Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 3

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 3 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) vill ráða starfsfólk til að sinna slökkvi- starfi og sjúkraflutningum. Bæði er um framtíðarstörf að ræða og sumarstörf fyrir sumarið 2015. Framtíðarstarfsmenn munu fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að geta sinnt bæði slökkvistarfi og sjúkra- flutningum hjá SHS en sumarstarfsmenn þurfa að hafa starfsréttindi sem sjúkra- flutningamenn. Allir starfsmenn verða að vera reiðubúnir að vinna vaktavinnu. Við erum að leita að einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhuga á að tilheyra öflugu liði sem hefur það hlutverk að sinna útkallsþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Við viljum gjarnan sjá fleiri konur í liðinu og æskilegt er að umsækj- endur séu ekki eldri en 28 ára vegna kröfu um eðlilega endurnýjun í liðinu. Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið í heild sinni má finna á heimasíðu SHS (www.shs.is). Kynningarfundur verður haldinn fyrir umsækjendur í slökkvistöðinni í Hafnarfirði, Skútahrauni 6, þann 13. janúar nk. kl. 17:00. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Skógarhlíð 14 / S: 528-3000 www.shs.is VILTU TAKA ÞÁTT? SLÖKKVILIÐIÐ LEITAR AÐ LIÐSAUKA Árvakur óskar eftir að ráða starfsmann í mötuneyti í tímabundið starf. Í mötuneytinu er eldaður og framreiddur matur fyrir starfsfólks Árvakurs hf., sem gefur út Morgunblaðið. Starfið felst í undirbúningi fyrir hádegismat, þrifum í eldhúsi, uppvaski, þjónustu vegna funda og þess háttar. Eins er mikilvægt að viðkomandi geti leyst matráð af og þá eldað hádegismat fyrir allt að 100 manns. Um er að ræða 50% starf, frá 10-14 en viðkomandi þarf að vera tilbúinn í 100% starf þegar leysa þarf matráð af. Við leitum að starfsmanni sem hefur reynslu af ofangreindu, er snyrtilegur, þjónustulipur og samstarfsfús. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhvít Ljósbjörg Guðmundsdóttir, starfsmannastjóri Árvakurs, í síma 569 1332. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2015 Umsóknir er hægt að fylla út á mbl.is, neðst á forsíðu. Á umsóknareyðublaðinu skal velja almenn umsókn og tiltaka mötuneyti þegar spurt er um ástæðu umsóknar. Einnig er hægt að skila inn umsókn merktri starfsmannahaldi í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2. Viltu vinna    óskar eftir rekstraraðila til að taka að sér veitingarekstur í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sá sem annast veitingareksturinn þarf að: • Vera fær um að sinna fjölbreyttum hópi sýningargesta, fundargesta og annarra gesta. • Geta boðið fjölbreyttar veitingar sem henta starfsemi hússins. • Hafa reynslu og hæfni til að sinna veitingarekstrinum af alúð, smekkvísi og metnaði. • Búa yfir góðri samskiptahæfni og vera tilbúinn að þróa reksturinn í takt við reynslu og þarfir hússins hverju sinni. Safnahúsið við Hverfisgötu er friðuð bygging sem á sér aldargamla sögu og er af mörgum álitið eitt fegursta hús Reykjavíkur. Í lok mars 2015 opnar Þjóðminjasafn Íslands Safnahúsið með nýrri sýningu Sjónarhorn/ Points of View um sjónrænan íslenskan menningararf sem er samstarfsverkefni Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafns Íslands og Þjóðskjalasafns Íslands. Í húsinu verður jafnframt nýinnréttuð safnbúð, fundaraðstaða og nýhönnuð veitingastofa þar sem gert er ráð fyrir kaffihússveitingarekstri og léttum veitingum. Auk þess nær veitingareksturinn til veitingaþjónustu viðburða og funda. Þjóðminjasafn Íslands tekur öllum umsóknum af opnum huga en mikilvægt er að bragur veitingastarfsem- innar falli vel að yfirbragði nýrrar sýningar og friðaðrar byggingar. Áhugasömum er bent á að nálgast umsóknarform og frekari upplýsingar um rekstrarfyrirkomulag með því að hafa samband við tengiliði verkefnisins Þóru Björk Ólafsdóttur s. 530 2235 thora.bjork@thjodminjasafn.is eða Guðrúnu Garðarsdóttur s. 530 2217 gudrun.gardarsdottir@thjodminjasafn.is Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 14. janúar 2015. Þjóðminjasafn Íslands

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.