Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 13

Reykjalundur - 01.06.1951, Blaðsíða 13
skoðun næstu árin, meðan mest hætta er á að smitunin valdi sjúkdómi. I öðru lagi: Smit má e. t. v. rekja til ætt- ingja, vinar eða samverkamanns, sem hann hefur umgengist frá því síðasta skoðun var framkvæmd, og finna þannig nýjan berkla- sjúkling. Annar aðalþáttur í starfsemi berklavarna- stöðvanna er eftirlit með fyrrverandi berkla- sjúklingum, og þeim sem eru ekki fullbata, en ljúka meðferð sinni í heimahúsum. Nú á dögum, þegar bati sjúklinga er að- eins að litlu leyti ráðinn af líðan þeirra og útliti, heldur miklu fremur eftir myndum af lungum þeirra og öðrum öruggum rann- sóknum, þá er það að verða æ sjaldgæfara að þeir veikist aftur eftir að þeir eru taldir vinnufærir. Slíkt hlýtur þó alltaf að koma fyrir öðru hvoru. Þeim er því ómetanlegt öryggi að því, að samvizkusamlega sé fylgzt með heilsufari þeirra, svo nýjar breytingar í lungum finnist snemma og á læknanlegu stigi. Þetta er einnig mikið öryggi fyrir vinnuveitendur, sem ráða fyrrverandi sjúkl- ing til starfa, svo og samverkafólk þeirra og fjölskyldur. Loks vil ég geta stuttlega fjölmennasta hópsins, sem kemur á berklavarnastöðina, þeirra sem enga bólgu eða bris hafa í lung- um. Margir eru sendir af heimilislækni sín- um, aðrir koma af eigin hvötum vegna und- anfarandi lasleika, oftast kvefs eða bron- kítis. Meðferð við þeim kvillum gefa læknar berklavarnastöðvarinnar ekki, — aðeins það öryggi, að sjúklingurinn hafi ekki berkla eða aðra bólgu í sjálfum lungunum, er hann kemur til skoðunar. Heimilislæknirinn stundar sjúklinginn að öðru leyti, með hlið- sjón af upplýsingum frá lækni stöðvarinnar. Þótt ekki sjáist bólga í lungum manns við röntgenskoðun, þá má samt ekki ofmeta slíkt. Hann getur fengið lungnabólgu innan fárra daga, eða berkla innan fárra vikna, eða enn aðrir sjúkdómar geta verið í uppsiglingu. Svo að ef alvarleg sjúkdómseinkenni haldast lengi, eða önnur bætast við, þá er þörf að leita nýrrar skoðunar hjá heimilislækninum eða berklavarnastöðinni. Reykjalundur SIGVALDI ÞORSTEINSSON frd Upsum: Skurejfri. Innst við skyggðan Eyjafjörð ert þú bærinn vona minna. Þegar vetrar veðrin hörð valda tjóni á fósturjörð, f jöllin há þá halda vörð um heill og gæfu barna þinna. Innst við skyggðan Eyjafjörð ert þú bærinn vona minna. Út við hafið hefur völd herðaþrekinn Kaldbakstindur. Hyggur hann um ár og öld á okkar morgna okkar kvöld, þó að oft sé kveðjan köld, sem kveður við hann Norðanvindur. Út við hafið hefur völd herða þrekinn Kaldbakstindur. En í suðri á Súlutind, sólin töfra skikkju breiðir. Úr háa loftsins hreinni lind horfir ’ann á okkar synd. Kastar frá sér köldum vind. Kallar á oss, hugann seiðir. En í suðri á Súlutind sólin töfra skikkju breiðir. Akureyri! Eflaust hún óskir beztar hlýtur mínar. Unir vel á brekku brún. Þá blómgvast lundur, grænka tún. Og sjóinn gyllir geisla rún. Glóey hlý við rætur þínar. Akureyri! Eflaust hún, óskir beztar hlýtur mínar. Bærinn kæri öll þín ár engill vona gæfu krýni. Verndi þig alltaf himinn hár, höpp þér færi aldinn sjár, snúi burtu feigð og fár, þér friðarboginn yfir skíni. Bærinn kæri! öll þín ár engill vona gæfu krýni. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.