Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 6

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 6
GUNNAR GUNNARSSON: Hjólmar flreftingur. Það fór ekki sem bezt orð af Hjálmari, ýmsir urðu til að narta í hann, en því gat enginn neitað, að hann væri snillingur við rennibekkinn. Að vísu voru hlutir, sem Hjálmar hafði rennt, sjaldsénir — eins og flest annað gott. Orsökin var sumpart sú, að hann átti sér engan bekk og því síður verkstæði, en flæktist byggð úr byggð. En þar sem honum, sem vitanlegt var, hafði boðizt verkstæði með smíðatólum upp á þolanleg kjör, hlaut aðalsökin að teljast ótætis letin og leiði hans á reglubundnum lifnaðarháttum og starfi. Sjálfur sagði hann svo frá, að sér hefði staðið til boða húsnæði í höfuðstað landsins, hvort sem það nú var satt eða ekk.i: Það var maður með pípuhatt á höfði, sem freistaði mín! Sýndi mér verkstæði í nýju húsi, ilmándi af trjákvoðu. Þar inni stóð rennibekkur svo fínn og gljáandi, að mig klæaði í gómana, alveg á sama hátt og þá er ég sé unga blómarós. Þá var þar og skáp- ur fullur af járnum, sem renna hefði mátt með allan skollann! Hattberinn vildi ráða mig samstundis, leyfa mér að vinna þarna alla daga og greiða mér kaup í ofanálag. Auð- vitað tók ég við aurunum, krotaði eitthvað á blað og hélt svo heim þangað, sem ég gisti. Mér varð ekki svefnsamt nóttina þá, — þetta var í bjartnættinu og úti flugu alla- vegana fiðrildi blóm af blómi og lifðu á dögg og ilmi, eða hver veit hvað. Þá hugs- aði ég með mér: Nú er að duga eða drepast, Hjálmar minn! .... Síðan sagði ég eins og Jesús við freistarann forðum, það skyldu allir gera við alla freistara. Það hef ég ver- ið hættast staddur um ævina, það ég veit. — Um morguninn var ég á bak og burt. Síðan hafði Hjálmari liðið vel, að hann taldi, nema hvað hann aldrei var óttalaus um, að maðurinn með pípuhattinn, sem hann hafði þegið af peninga, kynni að láta boð út ganga með þeim afleiðingum, að hann yrði tekinn fastur. Þess vegna fór hann helzt hjá því að hitta valdsmenn, og ef svo vildi til að þó ekki væri nema hreppstjóri nálgaðist bæ þann, er hann var á staddur, flúði hann sem fætur toguðu. Tryggast taldi hann að vera á flakki, stað úr stað, sumar og vetur, landið um kring. Væri honum fært á fæti, notaði hann ekki annan ferða- máta. Dvalarstaðir hans urðu þó smám saman þeir sömu, ferð eftir ferð, og kom hann þó oftast mönnum að óvöru. Leiðangrar Hjálm- ars voru mjög misjafnlega langir. Stundum leið svo heilt ár, að hann gisti ekki nema einu sinni á sömu bæjunum, öðrum stund- um var hann kominn aftur eftir nokkrar vikur eða fáa mánuði. Hjálmar var forvitinn á fréttir, þótt hann færi vel með það. Sjálfur sagði hann fúslega og skipulega það, sem hann vissi, og taldi öðrum að meinalausu að kæmist á loft, — var eins konar fréttablað, sem ekki sízt útkjálkabúum þótti fróðlegt í að rýna í tóm- stundum. Hjálmar kunni manna bezt tökin á að vera ekki um of opinskár, enda þurfti ekki ofvita til að glöggva sig á, að hann sagði ekki allt sem hann vissi. Þá þóttust menn og vita, — sumir töldu sig geta fært sönnur á það, — að hann bæri meira og minna saklausa pistla karla í milli og kvenna, pistla sem ekki öllum var ætlað að vita um og því síður hnýsast í. Svo mikið var víst: pinkil sinn skildi Hjálmar aldrei við sig að degi til og svaf með hann undir höfðalaginu um nætur. Það kom varla fyrir, að Hjálmar settist að á sama stað nema eina nótt, enda var hann 4 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.