit og eftirfylgni með framkvæmd verkefna  Áætlanagerð  Skýrslur og greinargerðir  Samskipti við stjórnvöld og stofnanir á ýmsum stjórnsýslustigum í Sierra Leone  Samvinna og samskipti við framkvæmda- aðila þróunarverkefna og hagsmunaaðila  Samskipti og samvinna við fulltrúa annarra veitenda þróunaraðstoðar Kjörið tækifæri fyrir einstakling sem hefur náð góðum árangri í starfi og langar að takast á við nýjar áskoranir á sviði þróunarmála á erlendri grund. Hertex á Íslandi Verkefnisstjóri Second hand búðir Hertex óskar eftir verkefnisstjóra í afleys- ingar í eitt ár frá 1. mars 2015. Við leitum að einstaklingi sem: - hefur brennandi áhuga á umhverfismálum og endurnýtingu hluta og fatnaðar. - er kraftmikill og skapandi, - hefur gott auga fyrir útstillingum og vöruvali - hefur góða samstarfseiginleika Umsóknum með ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til dorthea@herinn.is fyrir 15. janúar 2015. Öllum umsækjendum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Dorthea Høygaard Dam í síma 8938858 eða á dorthea@herinn.is Bílstjórar Vanir bílstjórar óskast strax á búkollur og vörubíla sem og gröfu á höfuðborgarsvæðinu. Reglusemi og stundvísi skilyrði. Áhugasamir sendið inn umsókn með ferilskrá á netfangið: anna@gtv.is GT hreinsun ehf. Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu, og tiltaka skal viðskiptaritstjórn þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Nánari upplýsingar gefur Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569 1332. Viðskiptablaðamaður Morgunblaðið óskar eftir að ráða blaðamann á viðskiptaritstjórn blaðsins. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á viðskipta- og efnahagslífinu, góða samskipta- hæfileika, frumkvæði og metnað í starfi. Háskólamenntun í tengdum fögum er æskileg. Mjög góð íslenskukunnátta og góð færni í erlendum tungumálum er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015 Verslunin Kello í Kringlunni óskar eftir starfskrafti, helst 25 ára eða eldri, í 70-100% starf. Áhugasamir sendi umsókn með upplýsingum á hallar@simnet.is Starfskraftur óskast

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.