Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2015 „Í fínsmíði eins og hjá okkur þarf allt að vera samkvæmt stífu máli. Ekki má skeika millimetra,“ segir Bent Larsen hjá Selósi á Selfossi. Hjá fyrirtækinu einbeita menn sér að smíði á til dæmis innréttingum, fataskápum, gluggum og hurðum. Trésmiðja fyrirtækisins er, að sögn starfsmanna, ein sú tækni- væddasta á landinu og að und- anförnu hefur þar verið mikið um- leikis. Vottun veit á gott Aðalverkefni fyrirtækisins eru á höfuðborgarsvæðinu og þá hafa aukin umsvif í ferðaþjónustunni, svo sem bygging gistihúsa um allt land, skilað talsverðu. Selósmenn sinna jafnframt þjónustu við ýmsa verktaka sem og einstaklinga við framleiðslu á gluggum, hurðum og innréttingum. Þeir viðskiptavinir eru alls staðar á landinu. Um tuttugu manns starfa hjá Selósi. Á verkstæðisgólfinu eru tólf karlar og þrír eru í papp- írsvinnu og við stjórnun. Þá eru jafnan þrír til sex starfsmenn úti á mörkinni sem annast uppsetningu. Framleiðsla fyrirtækisins á glugg- um og hurðum hefur fengið góða dóma og munar þar um svonefnda CE-vottun. Hún gildir á Evr- ópuvísu og veit á gott, er staðfest- ing þess að smíðin sé öll sam- kvæmt kúnstarinnar reglum. Efnivið í smíði sína fá Selósmenn meðal annars beint frá erlendum birgjum og verksmiðjum en eiga þó líka í talsverðum viðskiptum við innlend fyrirtæki. Bær trésmiðanna „Flestir okkar starfsmenn hafa langa reynslu úr byggingariðn- aðinum, eru virkilega flinkir og kunna sitt fag,“ segir Bent. „Það eru forréttindi að hafa slíka menn í liðinu. Hér eru nokkrir útlend- ingar en uppistaðan í hópnum eru hagleiksmenn úr héraðinu. Stund- um hefur verið sagt að Selfoss sé bær trésmiðanna og sjálfsagt er nokkuð til í því.“ Bent Larsen nam húsasmíði á sínum tíma. Fór síðan til Dan- merkur, hvaðan hann er að fjórð- ungi ættaður, og lærði bygg- ingafræði og hefur frá liðnu hausti stýrt daglegri framleiðslu Selóss. Einar Gunnar Sigurðsson, þekktur handboltamaður frá fyrri tíð, er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en aðaleigandi og stjórnar- formaður Leó Árnason. Atvinnuástand er gott Almennt þykir atvinnuástand á Selfossi vera með besta móti í dag. Snemma síðastliðið haust mældist atvinnuleysið 2,5%, en oft er sagt að 2% sé hinn raunveru- legi núllpunktur þess. Á sama tíma var atvinnuleysi á landsvísu 4,2%. Í október gerðist það svo að fjöldi íbúa í Árborg skreið yfir 8.000. Hefur fólki sem býr eystra fjölgað mikið síðustu misserin sem hefur aftur kallað á margvíslegar framkvæmdir af hálfu sveitarfé- lagsins. Má þar nefna stækkun sundlaugar og annars tveggja grunnskóla í Selfossbæ. Sundlaug- arverkefninu lýkur í vor en fram- kvæmdir við skólabygginguna standa lengur og munu á verktíma skapa fjölda iðnaðarmanna vinnu. Það aftur rímar ágætlega við sjón- armið það sem Jón Rúnar Bjarna- son útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi reifaði hér í Morg- unblaðinu nýlega, að væri í bæn- um næg vinna vinna fyrir um 100 iðnaðarmenn skapaði slíkt þau margfeldisáhrif að öll hjól í hag- kerfi bæjarins snérust greiðlega. Helst það og í hendur við að nú er aftur byrjað að byggja íbúðar- húsnæði á Selfossi, en segja má að allt slíkt hafi legið að mestu niðri frá hruninu haustið 2008. En nú er sem sagt að rofa til, eins og víða annarsstaðar. sbs@mbl.is Innlit í atvinnulífið Selós á Selfossi Fagmaður Ársæll Jónsson vinnur við spónlagningu á verk- stæði Selóss og gengur glaður til verka, eins og sjá má. Límvinna Jóhann Árnason nam smíði eins og hann á kyn til, en að algengt er á Selfossi að ungt fólk læri til ýmissa iðngreina. Ekki skeikar millimetra Glöggskyggn Í tréiðn gildir að hafa gott smiðsauga, það er út- sjónarsemi. Zbyszek Karczewicz er hæfileikum gæddur í því. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Völundar Rúnar Gestsson og Jakob Viðar Ófeigsson á verkstæðinu. Vélavinna Trésmíðavélar hjá Selósi eru tölvuvæddar og forritað hvernig sníða skal hverja plötu til. Vel er fylgst með eins og Michael Jón Ryan gerir. Litur Í sprautuklefanum fær framleiðslan sinn rétta svip og hér sést Pawel Kowel með lakksprautuna í hendi, tilbúinn að lita smíðisgripina góðu. Gluggamaður Bent Larsen á að baki langan feril í byggingariðnaði aust- anfjalls og hefur stýrt daglegri starfsemi Selóss frá því nú í haust. Skrúfað Jakob Viðar Ófeigsson sinnir gjarnan slíkum verkefnum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.