Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 1
ATVINNA SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 DRAUMASTARFIÐ Góðu stundirnar man maður, en gleymir hinum. Ég hef verið á togara í 35 ár og skipstjóri síðan 2009. Starfið er skemmtilegt, sérstaklega þegar vel veiðist. Friðleifur Einarsson skip- stjóri á Ásbirni RE 50 Við leitum að öflugum einstaklingi til þess að takast á við krefjandi verkefni sem framundan eru. Við bjóðum upp á spennandi starfsvettvang í vaxandi alþjóðlegu umhverfi, góða starfsaðstöðu og árangurstengd launakjör. Upplýsingar veitir: Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Fjármálastjóri Starfssvið • Ábyrgð á daglegri fjármálastjórn móðurfélags og tveggja dótturfélaga • Yfirumsjón með fjármálastjórn samstæðu • Ábyrgð á uppgjöri og undirbúningi fyrir endurskoðun • Áætlanagerð og kostnaðareftirlit • Greining fjármála og framsetning rekstrarupplýsinga • Þátttaka í stefnumótun • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði viðskipta • Þekking og reynsla úr sambærilegu starfi • Reynsla af Dynamics Ax æskileg • Frumkvæði, sjálfstæði, fagmennska og öguð vinnubrögð í starfi • Enskukunnátta skilyrði og þekking á Norðurlandamáli æskileg VAKI er framsækið og leiðandi fyrirtæki með áherslu á vöruþróun og sölu á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur VAKA eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og seldar í yfir 50 löndum. Starfsmenn eru 28 talsins á Íslandi og 16 starfsmenn starfa í dótturfyrirtækjum VAKA í Chile og Noregi. Sjá nánar á www.vaki.is www.landsvirkjun.is Landsvirkjun leggur áherslu á að skapa stuðning og sátt með opnum sam- skiptum við hagsmunaaðila. Hlutverk samskiptasviðs er að auka sýnileika og skilning á starfseminni með virkri upplýsingagjöf. Við leitum að kraft- miklum og hugmyndaríkum einstaklingi til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum á samskiptasviði, skrifa fréttir og þróa nýjar leiðir til að bæta upplýsingagjöf til almennings. • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af ritstörfum, fjölmiðlum og almannatengslum er æskileg • Mjög gott vald á rituðu máli, íslensku og ensku • Mjög góð samskiptahæfni, lausnamiðuð hugsun og frumkvæði • Sveigjanleiki • Hæfni í greiningu, túlkun og framsetningu gagna Landsvirkjun ber gullmerkið í Jafnlaunaúttekt PwC, sem stað- festir að fyrirtækið greiðir körlum og konum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálf- bæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Við leitum að sérfræðingi til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni á samskiptasviði Sótt er um starfið á vef Capacent, nánari upplýsingar um starfið veita Hilmar Garðar Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Brynjar Már Brynjólfsson á starfsmannasviði Landsvirkjunar (brynjar.mar.brynjolfsson@landsvirkjun.is.) Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2015.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.