Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 Öryggisstjóri Hagstofa Íslands leitar eftir öryggisstjóra til starfa. Öryggisstjóri ber ábyrgð á innleiðingu, viðhaldi og þróun öryggismála hjá stofnuninni. Um er að ræða nýtt starf innan stofnunarinnar. Helstu verkefni  Ábyrgð á framkvæmd stefnu Hagstofu Íslands um öryggi upplýsinga  Vinna að ISO 27001 vottun  Þátttaka í gæða- og öryggisráði Hagstofu Íslands  Umsjónmeð þjálfun og fræðslu til starfsmanna um upplýsingaöryggi Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólamenntun sem nýtist í starfi  Reynsla af stjórnun öryggismála  Þekking á ISO 27001 er nauðsynleg  Reynsla af gæðastarfi er kostur  Starfsreynsla af verkefnastjórnun er kostur  Sjálfstæð og öguð vinnubrögð  Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar  Geta til að tjá sig í ræðu og riti  Frumkvæði til aðgerða og drifkraftur Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hag- talna, stunda rann- sóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2015. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttar- félags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 105 Reykjavík Netfang starfsumsokn@hagstofa.is Upplýsingar Helga Hauksdóttir [helga.hauksdottir@hagstofa.is] Borgartúni 21a · 105 Reykjavík Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099 www.hagstofa.is Hagstofa Íslands óskar eftir að ráðametnaðarfullan og áhugasaman starfsmann Starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhreppur auglýsir starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps laust til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðugildi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. Leitað er að einstaklingi með reynslu af störfum við reikningshald og bókhald auk þekkingar á fjárhagsupplýsingakerfum. Viðskiptamenntun eða önnur starfstengd menntun er æskileg. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2015. Umsóknum ásamt ferilskrá og meðmælum skal skilað á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps Hamrahlíð 15, 690 Vopnafirði eða rafrænt á netfangið olafur@vopnafjardarhreppur.is. Framkvæmdastjóri Hafnareyri ehf. Hafnareyri ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Hafnareyri ehf. er 100% dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) og verður til eftir sameiningu Eyjaíss hf., Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja ehf., frysti- og kæligeymslu VSV ásamt verkstæði sem annast þjónustu iðnaðarmanna við VSV. Starfsmenn Hafnareyrar verða um 25 talsins. Leitað er að reyndum stjórnanda og leiðtoga sem hefur áhuga á að stýra nýju fyrirtæki inn í nýja tíma. Meginverkefni framkvæmdastjóra verða:  Dagleg umsjón í samvinnu við aðra stjórnendur.  Ábyrgð á framkvæmdum á vegum fyrirtækisins.  Ábyrgð á samskiptum við þjónustuaðila, verktaka, starfsmenn, birgja og aðra hagsmunaaðila. Menntunar- og hæfniskröfur:  Reynsla af stjórnun er æskileg  Háskóla- eða iðnmenntun æskileg  Tölvukunnátta  Hæfni í mannlegum samskiptum Upplýsingar veitir Sindri Viðarsson, sindri@vsv.is / 866-6289. Í umsókn þurfa að koma fram ítarlegar upplýsingar um menntun, reynslu og fyrri störf. Umsóknir óskast sendar í tölvupósti á vsv@vsv.is eða á skrifstofu félagsins merkt: “Umsókn– framkvæmdastjóri“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 8. febrúar nk. Vinnslustöðin hf. Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjar Sími 488 8000 vsv@vsv.is • www.vsv.is SJUKEPLEIAR 100% stilling Varierte oppgåver, faglege utfordringar og godt tverrfagleg arbeidsmiljø! For meir info; www.ulvik.kommune.no Søknadsfrist: 02.02.2015 ULVIK HERAD Avd. Pleie og omsorg Flytta til Norge? Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 26.000 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir lausa til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum við starfsstöð á Selfossi. Um er að ræða 100% starf eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við starfsstöðina. Aðalstarfsstöð verður heilsugæslan á Selfossi og verður námið byggt á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum en einnig er gert er ráð fyrir samstarfi við kennslustjóra sérnáms í heimilislækningum varðandi fræðilegt nám sem fer fram í reglulegu hópstarfi í Reykjavík. Til greina kemur að taka hluta af náminu erlendis í samráði við kennslustjóra. Starf veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt nánara samkomulagi. Reiknað er með að staðan sé til þriggja ára. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Hægt er að aðstoða við að útvega húsnæði. Nánari upplýsingar veita Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir og kennslustjóri, netfang arnar@hsu.is, sími 480-5100 og Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga, netfang hjortur.kristjansson@hsu.is, sími 481-1955. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn óskast fyllt út á umsóknarblað á www.hsu.is og henni þarf að fylgja staðfestar upplýsingar ummenntun, starfsleyfi, fyrri störf og reynslu. Umsóknum er skilað rafrænt á hsu@hsu.is. Sérnámsstaða í heimilislækningum Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd • Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda • Vaktþjónusta • Þátttaka í verkefnum innan starfsstöðvar Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf Heilbrigðisstofnun Suðurlands | Selfoss

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.