Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf yfirmanns sjúkraflutninga við stofnunina. Yfirmaður sjúkraflutninga hefur umsjón með framkvæmd og daglegum rekstri sjúkraflutningaþjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurlands, sem spannar tæpa þrjátíu þúsund ferkílómetra. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga. Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf varðstjóra sjúkraflutninga við starfsstöð á Selfossi. Varðstjóri stýrir einni af fjórum sjúkraflutningavöktum á Selfossi og ber faglega og starfsmannalega ábyrgð á þeirri vakt ásamt stjórnun ýmissa verkefna sem honum eru falin. Næsti yfirmaður er yfirmaður sjúkraflutninga við HSU. Starfið er laust frá 1. maí nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eða viðkomandi stéttarfélags. Starfið er laust frá 1. maí nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Umsækjandi þarf að uppfylla menntunarkröfur sem gerðar eru til sjúkraflutningsmanna við HSU og eftirfarandi grunnskilyrði: Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga, netfang hjortur.kristjansson@hsu.is, sími 481-1955. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn óskast fyllt út á umsóknarblað á www.hsu.is og henni þarf að fylgja staðfestar upplýsingar ummenntun, fyrri störf og reynslu. Umsóknum er skilað rafrænt á hsu@hsu.is. Yfirmaður sjúkraflutninga Varðstjóri sjúkraflutninga Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Ábyrgð á rekstri, starfsmannahaldi og faglegri þjónustu sjúkraflutninga á starfssvæði HSU • Þátttaka í mótun sjúkraflutninga- og utanspítalaþjónustu á starfsvæði HSU • Eftirfylgni með framkvæmd verkefna • Áætlanagerð og ferlagreining • Viðhald og endurnýjun á tækjum og búnaði • Þátttaka í uppbyggingu grunn-, framhalds- og símenntunar á sviði sjúkraflutninga • Starfsmannaviðtöl • Miðlun upplýsingar, samskipti og samvinna • Innleiðing nýjunga og breytinga Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Leiðtoga- og verkstjórnarhlutverk ásamt starfsmannahaldi á sinni vakt • Framkvæmd þjálfunaráætlana og vinnureglna/vinnuferla innan einingar • Utanumhald og eftirfylgni almennrar skráningar og skýrslugerðar • Starfsmannaviðtöl • Þátttaka í þróun og uppbyggingu þjónustu • Þátttaka í áætlanagerð, fræðslu- og símenntunarmálum Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði sjúkraflutninga • Háskólamenntun eða önnur menntun á sviði stjórnunar og rekstrar • Þekking á lögum og reglum um sjúkraflutninga og björgunarmál • Reynsla af áætlanagerð, stjórnun, rekstri og úrvinnslu gagna • Reynsla af umbótaverkefnum og teymisvinnu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði sjúkraflutninga • Fagleg þekking og reynsla í sjúkraflutningamálum • Stjórnunarleg kunnátta og skipulagshæfni • Tungumálakunnátta og almenn tölvukunnátta • Hæfni til að tjá sig i ræðu og riti • Hæfni í mannlegum samskiptum gagnvart samstarfsmönnum og skjólstæðingum • Frumkvæði, áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf • Hafa staðist þrek- og styrktarpróf • Greiningarhæfni og öryggi undir álagi • Hæfni í að leiðbeina öðrum Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sameiningu Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns á 10 starfstöðvum. Fjöldi íbúa á svæðinu eru um 26.000 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjón- ustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Heilbrigðisstofnun Suðurlands | Suðurland Ný vöruafgreiðsla Land- flutninga - Samskipa á Reyðarfirði var tekin í gagnið nýlega. Hún er að Hafnargötu 5 þar eystra en töluverðar breytingar voru gerðar á húsnæðinu og lóð þess svo það hæfði starf- semi Landflutninga. Útisvæðið við Hafnargöt- una er þrefalt stærra en á gamla staðnum, sem til að mynda auðveldar lestun og losun flutningabíla. Tölu- verð umsvif eru hjá Land- flutningum á Austurlandi þar sem fyrirtækið er með afgreiðslu bæði á Egils- stöðum og Reyðarfirði auk umboðsmanna víðar. Dag- legar ferðir eru frá Akur- eyri og Reykjavík til Reyð- arfjarðar og Egilsstaða. Starfsfólk annast síðan dreifingu á vörum til viðtak- enda í nálægum byggðar- lögum. Björn Ármann Ólafsson, rekstrarstjóri Landflutn- inga á Austurlandi, segir í fréttatilkynningu að umsvif fyrirtækisins þar um slóðir séu að aukast sbs@mbl.is Samskipafólk Gísli Þór Arnarson, Pálmar Óli Magnússon for- stjóri og Elsa Þóra Árnadóttir sem er verkefnastjóri. Húsið auðveldar lestun og losun  Vöruafgreiðsla á Reyðarfirði  Landflutningar eru í sókn Reyðarfjörður Afgreiðslan. Samtök atvinnulífsins eru hvött til þess að halda áfram áróðri gegn hækkun lægstu launa, segir í álykun frá Fram- sýn - stéttarfélagi Þingeyinga. Fundað var á vettvangi félags- ins í vikunni um kjaramál og mótun kröfugerðar í komandi kjarasamningum. Framsýn bendir á að lægstu laun séu í dag 201.317 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Málflutningur SA um að lægstu laun hafi hækk- að umfram önnur laun sé hlægilegur en efli á hinn bóg- inn samtakamátt verkafólks. Í síðustu kjarasamningum segir Framsýn að lægstu laun hafi hækkað um kr. 9.750 í sér- stakri láglaunaaðgerð. Á sama tíma hafi laun forstjóra hækk- að mikiðmeira. Í ályktun segir að menn inn- an Samtaka atvinnulífsins verði að sjá ljósið og skilja kröfur verkalýðshreyfingar um að lægstu laun nægi fyrir framfærsluþörf. Kjör verði að taka mið af miklum hækk- unum ríkisstofnana og sveitar- félaga á þjónustugjöldum sbs@mbl.is Atvinnurekendur sjái ljós og skilji Ekki verður lengur við það unað að verðlagning á sjávar- afla sé með þeim hætti sem raun ber vitni. Áratugum saman hefur verið ófriður og megn óánægja með núver- andi kerfi. Þetta segir í álykt- un Vísis – félags skipstjórn- armanna á Suðurnesjum sem hélt aðalfund sinn nýlega. Vísismenn segja að deilur um fiskverð verði aldrei leyst- ar nema að allur fiskur verði seldur á uppboðsmörkuðum eða beintengdur markaðs- verði. Aðrar lausnir muni að- eins halda deilunni gangandi. Þeir skora ennfremur á stjórnvöld að beita sér fyrir því að þau gjöld sem lögð eru á landaðan afla, s.s. hafna- gjöld, auðlindagjald, sem lögð eru á útvegsfyrirtæki, miðist ekki við verð sem gert er upp við sjómenn heldur tonna- fjölda sem viðkomandi skip landi. Það kerfi sem gildir í dag þrýsti á fyrirtæki að borga sem minnst fyrir fisk- inn og lækka laun sjómanna. Segja kerfið lækka laun sjómannanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sigling Vísisbáturinn Kristín GK í innsiglingunni í Grindavík .

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.