Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 Til sölu Húsnæði óskast Auglýst er eftir leiskólakennara í fullt starf og sérkennara í 50-100% stöðu Leikskólinn Örk er 4 deilda leikskóli þar sem starfa 92 börn og 32 kennarar og starfsmenn. Uppeldisstefna Arkarinnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin og tileinki sér þekkingu og skiln- ing með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi og taka ígrundaðar ákvarðanir sem byggðar eru á þekkingu þeirra og gildismat. Verkefni: Helstu verkefni leikskólakennara og sérkennara er samkvæmt starfslýsingu í kjarasamning FL og í samráði við leikskólastjóra. Menntun: Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi. Framhaldsmenntun í sérkennslu er æskileg eða reynsla af vinnu með sérkennslubörnum. Hæfni: Kennarar og starfsmenn leikskólans þurfa að búa yfir færni í mannlegum samskipum, hafa góða íslenskukunnáttu, sýna frumkvæði, sjálfstæði og hafa metnað fyrir starfi sínu og vera tilbúnir að vinna að uppeldi og menntun barna á leikskólaaldri í samræmi við námsskrá og í nánu samstarfi við stjórnendur leikskólans. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags leikskóla- kennara. Umsóknafrestur er til 1.febrúar n.k. Hægt er að sækja um á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/ork undir flipanum - Um leikskólann – Starfsumsóknir Nánari upplýsingar um starfið veitir Árný Jóna Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 488 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is Leikskólinn Örk á Hvolsvelli auglýsir tvær stöður Tilkynningar Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015 sbr. reglu- gerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 652, 4. júlí 2014 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Djúpavog Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðarlögum sbr. auglýsingu nr. 37/2015 í Stjórnartíðindum. Ísafjarðarbær (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdalur) Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar 2015. Fiskistofa, 23. janúar 2015. Bókaveisla Hin eina sanna bókaveisla í Kolaportinu heldur áfram um helgina. Opið um helgina kl. 11-17. Raðauglýsingar 569 1100 Til sölu Undirritaður skiptastjóri dánarbús Baldurs Halldórssonar, sem síðast var til heimilis að Hlíðarenda, Akureyri, óskar eftir tilboðum í neðangreint lausafé: a) Plastbátskel frá Seiglu, 5,95 m að lengd, 2,55 m mesta breidd. b) Plastbátskel frá Starlet, 26 fet að lengd. c) Opin skarsúðaður trébátur, 5,95 m að lengd, óvíst smíðaár, Marna dísilvél árg. ca. 1960. Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í ofan- greinda muni skulu gera það fyrir kl. 15.00 þriðjudaginn 3. febrúar nk.Tilboð skulu berast undirrituðum, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar og hefur jafnframt milligöngu um sýningu munanna. Áskilinn er allur réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Ingvar Þóroddsson, hdl. Lögmannshlíð, lögfræðiþjónusta ehf. Pósthólf 271, 602 Akureyri. Netfang: ingvar@logmannshlid.is Sími 466 2700. TIL SÖLU !!! Til sölu er rekstur bílasölunnar bílaplan.is Frábært tækifæri á besta stað með yfir 200 bíla plani og stækkunarmöguleikar Verð 12m. Frekari uppl. veitir birnir@bilaplan.is Lögreglumaður með 3 börn og fasta vinnu leitar að 2ja-3ja herbergja íbúð til langtímaleigu á barnvænum stað. Erum róleg, snyrtileg og skilvís. Skoðum flest hverfi. Er með meðmælendur. Upplýsingar í síma 867 5567. Leiguhúsnæði óskast Innritun fatlaðra nemenda á starfs- brautir í framhaldsskólum 2015 Innritun fatlaðra nemenda, sem óska eftir skólavist á starfsbrautum framhaldsskóla, fer fram fyrr en innritun almennt í framhaldsskóla. Þetta er gert til þess að framhaldsskólar, nem- endur og foreldrar fái meira svigrúm til að und-irbúa framhaldsskólavistina. Innritað verður frá 2. febrúar til 28. febrúar 2015. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna. Umsækjendur sækja veflykil á slóðinni menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nánari leiðbeiningar um rafræna innritun er að finna í bréfi til nemenda og forráðamanna nemenda sem afhent verða í grunnskólum landsins og einnig má finna á menntagatt.is. Upplýsingar um starfsbrautir er að finna á vefsíðum framhaldsskóla, hjá forsvarsfólki starfsbrauta og á menntagatt.is Nánari upplýsingar um rafræna innritun á starfsbrautir í framhaldsskólum veitir Svan- hildur Steinarsdóttir hjá Námsmatsstofnun. Fyrirspurnir má senda á netfangið innritun@namsmat.is fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.