Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Háaleitisbraut 58–60, 3. hæð. Sunnudagurinn 4. janúar. Samkoma kl. 14. Ný ræðusería ,,Í leit að hamingju.”Yfirskrift samkom- unnar,,Hvað er kristileg hamingja?” Ræðumaður Agnes Tarassenko. Sunnudagaskóli fyrir börnin. Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Garðar Björg- vinsson, Michael-miðill, Símon Bacon, Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari og auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félags- mönnum og öðrum upp á einka- tíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rannsóknir og útgáfur, einkatíma og tíma- pantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4 -2 7 9 7 Við bjóðum: • handleiðslu fagmenntaðra mentora • möguleika á að byggja upp öflugt tengslanet • spennandi leið til að kynnast íslensku atvinnulífi • þátttöku í að móta krefjandi og áhugaverð verkefni Við væntum þess að þið: • stundið meistaranám á sviði sem nýtist í ofangreindum verkefnum • hafið áhuga á íslensku atvinnulífi • hafið góða samskiptafærni, sýnið frumkvæði og getið unnið sjálfstætt • hafið góða þekkingu á tölvutækni og samskiptanetum • búið yfir góðri kunnáttu í íslensku, ensku og skandinavísku Starfshlutfall og ráðningartími • starfshlutfallið er 40–50% í 6–9 mánuði eftir samkomulagi • ráðningartímabil hefst ummánaðarmótin janúar–febrúar Umsóknir og frekari upplýsingar Umsókn skal skila rafrænt með náms- og starfsferilsskrá og hvers vegna áhugi er á starfinu á netfangið starfsnam@si.is í síðasta lagi 14. janúar nk. Samtök iðnaðarins eru stærstu atvinnurekendasamtök á Íslandi og þjónusta breiðan hóp fyrirtækja, allt frá hefðbundnum iðnfyrirtækjum til kvikmynda- og leikjaframleiðenda. TÆKIFÆRI TIL AÐ FÁVERÐMÆTA Samtök iðnaðarins leita eftir tveimur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum. Ertu talnaglögg(ur)? • Vinna með hagtölur og tölfræði • Greiningarvinna og úrvinnsla • Framsetning upplýsinga á áhrifaríkan hátt • Skýrsluskrif Ertu góð(ur) í tengslamyndun? • Verkefnastjórnun • Miðlun upplýsinga á skapandi hátt • Vinna með samfélagsmiðla og upplýsingasíður • Ritun fundargerða ogminnisblaða Félagslíf Veislan óskar eftir bílstjóra Ert þú vanur bílstjóri, hörkuduglegur, með hreina sakaskrá og talar íslensku?? Ef svo er þá viljum við endilega fá þig í vinnuhópinn okkar. Við erum hress og skemmtilegur hópur og viljum alltaf bæta við góðu fólki í hópinn. Umsóknir má senda á andrea@veislan.is Framkvæmdastjóri hjúkrunar Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sólvangi er laus til umsóknar. Starfið er stjórnunarstarf, skilgreint samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. Staðan er laus frá 1. mars 2015. Sólvangur er hjúkrunarheimili, með 58 hjúkr- unarrými og 8 dagdvalarrými. Starfsmanna- fjöldi er um 120 manns í 68 stöðugildum. Fjárveiting til hjúkrunarheimilisins á árinu 2015 er um 565 milljónir. Hjúkrunarheimilið Sólvangur hefur verið starfandi frá 1953. Í boði er gott og krefjandi starf í góðu um- hverfi þar sem faglegur metnaður er í fyrir- rúmi. Kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla og framsýna manneskju. Krafist er háskóla- menntunar í hjúkrunarfræðum, og sérmennt- unar og reynslu í hjúkrun aldraðra, ásamt reynslu af stjórnunarstörfum. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Skriflegar umsóknir um starfið þurfa að hafa borist í síðasta lagi þann 16. janúar nk. til for- stjóra Sólvangs, Árna Sverrissonar. Nánari upplýsingar í síma 898-5891 (Árni) eða í síma 664-6591 (Rannveig). Öllum umsóknum verður svarað. Forstjóri. Icelandair Group verður einn af að- alstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Samningur til þriggja ára um þetta var undirritaður nýlega af Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Ice- landair Group, og Margréti Laxdal, varaformanni Landsbjargar. Markmið Icelandair Group með samningnum er að styðja Slysavarna- félagið Landsbjörg meðal annars í ör- yggisþjónustu við ferðamenn. Tilgang- urinn með því er að fækka slysum og styrkja ímynd Íslands sem ferða- mannalands, með góðu upplýsinga- streymi og sterku öryggisneti. Stendur til að efla vefinn SafeTravel.is og koma honum áfram til erlendra ferðamanna í gegnum dreifileiðir Icelandair Group. Ramma inn samstarf „Við erum með þessum samningi að ramma inn öll þau viðskipti og sam- starf á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fyrirtækja innan Ice- landair Group sem til staðar eru í einn samning, gera samstarfið öflugra og skilvirkara,“ segir í tilkynningu frá Ice- landair Group, haft eftir Björgólfi Jó- hannssyni forstjóra. sbs@mbl.is Öryggisnet ferðamannanna verði áfram sterkt  Icelandair Group og Landsbjörg semja um samstarf  Upplýsingar Samstarf Frá vinstri Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Margrét Laxdal, varaformaður Landsbjargar, og Leonard Birgisson stjórnarmaður.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.