Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 5 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við sam- einingu Heilbrigðisstofnunar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015. Heildarframlag til HSU á fjárlögum 2015 er um 3,6 milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríflega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu eru um 26.000 manns. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heilbrigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferðamönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Við starfsstöðina í Vestmannaeyjum er sinnt heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu við íbúa Vestmannaeyja, sem eru um 4.300 talsins, auk ferðamanna. Heilsugæslan veitir almenna lækninga- og hjúkrunarþjónustu, forvarnir og heilsuvernd ásamt bráða- og slysaþjónustu. Við sjúkrahússvið er starfsrækt legudeild, hjúkrunardeild, skurðstofa og fæðingarhjálp. Vestmannaeyjar eru heillandi og fjölskylduvæn náttúruparadís með öflugt íþrótta- og menningarlíf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laust til umsóknar starf yfirlæknis heilsugæslu við starfsstöð í Vestmannaeyjum. Yfirlæknir hefur umsjón með daglegum rekstri á þjónustu sinnar sérgreinar við starfsstöðina auk þátttöku í almennum störfum heilsugæslulækna og vaktþjónustu. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga við HSU. Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laus til umsóknar störf heilsugæslulæknis við starfsstöð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 100% starf eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við starfsstöðina. Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir laus til umsóknar störf lyflæknis/sjúkrahúslæknis við starfsstöð í Vestmannaeyjum. Um er að ræða starf yfirlæknis í 100% starfshlutfalli eða samkvæmt nánara samkomulagi. Yfirlæknir hefur umsjón með daglegum rekstri á þjónustu sinnar sérgreinar og sjúkrahúslækninga við starfsstöðina auk þess að sinna hefðbundnum lækningum og vaktþjónustu. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri lækninga við HSU. Starf veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Hægt er að aðstoða við að útvega húsnæði. Starf veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Hægt er að aðstoða við að útvega húsnæði. Starf veitist frá 1. apríl nk. eða samkvæmt samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Hægt er að aðstoða við að útvega húsnæði. Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Kristjánsson framkvæmdastjóri lækninga, netfang hjortur.kristjansson@hsu.is, sími 481-1955. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar nk. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsókn óskast fyllt út á umsóknarblað á www.hsu.is og henni þarf að fylgja staðfestar upplýsingar ummenntun, starfsleyfi, fyrri störf og reynslu. Umsóknum er skilað rafrænt á hsu@hsu.is. Yfirlæknir heilsugæslu Heilsugæslulæknir Lyflæknir/sjúkrahúslæknir Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Stjórn starfsemi lækna í heilsugæslu • Leiðandi hlutverk í faglegummálefnum og þróun starfsemi • Áætlanagerð og breytingastjórnun • Ábyrgð á rekstri og faglegri þjónustu heimilislækninga • Innleiðing nýjunga • Þátttaka í eflingu kennslu, fræðslu og endurmenntunar Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd • Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda • Þátttaka í vaktþjónustu • Kennsla nema og starfsfólks • Þátttaka í þróun sinnar faggreinar innan starfsstöðvar Helstu viðfangsefni og ábyrgð • Stjórn starfsemi lækna á sjúkrahússviði • Leiðandi hlutverk í faglegummálefnum og þróun starfsemi • Áætlanagerð og breytingastjórnun • Ábyrgð á rekstri og faglegri þjónustu sjúkrahússviðs • Innleiðing nýjunga • Þátttaka í eflingu kennslu, fræðslu og endurmenntunar Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum eru skilyrði • Reynsla af stjórnun, áætlanagerð og rekstri er æskileg • Stjórnunar- og skipulagningarhæfni • Reynsla af umbótaverkefnum og teymisvinnu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum eru skilyrði • Reynsla af umbótaverkefnum og teymisvinnu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf Menntunar- og hæfniskröfur • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi eru skilyrði • Reynsla af stjórnun, áætlanagerð og rekstri er æskileg • Stjórnunar- og skipulagningarhæfni • Reynsla af umbótaverkefnum og teymisvinnu • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Hæfni í tjáningu í ræðu og riti • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf Heilbrigðisstofnun Suðurlands | Vestmannaeyjar Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra veitti á dög- unum styrki til sex gæða- verkefna í heilbrigðisþjónustu. Að þessu sinni var áhersla lögð á verkefni sem miða að þró- un þjónustu við sjúklinga, þar sem heildstætt mat á þjónustuþörf er leiðarljós. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá 2001 og er ætlað að efla umbótastarf, nýbreytni og stuðla að auknum gæðum heilbrigð- isþjónustu auk þess að vera hvatning og viðurkenning. Þróa árangursríka leið Alls barst 31 umsókn um styrk að þessu sinni. Verk- efnin sem hlutu atfylgi nú snúa að bættari þjónustu við aldraða á Landspítala, þróun meðferðar fyrir börn og fjölskyldur þeirra vegna sjálfsskaða eða sjálfsvígs- hugsana og uppbyggingu fjarlækninga á sviði tal- meina og svefnmælinga. Sé litið til einstakra verk- efna þá er snýr verkefnið hjá BUGL, sem Linda Kristmundsdóttir ber ábyrgð á, að því að þróa ár- angursríka leið til hjálpar börnum sem hafa íhuga sjálfsvíg eða -skaða. Komið hefur til fjölda bráðainn- lagna vegna slíks og reynt hefur verið að finna þar ár- angursríkar leiðir. Stendur nú til að þróa díalektíska at- ferlismeðferð, sem er ráð við flóknum og erfiðum geð- vanda. Meðferðin er sam- bland af einstaklings- og hópmeðferð, en sem stendur eru engir sérfræðingar á þessu sviði stafandi á Ís- landi. sbs@mbl.is Velferð Styrkhafa ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni ráðherra. Heildstæð þjónusta höfð að leiðarljósi  Styrkir til umbóta í heilbrigð- iskerfinu  Gæði og nýjar leiðir Frumkvöðullinn Fida Abu Libdeh stofnandi nýsköp- unarfyrirtækisins Geosilica á Ásbrú var á dögunum valinn Maður ársins á Suðurnesjum 2014 af blaðinu Víkurfréttum í Keflavík. Með skólafélaga sinum, Burkna Pálssyni, stofnaði hún fyrirtækið og nú um áramótin kom afurð þeirra á markað, það er há- gæða kísilfæðubótarefni unn- ið úr náttúrulegum íslensk- um jarðhitakísli. Keilir og MBA Fida kom 16 ára frá Pal- estínu til Íslands, gekk í menntaskóla í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdents- prófi vegna erfiðleika með ís- lenskuna. Hún vildi mennta sig meira en tókst ekki fyrr en í háskólabrú í Keili á Ásbrú, hvar hún fékk hjálp vegna lesblindu sem var hennar hindrun. Hún hefur svo haldið áfram námi, jafn- hliða fjölskyldulífi „Fida er frábær fyrirmynd þeirra sem hafa draum og gera allt til þess að láta hann rætast. Þrátt fyrir margar hindranir hefur hún afrekað ótrúlega hluti frá því hún kom til Íslands frá Pal- estínu á unglingsaldri … Saga Fidu tengist mörgum jákvæðum þáttum í upp- byggingu Suðurnesja eftir efnahagshrun,“ segja Víkur- fréttir. sbs@mbl.is Hefur afrekað ótrúlega hluti Sigur Fida Abu og Páll Ket- ilsson frá Víkurfréttum. Breyta þarf kynskiptum vinnumarkaði á Íslandi, því óviðunandi er að laun í kvennastéttum séu lægri en í karlastéttum. Að launamunur kynjanna mælist ennþá 7- 18% er óásættanlegt en jafn- launastaðall stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins getur í þessu efni verið verkfæri til breytinga. Þetta segir í álykt- un landsþings Lands- sambands framsóknarkvenna sem haldið var á dögunum. Það er mat framsóknar- kvenna, skv. ályktun þeirra, að uppræta verði rótgróin kynjabundin gildi um mis- munandi hæfni kvenna og karla sem hamla því að kynin hafi jafna möguleika á vinnu- markaði. Staðalímyndir virð- ist ráða miklu um námsval ungs fólks sem svo hefur áhrif þegar að atvinnuþátttöku kemur. Einnig sé erfitt fyrir konur sem komnar eru yfir miðjan aldur að fá störf þrátt fyrir að hafa fagmenntun. sbs@mbl.is Kynbundin gróin gildi verði upprætt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.